Vonast til þess að bláa merkið fæli netníðingana frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2020 11:30 Bláa merkið auðkennir Instagram-síðu Bubba Morthens. Vísir Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens vonast til þess að blátt merki sem auðkennir Instagram-aðgang hans verði til þess að menn sem þóst hafa verið hann á samfélagsmiðlinum hætti að herja á konur og stelpur. Bubbi hefur árum saman barist við óprúttna aðila sem stofnað hafa Instagram-reikninga í nafni hans með það að markmiði að senda konum og stúlkum skilaboð, líkt og Vísir sagði til dæmis frá árið 2017. Ekkert lát virðist hafa verið á þessari Bubbafölsun ef marka má viðtal við Bubba í Bítinu á morgun, en þeir Bítisfélagar náðu tali af tónlistarmanninum í morgun þegar hann var á leið í ræktina. Þar sagði hann að síðurnar poppi reglulega upp og sé þeim lokað skjóti þær kollinum aftur upp, oftar en ekki innan við tveimur dögum síðar. „Þeir eru að herja á konur og stelpur. Hins vegar eru þessar konur sem hafa fengið skilaboð í gegnum árin, þær eru svo vandaðar að þær senda mér póst og segja: „Þetta getur ekki verið þú, er það?“ Nei, þetta er ekki ég,“ sagði Bubbi. „Nú er ég kominn með bláa stjörnu fyrir aftan nafnið mitt á Instagram þannig að ef það er ekki blá stjarna fyrir aftan nafnið mitt, lítil blá stjarna, þá er það ekki ég,“ sagði Bubbi en Instagram, sem og fleiri samfélagsmiðlar, býður upp á að þeir sem eru þekktir geti auðkennt reikninga sína þannig að notendur viti að viðkomandi Instagram-síða sé hin raunverulega síða, en ekki búin til af einhverjum svikahröppum. Bubbi segir að þetta mál hafi í gegnum tíðina angrað sig. „Þetta er auðvitað búið að valda mér einhvers konar angri vegna þess að ég er bara mannlegur og ég get dottið í kvíða og ótta. Það sem var að trufla mig var þetta að ég hef með smá óheppni hefði ég getað endað á forsíðu blaða og lent í hakkavél á netinu. „Bubbi er að angra ungar stelpur og senda þeim óviðurkvæmileg skilaboð“ eða hvað sem það hefði getað orðið. Þar ertu algjörlega varnarlaus. Þú átt ekki séns á að koma þér út úr slíku öðruvísi en skemmdur,“ sagði Bubbi. Allt viðtalið við Bubba má heyra hér að ofan, en þar ræðir hann meðal annars undarlega uppákomu þar sem einhver óprúttinn aðili hringdi nýverið í blaðamann DV, þóttist vera Bubbi og laug því að viðkomandi blaðamanni að hann hefði veitt 108 sentimetra sjóbirting í Meðalfellsvatni, þannig að úr varð frétt sem enginn fótur var fyrir, sem nú hefur verið tekin úr birtingu. Samfélagsmiðlar Tónlist Netglæpir Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens vonast til þess að blátt merki sem auðkennir Instagram-aðgang hans verði til þess að menn sem þóst hafa verið hann á samfélagsmiðlinum hætti að herja á konur og stelpur. Bubbi hefur árum saman barist við óprúttna aðila sem stofnað hafa Instagram-reikninga í nafni hans með það að markmiði að senda konum og stúlkum skilaboð, líkt og Vísir sagði til dæmis frá árið 2017. Ekkert lát virðist hafa verið á þessari Bubbafölsun ef marka má viðtal við Bubba í Bítinu á morgun, en þeir Bítisfélagar náðu tali af tónlistarmanninum í morgun þegar hann var á leið í ræktina. Þar sagði hann að síðurnar poppi reglulega upp og sé þeim lokað skjóti þær kollinum aftur upp, oftar en ekki innan við tveimur dögum síðar. „Þeir eru að herja á konur og stelpur. Hins vegar eru þessar konur sem hafa fengið skilaboð í gegnum árin, þær eru svo vandaðar að þær senda mér póst og segja: „Þetta getur ekki verið þú, er það?“ Nei, þetta er ekki ég,“ sagði Bubbi. „Nú er ég kominn með bláa stjörnu fyrir aftan nafnið mitt á Instagram þannig að ef það er ekki blá stjarna fyrir aftan nafnið mitt, lítil blá stjarna, þá er það ekki ég,“ sagði Bubbi en Instagram, sem og fleiri samfélagsmiðlar, býður upp á að þeir sem eru þekktir geti auðkennt reikninga sína þannig að notendur viti að viðkomandi Instagram-síða sé hin raunverulega síða, en ekki búin til af einhverjum svikahröppum. Bubbi segir að þetta mál hafi í gegnum tíðina angrað sig. „Þetta er auðvitað búið að valda mér einhvers konar angri vegna þess að ég er bara mannlegur og ég get dottið í kvíða og ótta. Það sem var að trufla mig var þetta að ég hef með smá óheppni hefði ég getað endað á forsíðu blaða og lent í hakkavél á netinu. „Bubbi er að angra ungar stelpur og senda þeim óviðurkvæmileg skilaboð“ eða hvað sem það hefði getað orðið. Þar ertu algjörlega varnarlaus. Þú átt ekki séns á að koma þér út úr slíku öðruvísi en skemmdur,“ sagði Bubbi. Allt viðtalið við Bubba má heyra hér að ofan, en þar ræðir hann meðal annars undarlega uppákomu þar sem einhver óprúttinn aðili hringdi nýverið í blaðamann DV, þóttist vera Bubbi og laug því að viðkomandi blaðamanni að hann hefði veitt 108 sentimetra sjóbirting í Meðalfellsvatni, þannig að úr varð frétt sem enginn fótur var fyrir, sem nú hefur verið tekin úr birtingu.
Samfélagsmiðlar Tónlist Netglæpir Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira