Lífið

Fylgja sjálfshatrinu til grafar í nýju myndbandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu.

Reykvíska rokktvíeykið Babes of Darkness gaf í dag út myndband við lag sitt Self-Worthless.

Leikstjórinn Blair Alexander Massie, sem m.a. hefur unnið með Ólafi Arnalds og JFDR, vann myndbandið með hljómsveitinni.

Lagið fjallar að einhverju leyti um sjálfsvirðingu, eða öllu heldur skort á henni, og hvernig slíkar tilfinningar eru oftar en ekki byggðar á sandi.

Eða eins og Alex Goncalves, söngvari og gítarleikari, orðar það:

„Self-Worthless er um það þegar þú vaknar á morgnana og líður eins og þú sért einskis virði af engri sérstakri ástæðu. Lagið er um það að syngja það svo þú getir sært út þann djöful og á einhvern hátt svikið heilann þinn áður en hann svíkur þig,“ segir Alex.

Í myndbandinu framdi hljómsveitin slíka særingu á rúntinum um Hvalfjörðinn, og fylgdi sjálfshatrinu að lokum til grafar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×