Bubbi ofsóttur af netníðingi Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2017 19:46 Bubbi Morthens Vísir/Anton Brink „Ég er búinn að reyna elta þetta kvikindi uppi í marga mánuði,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens um óprúttinn aðila sem hefur stofnað Instagram-reikning í nafni Bubba og sent konum og stúlkum skilaboð. Bubbi greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hann deildi Instagram-síðu með hans nafni og benti fólki á að hún væri ekki á hans vegum.Frétti fyrst af málinu í vor Í samtali við Vísi segist Bubbi hafa fyrst frétt af síðunni síðastliðið vor þegar hann fékk skilaboð frá konum og stúlkum sem sögðust hafa fengið skilaboð frá manni sem kallaði sig Bubba Morthens á Instagram. „Hann hafði stolið alveg haug af myndum af Facebook-inu mínu. Myndum af börnunum mínum og eiginkonunni og svo setti hann mynd af mér með lax í forgrunni,“ segir Bubbi en viðkomandi ber notandanafnið morthensbubbi á Instagram. Bubbi segist á einum tímapunkti hafa náð að láta loka þessum Instagram-reikningi með hjálp vinar síns, en reikningurinn var orðinn virkur aftur strax daginn eftir.Fengu afar „prívat“ skilaboð Hann segir konurnar og stúlkurnar hafa fengið mjög „prívat“ skilaboð frá þessum Instagram-reikningi. „Þetta er alveg ný tegund af ofbeldi,“ segir Bubbi ræddi málið við lögfræðing í kvöld. Hann segist hafa sett sig í samband við Instagram og beðið um að þessum reikningi yrði lokað, en það hafi ekkert gengið og engin svör borist þaðan. Bubbi bendir á að búið sé að staðfesta alla aðganga hans á samfélagsmiðlum, Facebook, Instagram og Twitter, og að fólk geti þannig vitað hvort um sé að ræða Bubba sjálfan eða einhvern annan.Yrði grillaður Hann segir manneskjuna sem er að baki þessu svindli sé annaðhvort illa þekkjandi og andstyggilega eða mjög veika. „Ég hugsaði með mér að ég yrði að reyna að leita hjálpar fjölmiðla og samfélagsmiðla af því að núna á þessum tímum, þegar þessi vakning er um kynferðislegt áreiti og annað, ef einhver kona hefði komið fram í kvöld og sagt: Bubbi Morthens sendi mér mynd eða skilaboð og það ratað á forsíðu. Þá væri ég bara grillaður og þá er vörumerkið Bubbi Morthens dáið. Þetta veldur mér ákveðnum óhug að einhver maður getur rústað þér svona,“ segir Bubbi og bætir við að lokum: „Þetta er sannarlega dökk hlið á samfélagsmiðlum.“ Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Ég er búinn að reyna elta þetta kvikindi uppi í marga mánuði,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens um óprúttinn aðila sem hefur stofnað Instagram-reikning í nafni Bubba og sent konum og stúlkum skilaboð. Bubbi greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hann deildi Instagram-síðu með hans nafni og benti fólki á að hún væri ekki á hans vegum.Frétti fyrst af málinu í vor Í samtali við Vísi segist Bubbi hafa fyrst frétt af síðunni síðastliðið vor þegar hann fékk skilaboð frá konum og stúlkum sem sögðust hafa fengið skilaboð frá manni sem kallaði sig Bubba Morthens á Instagram. „Hann hafði stolið alveg haug af myndum af Facebook-inu mínu. Myndum af börnunum mínum og eiginkonunni og svo setti hann mynd af mér með lax í forgrunni,“ segir Bubbi en viðkomandi ber notandanafnið morthensbubbi á Instagram. Bubbi segist á einum tímapunkti hafa náð að láta loka þessum Instagram-reikningi með hjálp vinar síns, en reikningurinn var orðinn virkur aftur strax daginn eftir.Fengu afar „prívat“ skilaboð Hann segir konurnar og stúlkurnar hafa fengið mjög „prívat“ skilaboð frá þessum Instagram-reikningi. „Þetta er alveg ný tegund af ofbeldi,“ segir Bubbi ræddi málið við lögfræðing í kvöld. Hann segist hafa sett sig í samband við Instagram og beðið um að þessum reikningi yrði lokað, en það hafi ekkert gengið og engin svör borist þaðan. Bubbi bendir á að búið sé að staðfesta alla aðganga hans á samfélagsmiðlum, Facebook, Instagram og Twitter, og að fólk geti þannig vitað hvort um sé að ræða Bubba sjálfan eða einhvern annan.Yrði grillaður Hann segir manneskjuna sem er að baki þessu svindli sé annaðhvort illa þekkjandi og andstyggilega eða mjög veika. „Ég hugsaði með mér að ég yrði að reyna að leita hjálpar fjölmiðla og samfélagsmiðla af því að núna á þessum tímum, þegar þessi vakning er um kynferðislegt áreiti og annað, ef einhver kona hefði komið fram í kvöld og sagt: Bubbi Morthens sendi mér mynd eða skilaboð og það ratað á forsíðu. Þá væri ég bara grillaður og þá er vörumerkið Bubbi Morthens dáið. Þetta veldur mér ákveðnum óhug að einhver maður getur rústað þér svona,“ segir Bubbi og bætir við að lokum: „Þetta er sannarlega dökk hlið á samfélagsmiðlum.“
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira