Engar myndavélar á vegum lögreglunnar þar sem líkamsárásin átti sér stað Sylvía Hall skrifar 11. september 2020 23:00 Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Jóhann K Áætlað er að fjölga eftirlitsmyndavélum í miðborginni og verður það tekið í ákveðnum skrefum að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Furðu hefur vakið að engin myndavél var í gangi þegar gróf líkamsárás átti sér stað í miðbænum í október á síðasta ári. Kamilla Ívarsdóttir varð fyrir árás af hálfu fyrrverandi kærasta síns umrætt kvöld. Hún steig fram á samfélagsmiðlum í vikunni og lýsti hrottalegu ofbeldi sem hann beitti hana á meðan sambandi þeirra stóð. Rætt var við Kamillu og móður hennar í Kastljósi í gær, þar sem fram kom að tugir myndavéla voru á svæðinu en engin þeirra var virk það kvöldið. Að sögn Jóhanns Karls eru engar myndavélar á vegum lögreglunnar á svæðinu sem um ræðir. Reykjavíkurhöfn séu væntanlega með myndavélar á svæðinu sem og Harpa, en stundum sé það svo að myndavélar séu bilaðar eða þeim einfaldlega ekki sinnt. Lögreglan sé þó með 32 eftirlitsmyndavélar í miðbænum eins og staðan er núna. „Við erum búin að gera áætlun um að fjölga vélum og það verður tekið í ákveðnum skrefum, en eins og alltaf þá er það fjármagnið,“ sagði Jóhann Karl í Reykjavík síðdegis í dag. Endurskoðuðu kerfið eftir mál Birnu Brjánsdóttur Mikil umræða var um eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur eftir mál Birnu Brjánsdóttur áið 2017. Að sögn Jóhanns Karls hefur myndavélum fjölgað síðan þá, en hefðu nýjar vélar verið á ákveðnum stöðum hefði það getað flýtt rannsókninni. Mikilvægri slíkra véla sé því óumdeilt. „Við þurfum að hafa mjög góðar vélar svo þær dugi okkur, en þessar vélar niðri í bæ hafa komið að miklum notum í gegnum tíðina,“ segir Jóhann Karl. Lögreglan þurfi í hverri einustu viku að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélunum vegna mála sem koma upp. „Það líður varla sú helgi að við erum ekki að nota myndefni úr miðborginni til þess að leysa líkamsárásarmál og allskonar mál.“ Margar myndavélar á svæðinu eru á vegum fyrirtækja eða annarra. Það hafi þó ekki verið vandamál til þessa að fá myndefni úr slíkum myndavélum en þær séu þó ekki alltaf í lagi. „Tilgangurinn hlýtur að vera að ef myndavélar eru settar upp að þær nái þá myndefni ef eitthvað gerist. Þegar við höfum farið á stjá og beðið fólk um afrit af vélum þá höfum við fengið myndefni, en stundum eru þær bilaðar eða þeim hefur ekki verið sinnt og þær eru orðnar gamlar. Myndavél er ekki sama og myndavél þó hún sé þarna uppi.“ Lögreglumál Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. 17. apríl 2020 23:40 Tvítugur karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis: Hlaut dóm fyrir stórfellda líkamsárás í mars Tvítugur karlmaður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. júní eftir að hafa ráðist á nátengdan aðila. Maðurinn var á skilorði eftir að hafa hlotið 12 mánaða dóm fyrir hrottalega líkamsárás á sautján ára unnustu sína. 1. júní 2020 18:34 Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Áætlað er að fjölga eftirlitsmyndavélum í miðborginni og verður það tekið í ákveðnum skrefum að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Furðu hefur vakið að engin myndavél var í gangi þegar gróf líkamsárás átti sér stað í miðbænum í október á síðasta ári. Kamilla Ívarsdóttir varð fyrir árás af hálfu fyrrverandi kærasta síns umrætt kvöld. Hún steig fram á samfélagsmiðlum í vikunni og lýsti hrottalegu ofbeldi sem hann beitti hana á meðan sambandi þeirra stóð. Rætt var við Kamillu og móður hennar í Kastljósi í gær, þar sem fram kom að tugir myndavéla voru á svæðinu en engin þeirra var virk það kvöldið. Að sögn Jóhanns Karls eru engar myndavélar á vegum lögreglunnar á svæðinu sem um ræðir. Reykjavíkurhöfn séu væntanlega með myndavélar á svæðinu sem og Harpa, en stundum sé það svo að myndavélar séu bilaðar eða þeim einfaldlega ekki sinnt. Lögreglan sé þó með 32 eftirlitsmyndavélar í miðbænum eins og staðan er núna. „Við erum búin að gera áætlun um að fjölga vélum og það verður tekið í ákveðnum skrefum, en eins og alltaf þá er það fjármagnið,“ sagði Jóhann Karl í Reykjavík síðdegis í dag. Endurskoðuðu kerfið eftir mál Birnu Brjánsdóttur Mikil umræða var um eftirlitsmyndavélakerfið í miðborg Reykjavíkur eftir mál Birnu Brjánsdóttur áið 2017. Að sögn Jóhanns Karls hefur myndavélum fjölgað síðan þá, en hefðu nýjar vélar verið á ákveðnum stöðum hefði það getað flýtt rannsókninni. Mikilvægri slíkra véla sé því óumdeilt. „Við þurfum að hafa mjög góðar vélar svo þær dugi okkur, en þessar vélar niðri í bæ hafa komið að miklum notum í gegnum tíðina,“ segir Jóhann Karl. Lögreglan þurfi í hverri einustu viku að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélunum vegna mála sem koma upp. „Það líður varla sú helgi að við erum ekki að nota myndefni úr miðborginni til þess að leysa líkamsárásarmál og allskonar mál.“ Margar myndavélar á svæðinu eru á vegum fyrirtækja eða annarra. Það hafi þó ekki verið vandamál til þessa að fá myndefni úr slíkum myndavélum en þær séu þó ekki alltaf í lagi. „Tilgangurinn hlýtur að vera að ef myndavélar eru settar upp að þær nái þá myndefni ef eitthvað gerist. Þegar við höfum farið á stjá og beðið fólk um afrit af vélum þá höfum við fengið myndefni, en stundum eru þær bilaðar eða þeim hefur ekki verið sinnt og þær eru orðnar gamlar. Myndavél er ekki sama og myndavél þó hún sé þarna uppi.“
Lögreglumál Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. 17. apríl 2020 23:40 Tvítugur karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis: Hlaut dóm fyrir stórfellda líkamsárás í mars Tvítugur karlmaður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. júní eftir að hafa ráðist á nátengdan aðila. Maðurinn var á skilorði eftir að hafa hlotið 12 mánaða dóm fyrir hrottalega líkamsárás á sautján ára unnustu sína. 1. júní 2020 18:34 Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Áfrýja dómi yfir manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína Tólf mánaða fangelsisdómi yfir ungum manni sem réðst á fyrrverandi kærustu sína og hafði í hótunum við barnsmóður sína verður áfrýjað til Landsréttar. Ríkisútvarpið segir að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um þetta. 17. apríl 2020 23:40
Tvítugur karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis: Hlaut dóm fyrir stórfellda líkamsárás í mars Tvítugur karlmaður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. júní eftir að hafa ráðist á nátengdan aðila. Maðurinn var á skilorði eftir að hafa hlotið 12 mánaða dóm fyrir hrottalega líkamsárás á sautján ára unnustu sína. 1. júní 2020 18:34
Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52