Bubbi ofsóttur af netníðingi Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2017 19:46 Bubbi Morthens Vísir/Anton Brink „Ég er búinn að reyna elta þetta kvikindi uppi í marga mánuði,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens um óprúttinn aðila sem hefur stofnað Instagram-reikning í nafni Bubba og sent konum og stúlkum skilaboð. Bubbi greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hann deildi Instagram-síðu með hans nafni og benti fólki á að hún væri ekki á hans vegum.Frétti fyrst af málinu í vor Í samtali við Vísi segist Bubbi hafa fyrst frétt af síðunni síðastliðið vor þegar hann fékk skilaboð frá konum og stúlkum sem sögðust hafa fengið skilaboð frá manni sem kallaði sig Bubba Morthens á Instagram. „Hann hafði stolið alveg haug af myndum af Facebook-inu mínu. Myndum af börnunum mínum og eiginkonunni og svo setti hann mynd af mér með lax í forgrunni,“ segir Bubbi en viðkomandi ber notandanafnið morthensbubbi á Instagram. Bubbi segist á einum tímapunkti hafa náð að láta loka þessum Instagram-reikningi með hjálp vinar síns, en reikningurinn var orðinn virkur aftur strax daginn eftir.Fengu afar „prívat“ skilaboð Hann segir konurnar og stúlkurnar hafa fengið mjög „prívat“ skilaboð frá þessum Instagram-reikningi. „Þetta er alveg ný tegund af ofbeldi,“ segir Bubbi ræddi málið við lögfræðing í kvöld. Hann segist hafa sett sig í samband við Instagram og beðið um að þessum reikningi yrði lokað, en það hafi ekkert gengið og engin svör borist þaðan. Bubbi bendir á að búið sé að staðfesta alla aðganga hans á samfélagsmiðlum, Facebook, Instagram og Twitter, og að fólk geti þannig vitað hvort um sé að ræða Bubba sjálfan eða einhvern annan.Yrði grillaður Hann segir manneskjuna sem er að baki þessu svindli sé annaðhvort illa þekkjandi og andstyggilega eða mjög veika. „Ég hugsaði með mér að ég yrði að reyna að leita hjálpar fjölmiðla og samfélagsmiðla af því að núna á þessum tímum, þegar þessi vakning er um kynferðislegt áreiti og annað, ef einhver kona hefði komið fram í kvöld og sagt: Bubbi Morthens sendi mér mynd eða skilaboð og það ratað á forsíðu. Þá væri ég bara grillaður og þá er vörumerkið Bubbi Morthens dáið. Þetta veldur mér ákveðnum óhug að einhver maður getur rústað þér svona,“ segir Bubbi og bætir við að lokum: „Þetta er sannarlega dökk hlið á samfélagsmiðlum.“ Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
„Ég er búinn að reyna elta þetta kvikindi uppi í marga mánuði,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens um óprúttinn aðila sem hefur stofnað Instagram-reikning í nafni Bubba og sent konum og stúlkum skilaboð. Bubbi greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hann deildi Instagram-síðu með hans nafni og benti fólki á að hún væri ekki á hans vegum.Frétti fyrst af málinu í vor Í samtali við Vísi segist Bubbi hafa fyrst frétt af síðunni síðastliðið vor þegar hann fékk skilaboð frá konum og stúlkum sem sögðust hafa fengið skilaboð frá manni sem kallaði sig Bubba Morthens á Instagram. „Hann hafði stolið alveg haug af myndum af Facebook-inu mínu. Myndum af börnunum mínum og eiginkonunni og svo setti hann mynd af mér með lax í forgrunni,“ segir Bubbi en viðkomandi ber notandanafnið morthensbubbi á Instagram. Bubbi segist á einum tímapunkti hafa náð að láta loka þessum Instagram-reikningi með hjálp vinar síns, en reikningurinn var orðinn virkur aftur strax daginn eftir.Fengu afar „prívat“ skilaboð Hann segir konurnar og stúlkurnar hafa fengið mjög „prívat“ skilaboð frá þessum Instagram-reikningi. „Þetta er alveg ný tegund af ofbeldi,“ segir Bubbi ræddi málið við lögfræðing í kvöld. Hann segist hafa sett sig í samband við Instagram og beðið um að þessum reikningi yrði lokað, en það hafi ekkert gengið og engin svör borist þaðan. Bubbi bendir á að búið sé að staðfesta alla aðganga hans á samfélagsmiðlum, Facebook, Instagram og Twitter, og að fólk geti þannig vitað hvort um sé að ræða Bubba sjálfan eða einhvern annan.Yrði grillaður Hann segir manneskjuna sem er að baki þessu svindli sé annaðhvort illa þekkjandi og andstyggilega eða mjög veika. „Ég hugsaði með mér að ég yrði að reyna að leita hjálpar fjölmiðla og samfélagsmiðla af því að núna á þessum tímum, þegar þessi vakning er um kynferðislegt áreiti og annað, ef einhver kona hefði komið fram í kvöld og sagt: Bubbi Morthens sendi mér mynd eða skilaboð og það ratað á forsíðu. Þá væri ég bara grillaður og þá er vörumerkið Bubbi Morthens dáið. Þetta veldur mér ákveðnum óhug að einhver maður getur rústað þér svona,“ segir Bubbi og bætir við að lokum: „Þetta er sannarlega dökk hlið á samfélagsmiðlum.“
Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira