Mótmæla áformum um háhýsi á Oddeyrinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2020 15:36 Umræða umuppbyggingu á fjölbýlishúsum á Oddeyrinni er aftur farin af stað. Mynd/Zeppelin arkitektar Stofnaður hefur verið hópur í Facebook í þeim tilgangi að mótmæla hugmyndum um uppbyggingu á háhýsum á Oddeyrinni á Akureyri. Um 1700 manns hafa skráð sig í hópinn sem stofnaður var síðastliðið föstudagskvöld. Forsprakki síðunnar telur að Akureyrarbær þurfi að kalla eftir afstöðu bæjarbúa til málsins á formlegan hátt. Tilefnið mótmælanna er það að meirihluti skipulagsráðs bæjarins samþykkti í síðustu viku að leggja til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting sem snýr að fyrirhugaðri uppbyggingu verði auglýst. Umrædd tillaga er umdeild á meðal bæjarbúa en hún felur í sér að heimilað verði að byggja sex til átta hæða hús með verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæðinni á umræddum reit, sem sjá má á mynd hér í fréttinni og afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og skammt frá miðbæ Akureyrar. Umrædd tillaga var kynnt bæjarbúum í maí. Samkvæmt henni hefur verið dregið úr hæð bygginganna samkvæmt fyrstu hugmyndum, sem gerðu ráð fyrir allt að ellefu hæða byggingu á reitnum. Núgildandi aðalskipulag og rammaskipulag gerir hins vegar aðeins ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á reitnum, og því þarf að breyta skipulaginu svo hægt sé að ráðast í uppbygginguna. Í samtali við Vísi segir Hrefna Rut Níelsdóttir, íbúi á Akureyri og stofnandi hópsins Enga háhýsabyggð á Oddeyrinni á Akureyri, að hún sé mótfallinn fyrirhuguðum hugmyndum um uppbyggingu á reitnum. Hún telji að húsin eins og þau hafi verið kynnt passi ekki að aðliggjandi byggð auk þess sem að bæjaryfirvöld þurfi að spyrja íbúa bæjarins formlega um álit þeirra á húsunum. Umræddur reitur sé á áberandi stað og um mikla stefnubreytingu væri að ræða yrði tillagan samþykkt. Segir hún að tilgangur þess að stofna hópinn hafi verið sá að skapa umræðugrundvöll fyrir íbúa bæjarins til þess að ræða hugmyndina. Sem fyrr segir hefur skipulagsráð lagt til að bæjarstjórnin samþykki að auglýsa tillöguna, en málið verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun. Verði tillagan samþykkt fer hún til Skipulagsstofnunar til athugunar. Í framhaldinu verður hún auglýst og kynnt í sex vikur. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu.Mynd/Akureyrarbær Á þeim fá bæjarbúar og aðrir hagsmunaaðilar tækifæri til að koma sínum athugasemdum á framfæri áður en skipulagsráð og bæjarstórn taka málið fyrir að nýju. Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús 6. maí 2020 20:47 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Stofnaður hefur verið hópur í Facebook í þeim tilgangi að mótmæla hugmyndum um uppbyggingu á háhýsum á Oddeyrinni á Akureyri. Um 1700 manns hafa skráð sig í hópinn sem stofnaður var síðastliðið föstudagskvöld. Forsprakki síðunnar telur að Akureyrarbær þurfi að kalla eftir afstöðu bæjarbúa til málsins á formlegan hátt. Tilefnið mótmælanna er það að meirihluti skipulagsráðs bæjarins samþykkti í síðustu viku að leggja til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting sem snýr að fyrirhugaðri uppbyggingu verði auglýst. Umrædd tillaga er umdeild á meðal bæjarbúa en hún felur í sér að heimilað verði að byggja sex til átta hæða hús með verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæðinni á umræddum reit, sem sjá má á mynd hér í fréttinni og afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og skammt frá miðbæ Akureyrar. Umrædd tillaga var kynnt bæjarbúum í maí. Samkvæmt henni hefur verið dregið úr hæð bygginganna samkvæmt fyrstu hugmyndum, sem gerðu ráð fyrir allt að ellefu hæða byggingu á reitnum. Núgildandi aðalskipulag og rammaskipulag gerir hins vegar aðeins ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á reitnum, og því þarf að breyta skipulaginu svo hægt sé að ráðast í uppbygginguna. Í samtali við Vísi segir Hrefna Rut Níelsdóttir, íbúi á Akureyri og stofnandi hópsins Enga háhýsabyggð á Oddeyrinni á Akureyri, að hún sé mótfallinn fyrirhuguðum hugmyndum um uppbyggingu á reitnum. Hún telji að húsin eins og þau hafi verið kynnt passi ekki að aðliggjandi byggð auk þess sem að bæjaryfirvöld þurfi að spyrja íbúa bæjarins formlega um álit þeirra á húsunum. Umræddur reitur sé á áberandi stað og um mikla stefnubreytingu væri að ræða yrði tillagan samþykkt. Segir hún að tilgangur þess að stofna hópinn hafi verið sá að skapa umræðugrundvöll fyrir íbúa bæjarins til þess að ræða hugmyndina. Sem fyrr segir hefur skipulagsráð lagt til að bæjarstjórnin samþykki að auglýsa tillöguna, en málið verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun. Verði tillagan samþykkt fer hún til Skipulagsstofnunar til athugunar. Í framhaldinu verður hún auglýst og kynnt í sex vikur. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu.Mynd/Akureyrarbær Á þeim fá bæjarbúar og aðrir hagsmunaaðilar tækifæri til að koma sínum athugasemdum á framfæri áður en skipulagsráð og bæjarstórn taka málið fyrir að nýju.
Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús 6. maí 2020 20:47 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús 6. maí 2020 20:47