Innlent

Lögreglumenn og ríkið undirrituðu kjarasamning

Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Snorri Magnússon
Snorri Magnússon Foto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson

Eftir eins og hálfs árs þref hafa lögreglumenn og samninganefnd ríkisins loks náð saman og skrifað undir kjarasamning.

Deiluaðilar skrifuðu undir nýjan samning á sjötta tímanum í húsakynnum ríkissáttasemjara þar sem gamla hefðin um vöfflubakstur hefur verið endurvakin.

Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að samningurinn sé í anda Lífskjarasamninganna svokölluðu.

Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, bauð upp á vöfflur við undirritun samninganna í dag.Vísir/Sigurjón

„Við erum að taka upp stofnanasamningsumhverfi, svokallað, sem ríkisstofnanirnar allar vinna eftir og það hefur verið mjög lengi í fæðingu, ef svo má að orði komast, það kerfi allt saman og sú vinna í kringum það, en við teljum að þetta sé ágætur samningur fyrir okkar félagsmenn að teknu því tilliti,“ sagði Snorri í samtali við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann, skömmu eftir að skrifað var undir.

Aðspurður hvað felist í því sagði Snorri í raun um að ræða nýja endurröðun starfa inn í nýja launatöflu.

„Og ýmsir þættir sem koma þar til eins og menntun, sérhæfing og fleira í þeim dúr,“ sagði Snorri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.