RAX Augnablik: „Ísbjörninn er svo klókur og snöggur að gera árás“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. september 2020 07:00 Hjelmer Hammeken er einn besti veiðimaður Grænlands og góður vinur ljósmyndarans RAX. Þeir lentu í erfiðum aðstæðum saman á hafísnum við Scoresbysund. Mynd/RAX „Ég spyr hann „Hjelmer má ég koma með þér?“ og hann horfir á mig og það kemur þögn. Hann segir „Það er búið að banna okkur að taka aðra en veiðimenn út á ísinn á ísbjarnaveiðar, það er bara bannað. En ég sé þarna alveg einstakt tækifæri til að mynda eitthvað sem er að fara að gerast,“ segir Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, um einstakar myndir sem hann náði af veiðimönnum á ísbjarnarveiðum. RAX og Hjelmer eru góðir vinir, og segir ljósmyndarinn að það hafi aldrei neitt annað komið til greina en að elta þá í þessa för. „Ég sagði „Þú veist að ég kem með þér“ og þá kom þessi langa þögn.“ Í nýjasta þættinum af RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn alla söguna á bak við myndirnar sem hann náði þennan dag, í einni af mörgum ferðum hans á austurströnd Grænlands. RAX fylgdi eftir veiðimönnum í leit að fjórum ísbjörnum úti á hafísnum þegar jökulstormur skall á. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Það er stormviðvörun og fólk var beðið að fara ekki út úr húsi, vera bara inni því að Piteraq, svona jökulstormur, skellur á mjög fljótt og hann eirir engu.“ segir RAX um aðstæðurnar þennan dag. Veiðimennirnir á hafísnum við Scoresbysund, á leið í átt að ísbjörnunum.Mynd/RAX „Við hlaupum út á ísinn einhverja sjö eða átta kílómetra. Hann verður að skilja sleðann eftir því að við þurfum að fara hratt yfir og ísinn er allur sprunginn.“ Fjórir ísbirnir höfðu sést á ísnum og vildu veiðimennirnir freista þess að ná allavega einum áður en stormurinn myndi skella á. Þeir áttu þó ekki von á því að þeir þyrftu þyrlu til að komast til baka. RAX átti ekki efni á að láta þyrluna bjarga sér og þurfti því að redda sér. „Við vorum komnir lengst út á haf, við finnum alveg hvernig ísinn er á hreyfingu,“ segir RAX um ferðina út á hafísinn í þessum hættulegu aðstæðum. „Þetta er svolítið spennandi þegar maður er að hlaupa, að maður gleymir að vera hræddur.“ Hægt er að horfa á RAX segja frá myndunum sem hann tók, augnablikinu þegar þeir fundu ísbirnina, týndu byssuskotunum og ástæðu þess að þeir kölluðu eftir hjálp, í þættinum Í krumlu hafíssins í spilaranum hér fyrir neðan. RAX AUGNABLIK eru örþættir og Í krumlu hafíssins er aðeins tæpar átta mínútur. Klippa: RAX Augnablik - Í krumlu hafíssins Þátt tvö, Undir gosmekkinum, má finna í fréttinni hér fyrir neðan. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. RAX Ljósmyndun Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir RAX AUGNABLIK: Undir gosmekkinum þar sem allt varð svart Örþættirnir RAX Augnablik eru sýndir á Vísi og í Stöð 2 Maraþon alla sunnudaga. Í nýjasta þættinum fer ljósmyndarinn Ragnar Axelsson yfir myndirnar sem hann tók í eldgosinu í Grímsvötnum árið 2011. 6. september 2020 07:00 RAX AUGNABLIK: „Þeir verða eins og litlir strákar í höndunum á henni“ Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi. 30. ágúst 2020 07:00 Þakklátur fyrir að fá að segja sögurnar á bak við augnablikin Ragnar Axelsson ljósmyndari, betur þekktur sem RAX, segist vera smámunasamur og fer oft margar ferðir á sama staðinn til að ná réttu myndinni. Í nýjum þáttum segir hann frá sínum þekktustu ljósmyndunum og öllu því sem hann lagði á sig til þess að fanga þau augnablik. 23. ágúst 2020 10:45 Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
