Innlent

Skipuð dómarar við Lands­rétt

Atli Ísleifsson skrifar
Ragnheiður Bragadóttir og Jón Höskuldsson.
Ragnheiður Bragadóttir og Jón Höskuldsson. Stjr.is

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Jóns Höskuldssonar og Ragnheiðar Bragadóttur í embætti dómara við Landsrétt. Ragnheiður tekur við embætti 18. september en Jón 25. september.

Í vef dómsmálaráðuneytisins segir að Jón hafi starfað í landbúnaðarráðuneytinu árin 1984 - 1998 en eftir það sem sjálfstætt starfandi lögmaður allt til ársins 2010.

„Þann 15. maí 2010 var Jón skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjaness og hefur hann gegnt því starfi síðan, þar af sem dómstjóri frá 13. nóvember 2019. Þá hefur hann sinnt öðrum störfum, s.s. formennsku í yfirmatsnefnd samkvæmt ábúðarlögum og formennsku í dómstólaráði.

Ragnheiður Bragadóttir starfaði m.a. sem dómarafulltrúi og sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands árin 1989-2001, en þar af sem settur héraðsdómari frá 15. janúar 1999 – 30. júní 2001. Ragnheiður var sjálfstætt starfandi lögmaður frá árinu 2002 – 2005 eða allt þar til hún var skipuð héraðsdómari 15. september 2005. Því starfi gegndi hún, lengst af við Héraðsdóm Reykjaness, allt þar til hún var skipaður dómari við Landsrétt frá 1. janúar 2018. Þá hefur Ragnheiður sinnt ýmsum öðrum störfum, svo sem setu í samkeppnisráði og í stjórn Lögmannafélags Íslands.

Við skipun Jóns og Ragnheiðar losnar eitt embætti héraðsdómara og eitt embætti dómara við Landsrétt. Þau embætti verði auglýst laus til umsóknar innan tíðar,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×