Söngurinn klikkaði ekki í Tungnaréttum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. september 2020 19:30 Um fimm þúsund fjár voru í Tungnaréttum. Bændur voru almennt ánægðir með lömbin og hvað þau komu falleg af fjalli. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Tungmenn héldu upp á sinn þjóðhátíðardag í dag þegar Tungnaréttir fóru fram við óvenjulegar aðstæður. Aðeins máttu vera tvö hundruð manns í réttunum. Bændur klikkuðu þó ekki á söngnum enda fastur liður í réttunum að syngja mikið og lengi. Brynjar Sigurðsson á Heiði stjórnaði fjöldasöngnum en allir helstu réttaslagararnir voru teknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það var að sjálfsögðu flaggað við réttirnar í morgun enda réttardagur hátíðisdagur í hverri sveit. Allar réttir eru öðruvísi í ár vegna kórónuveirunnar en aðeins mega vera 200 manns í hverri rétt og sá Björgunarsveit Biskupstunga um það í morgun að þeirri reglu væri fylgt. Það gekk vel að draga féð í dilka og bændur voru almennt ánægðir með lömbin. Ólafur Björnsson frá Úthlíð og Guðrún Svanhvít, fjallkóngur virða fyrir sér féð í réttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þau eru bara góð, það er eitthvað af smáum lömbum en yfir heildina eru lömbin góð,“ segir Brynjar Sigurðsson bóndi á Heiði . „Já, þetta eru öðruvísi réttir núna, bara færra fólk, að öðru leyti er þetta alveg eins, alltaf hátíðisdagur í sveitinni“, segir Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu. En hefur fénu fækkað í sveitinni? „Nei, ég held að það sé nokkuð stabílt núna, það er ekki að heyra að menn séu að fækka eitthvað, bara búið að vera svipað í nokkur ár,“ bætir Guðrún við. Bændur eru þó ekki sáttir við stöðu sauðfjárræktarinnar og verðið, sem þeir fá fyrir lambakjötið. „Það er sótt að okkur úr öllum áttum, stjórnvöld hafa engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi og hafa ekki haft það í áratugi, það er komið ófremtar ástand hér, það er verið að murka úr okkur lífið smátt og smátt,“ segir Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti. Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti, sem segir að það sé smátt og smátt verið að murka lífið úr bændastéttinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Söngurinn á alltaf stóran sess í Tungnaréttum enda var sungið mikið og lengi í dag. Bræður syngja saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fjölskyldur af sveitabæjunum í Biskupstungum fjölmenntu í réttirnar,ungir sem aldnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð Landbúnaður Menning Tónlist Réttir Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Sjá meira
Tungmenn héldu upp á sinn þjóðhátíðardag í dag þegar Tungnaréttir fóru fram við óvenjulegar aðstæður. Aðeins máttu vera tvö hundruð manns í réttunum. Bændur klikkuðu þó ekki á söngnum enda fastur liður í réttunum að syngja mikið og lengi. Brynjar Sigurðsson á Heiði stjórnaði fjöldasöngnum en allir helstu réttaslagararnir voru teknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það var að sjálfsögðu flaggað við réttirnar í morgun enda réttardagur hátíðisdagur í hverri sveit. Allar réttir eru öðruvísi í ár vegna kórónuveirunnar en aðeins mega vera 200 manns í hverri rétt og sá Björgunarsveit Biskupstunga um það í morgun að þeirri reglu væri fylgt. Það gekk vel að draga féð í dilka og bændur voru almennt ánægðir með lömbin. Ólafur Björnsson frá Úthlíð og Guðrún Svanhvít, fjallkóngur virða fyrir sér féð í réttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þau eru bara góð, það er eitthvað af smáum lömbum en yfir heildina eru lömbin góð,“ segir Brynjar Sigurðsson bóndi á Heiði . „Já, þetta eru öðruvísi réttir núna, bara færra fólk, að öðru leyti er þetta alveg eins, alltaf hátíðisdagur í sveitinni“, segir Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu. En hefur fénu fækkað í sveitinni? „Nei, ég held að það sé nokkuð stabílt núna, það er ekki að heyra að menn séu að fækka eitthvað, bara búið að vera svipað í nokkur ár,“ bætir Guðrún við. Bændur eru þó ekki sáttir við stöðu sauðfjárræktarinnar og verðið, sem þeir fá fyrir lambakjötið. „Það er sótt að okkur úr öllum áttum, stjórnvöld hafa engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi og hafa ekki haft það í áratugi, það er komið ófremtar ástand hér, það er verið að murka úr okkur lífið smátt og smátt,“ segir Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti. Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti, sem segir að það sé smátt og smátt verið að murka lífið úr bændastéttinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Söngurinn á alltaf stóran sess í Tungnaréttum enda var sungið mikið og lengi í dag. Bræður syngja saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fjölskyldur af sveitabæjunum í Biskupstungum fjölmenntu í réttirnar,ungir sem aldnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Bláskógabyggð Landbúnaður Menning Tónlist Réttir Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Sjá meira