„Ég spyr hann „Hjelmer má ég koma með þér?“ og hann horfir á mig og það kemur þögn. Hann segir „Það er búið að banna okkur að taka aðra en veiðimenn út á ísinn á ísbjarnaveiðar, það er bara bannað. En ég sé þarna alveg einstakt tækifæri til að mynda eitthvað sem er að fara að gerast,“ segir Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, um einstakar myndir sem hann náði af veiðimönnum á ísbjarnarveiðum. RAX og Hjelmer eru góðir vinir, og segir ljósmyndarinn að það hafi aldrei neitt annað komið til greina en að elta þá í þessa för. „Ég sagði „Þú veist að ég kem með þér“ og þá kom þessi langa þögn.“ Í nýjasta þættinum af RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn alla söguna á bak við myndirnar sem hann náði þennan dag, í einni af mörgum ferðum hans á austurströnd Grænlands. RAX fylgdi eftir veiðimönnum í leit að fjórum ísbjörnum úti á hafísnum þegar jökulstormur skall á. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Það er stormviðvörun og fólk var beðið að fara ekki út úr húsi, vera bara inni því að Piteraq, svona jökulstormur, skellur á mjög fljótt og hann eirir engu.“ segir RAX um aðstæðurnar þennan dag. Veiðimennirnir á hafísnum við Scoresbysund, á leið í átt að ísbjörnunum.Mynd/RAX „Við hlaupum út á ísinn einhverja sjö eða átta kílómetra. Hann verður að skilja sleðann eftir því að við þurfum að fara hratt yfir og ísinn er allur sprunginn.“ Fjórir ísbirnir höfðu sést á ísnum og vildu veiðimennirnir freista þess að ná allavega einum áður en stormurinn myndi skella á. Þeir áttu þó ekki von á því að þeir þyrftu þyrlu til að komast til baka. RAX átti ekki efni á að láta þyrluna bjarga sér og þurfti því að redda sér. „Við vorum komnir lengst út á haf, við finnum alveg hvernig ísinn er á hreyfingu,“ segir RAX um ferðina út á hafísinn í þessum hættulegu aðstæðum. „Þetta er svolítið spennandi þegar maður er að hlaupa, að maður gleymir að vera hræddur.“ Hægt er að horfa á RAX segja frá myndunum sem hann tók, augnablikinu þegar þeir fundu ísbirnina, týndu byssuskotunum og ástæðu þess að þeir kölluðu eftir hjálp, í þættinum Í krumlu hafíssins í spilaranum hér fyrir neðan. RAX AUGNABLIK eru örþættir og Í krumlu hafíssins er aðeins tæpar átta mínútur. Klippa: RAX Augnablik - Í krumlu hafíssins Þátt tvö, Undir gosmekkinum, má finna í fréttinni hér fyrir neðan. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon.
RAX Ljósmyndun Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir RAX AUGNABLIK: Undir gosmekkinum þar sem allt varð svart Örþættirnir RAX Augnablik eru sýndir á Vísi og í Stöð 2 Maraþon alla sunnudaga. Í nýjasta þættinum fer ljósmyndarinn Ragnar Axelsson yfir myndirnar sem hann tók í eldgosinu í Grímsvötnum árið 2011. 6. september 2020 07:00 RAX AUGNABLIK: „Þeir verða eins og litlir strákar í höndunum á henni“ Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi. 30. ágúst 2020 07:00 Þakklátur fyrir að fá að segja sögurnar á bak við augnablikin Ragnar Axelsson ljósmyndari, betur þekktur sem RAX, segist vera smámunasamur og fer oft margar ferðir á sama staðinn til að ná réttu myndinni. Í nýjum þáttum segir hann frá sínum þekktustu ljósmyndunum og öllu því sem hann lagði á sig til þess að fanga þau augnablik. 23. ágúst 2020 10:45 Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
RAX AUGNABLIK: Undir gosmekkinum þar sem allt varð svart Örþættirnir RAX Augnablik eru sýndir á Vísi og í Stöð 2 Maraþon alla sunnudaga. Í nýjasta þættinum fer ljósmyndarinn Ragnar Axelsson yfir myndirnar sem hann tók í eldgosinu í Grímsvötnum árið 2011. 6. september 2020 07:00
RAX AUGNABLIK: „Þeir verða eins og litlir strákar í höndunum á henni“ Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi. 30. ágúst 2020 07:00
Þakklátur fyrir að fá að segja sögurnar á bak við augnablikin Ragnar Axelsson ljósmyndari, betur þekktur sem RAX, segist vera smámunasamur og fer oft margar ferðir á sama staðinn til að ná réttu myndinni. Í nýjum þáttum segir hann frá sínum þekktustu ljósmyndunum og öllu því sem hann lagði á sig til þess að fanga þau augnablik. 23. ágúst 2020 10:45
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp