Vilja taka upp nýtt nafn á Nýja-Sjálandi Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2020 14:23 Nafnið Nýja-Sjáland má rekja til nýlendutíma Hollendinga, en landið er nefnt í höfuðið á hollenska héraðinu Sjálandi (h. Zeeland). Getty Stjórnmálaflokkur nýsjálenskra frumbyggja (e. Maori Party) vill að nafni landsins verði breytt þannig að það endurspegli betur arfleifð landsins. Hefur flokkurinn lagt til að nafnið Aotearoa. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur vikið sér undan umræðunni og segir þróunina vera þá að bæði nöfnin – það er Nýja-Sjáland og Aotearoa – séu notuð í umræðunni. Maori-flokkurinn hefur haft það á stefnuskrá að réttast væri að breyta nafni landsins. Aotearoa þýðir „Land hins hvíta skýs“ á tungu frumbyggja, reo. Enska og reo eru bæði opinber tungumál landsins, en um 16,5 prósent Nýsjálendinga eru af ættum frumbyggja. Vilja þeir margir meina að enskan sé orðin of fyrirferðamikil og að verið sé að sniðganga sögu landsins. „Það er óásættanlegt að einungis um þrjú prósent landsmanna geti talað á opinberri tungu landsins,“ segir Maoriflokksmaðurinn Rawiri Waititi. Flokkurinn vill að nafnabreytingin taki gildi fyrir 2026. Segir þróunina jákvæða Ardern segir í samtali við New Zealand Herald að það sé jákvætt að bæði Nýja-Sjáland og Aotearoa séu notuð í opinberri umræðu. Utanríkisráðherrann Winston Peters, sem verður helsti andstæðingur Ardern í þingkosningum næsta mánaðar, segir Maori-flokkinn einungis vera að komast í fréttirnar með þessari kröfu sinni. Nafnabreyting sem þessi myndi valda gríðarlegum ruglingi í alþjóðlegri markaðssetningu landsins. This is plain headline hunting without any regard to the cost to this country.It will make our international marketing brand extraordinarily confusing when exports will be critical to our economic survival. https://t.co/BAVeOp6N9n— Winston Peters (@winstonpeters) September 14, 2020 Nafnið Nýja-Sjáland má rekja til nýlendutíma Hollendinga, en landið er nefnt í höfuðið á hollenska héraðinu Sjálandi (h. Zeeland). Nýja-Sjáland Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Stjórnmálaflokkur nýsjálenskra frumbyggja (e. Maori Party) vill að nafni landsins verði breytt þannig að það endurspegli betur arfleifð landsins. Hefur flokkurinn lagt til að nafnið Aotearoa. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur vikið sér undan umræðunni og segir þróunina vera þá að bæði nöfnin – það er Nýja-Sjáland og Aotearoa – séu notuð í umræðunni. Maori-flokkurinn hefur haft það á stefnuskrá að réttast væri að breyta nafni landsins. Aotearoa þýðir „Land hins hvíta skýs“ á tungu frumbyggja, reo. Enska og reo eru bæði opinber tungumál landsins, en um 16,5 prósent Nýsjálendinga eru af ættum frumbyggja. Vilja þeir margir meina að enskan sé orðin of fyrirferðamikil og að verið sé að sniðganga sögu landsins. „Það er óásættanlegt að einungis um þrjú prósent landsmanna geti talað á opinberri tungu landsins,“ segir Maoriflokksmaðurinn Rawiri Waititi. Flokkurinn vill að nafnabreytingin taki gildi fyrir 2026. Segir þróunina jákvæða Ardern segir í samtali við New Zealand Herald að það sé jákvætt að bæði Nýja-Sjáland og Aotearoa séu notuð í opinberri umræðu. Utanríkisráðherrann Winston Peters, sem verður helsti andstæðingur Ardern í þingkosningum næsta mánaðar, segir Maori-flokkinn einungis vera að komast í fréttirnar með þessari kröfu sinni. Nafnabreyting sem þessi myndi valda gríðarlegum ruglingi í alþjóðlegri markaðssetningu landsins. This is plain headline hunting without any regard to the cost to this country.It will make our international marketing brand extraordinarily confusing when exports will be critical to our economic survival. https://t.co/BAVeOp6N9n— Winston Peters (@winstonpeters) September 14, 2020 Nafnið Nýja-Sjáland má rekja til nýlendutíma Hollendinga, en landið er nefnt í höfuðið á hollenska héraðinu Sjálandi (h. Zeeland).
Nýja-Sjáland Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira