Innlent

Hæsti­réttur hafnaði mál­skots­beiðni stuðnings­full­trúans

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðmundur Ellert var dæmdur í fimm ára fangelsi í sumar í Landsrétti fyrir kynferðisbrot gegn þremur börnum.
Guðmundur Ellert var dæmdur í fimm ára fangelsi í sumar í Landsrétti fyrir kynferðisbrot gegn þremur börnum.

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Guðmundar Ellerts Björnssonar, fyrrverandi stuðningsfulltrúa hjá Barnavernd Reykjavíkur, um að mál hans verði tekið fyrir hjá réttinum. Hann var í sumar dæmdur í Landsrétti í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur börnum.

Í ákvörðun Hæstaréttar vegna málskotsbeiðninnar segir að Guðmundur hafi talið það brýnt að fá afstöðu til þess hvaða áhrif það hafi haft á sönnunarstöðu málsins að vitni hefðu lýst miklum undirbúningi málsins aðkomu tveggja lögmanna. Lögmennirnir hefðu fundað oft með tveimur brotaþolum og fjölskyldu þeirra.

Þá vísaði Guðmundur einnig til þess að hann hefði „réttilega verið sýknaður af héraðsdómi af öllum ákæruatriðum“ og að Landsréttur hefði „ekki endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar leyfisbeiðanda og vitna nema að mjög litlu leyti.“

Guðmundur gerði til vara þá kröfu að dómur Landsréttar yrði tekinn til endurskoðunar hvað ákvörðun refsingar varðar þar sem brotin sem sum brotanna hefðu verið framin fyrir 22 árum. Þá liðu tæp tvö ár frá því að dómur féll í héraði og þar til Landsréttur kvað upp sinn dóm. Taldi Guðmundur að Landsréttur hefði átt gefa þeim drætti meira vægi við ákvörðun refsingar.

Hæstiréttur taldi ekki, að virtum gögnum málsins, að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn réttarins þannig að skilyrðum um áfrýjun til Hæstaréttar sé fullnægt.


Tengdar fréttir

Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi

Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×