Vonast til þess að bláa merkið fæli netníðingana frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2020 11:30 Bláa merkið auðkennir Instagram-síðu Bubba Morthens. Vísir Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens vonast til þess að blátt merki sem auðkennir Instagram-aðgang hans verði til þess að menn sem þóst hafa verið hann á samfélagsmiðlinum hætti að herja á konur og stelpur. Bubbi hefur árum saman barist við óprúttna aðila sem stofnað hafa Instagram-reikninga í nafni hans með það að markmiði að senda konum og stúlkum skilaboð, líkt og Vísir sagði til dæmis frá árið 2017. Ekkert lát virðist hafa verið á þessari Bubbafölsun ef marka má viðtal við Bubba í Bítinu á morgun, en þeir Bítisfélagar náðu tali af tónlistarmanninum í morgun þegar hann var á leið í ræktina. Þar sagði hann að síðurnar poppi reglulega upp og sé þeim lokað skjóti þær kollinum aftur upp, oftar en ekki innan við tveimur dögum síðar. „Þeir eru að herja á konur og stelpur. Hins vegar eru þessar konur sem hafa fengið skilaboð í gegnum árin, þær eru svo vandaðar að þær senda mér póst og segja: „Þetta getur ekki verið þú, er það?“ Nei, þetta er ekki ég,“ sagði Bubbi. „Nú er ég kominn með bláa stjörnu fyrir aftan nafnið mitt á Instagram þannig að ef það er ekki blá stjarna fyrir aftan nafnið mitt, lítil blá stjarna, þá er það ekki ég,“ sagði Bubbi en Instagram, sem og fleiri samfélagsmiðlar, býður upp á að þeir sem eru þekktir geti auðkennt reikninga sína þannig að notendur viti að viðkomandi Instagram-síða sé hin raunverulega síða, en ekki búin til af einhverjum svikahröppum. Bubbi segir að þetta mál hafi í gegnum tíðina angrað sig. „Þetta er auðvitað búið að valda mér einhvers konar angri vegna þess að ég er bara mannlegur og ég get dottið í kvíða og ótta. Það sem var að trufla mig var þetta að ég hef með smá óheppni hefði ég getað endað á forsíðu blaða og lent í hakkavél á netinu. „Bubbi er að angra ungar stelpur og senda þeim óviðurkvæmileg skilaboð“ eða hvað sem það hefði getað orðið. Þar ertu algjörlega varnarlaus. Þú átt ekki séns á að koma þér út úr slíku öðruvísi en skemmdur,“ sagði Bubbi. Allt viðtalið við Bubba má heyra hér að ofan, en þar ræðir hann meðal annars undarlega uppákomu þar sem einhver óprúttinn aðili hringdi nýverið í blaðamann DV, þóttist vera Bubbi og laug því að viðkomandi blaðamanni að hann hefði veitt 108 sentimetra sjóbirting í Meðalfellsvatni, þannig að úr varð frétt sem enginn fótur var fyrir, sem nú hefur verið tekin úr birtingu. Samfélagsmiðlar Tónlist Netglæpir Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens vonast til þess að blátt merki sem auðkennir Instagram-aðgang hans verði til þess að menn sem þóst hafa verið hann á samfélagsmiðlinum hætti að herja á konur og stelpur. Bubbi hefur árum saman barist við óprúttna aðila sem stofnað hafa Instagram-reikninga í nafni hans með það að markmiði að senda konum og stúlkum skilaboð, líkt og Vísir sagði til dæmis frá árið 2017. Ekkert lát virðist hafa verið á þessari Bubbafölsun ef marka má viðtal við Bubba í Bítinu á morgun, en þeir Bítisfélagar náðu tali af tónlistarmanninum í morgun þegar hann var á leið í ræktina. Þar sagði hann að síðurnar poppi reglulega upp og sé þeim lokað skjóti þær kollinum aftur upp, oftar en ekki innan við tveimur dögum síðar. „Þeir eru að herja á konur og stelpur. Hins vegar eru þessar konur sem hafa fengið skilaboð í gegnum árin, þær eru svo vandaðar að þær senda mér póst og segja: „Þetta getur ekki verið þú, er það?“ Nei, þetta er ekki ég,“ sagði Bubbi. „Nú er ég kominn með bláa stjörnu fyrir aftan nafnið mitt á Instagram þannig að ef það er ekki blá stjarna fyrir aftan nafnið mitt, lítil blá stjarna, þá er það ekki ég,“ sagði Bubbi en Instagram, sem og fleiri samfélagsmiðlar, býður upp á að þeir sem eru þekktir geti auðkennt reikninga sína þannig að notendur viti að viðkomandi Instagram-síða sé hin raunverulega síða, en ekki búin til af einhverjum svikahröppum. Bubbi segir að þetta mál hafi í gegnum tíðina angrað sig. „Þetta er auðvitað búið að valda mér einhvers konar angri vegna þess að ég er bara mannlegur og ég get dottið í kvíða og ótta. Það sem var að trufla mig var þetta að ég hef með smá óheppni hefði ég getað endað á forsíðu blaða og lent í hakkavél á netinu. „Bubbi er að angra ungar stelpur og senda þeim óviðurkvæmileg skilaboð“ eða hvað sem það hefði getað orðið. Þar ertu algjörlega varnarlaus. Þú átt ekki séns á að koma þér út úr slíku öðruvísi en skemmdur,“ sagði Bubbi. Allt viðtalið við Bubba má heyra hér að ofan, en þar ræðir hann meðal annars undarlega uppákomu þar sem einhver óprúttinn aðili hringdi nýverið í blaðamann DV, þóttist vera Bubbi og laug því að viðkomandi blaðamanni að hann hefði veitt 108 sentimetra sjóbirting í Meðalfellsvatni, þannig að úr varð frétt sem enginn fótur var fyrir, sem nú hefur verið tekin úr birtingu.
Samfélagsmiðlar Tónlist Netglæpir Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Sjá meira