Ætla að kæra niðurrif hússins við Skólavörðustíg Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 10. september 2020 15:30 Borgin hyggst kæra til lögreglu niðurrif 98 ára gamals húss við Skólavörðustíg 36 sem var verndað. Vísir/Egill Reykjavíkurborg hefur ákveðið að kæra niðurrif hússins við Skólavörðustíg 36 til lögreglu. Þetta segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og varaformaður skipulags- og samgönguráðs, borgarinnar í viðtali við fréttastofu. „Borgin hefur ákveðið, eftir að hafa skoðað málið með lögfræðingum að byggingarfulltrúi og Reykjavíkurborg muni kæra þetta mál til þartilbærra yfirvalda, sem sagt lögreglu, og skoða þá í kjölfarið hvort lög hafa verið brotin eða ekki,“ segir Pawel. Greint var frá því í morgun að húsið að Skólavörðustíg 36, sem reist var árið 1922, hafi verið rifið í óleyfi í gær. Byggingarfulltrúi sagði að ekki hefði legið fyrir leyfi til að rífa húsið þar sem það nyti verndar byggðamynsturs. Eigandinn hafi aðeins haft leyfi til að byggja hæð ofan á húsið. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og varaformaður skipulags- og samgönguráðs, er hér fyrir miðri mynd.Vísir/Vilhelm Birgir Örn Arnarson einn eigenda hússins að Skólavörðustíg 36 sagði í samtali við Vísi í dag að ekki hafi staðið til að rífa húsið þegar framkvæmdir hófust. Um óhapp hafi verið að ræða þar sem húsið hafi verið talsvert verr farið en reiknað var með. Þegar reynt var að fjarlægja fúið tréverk í milligólfi hafi framhliðin hrunið. Eigandinn vonar að hægt verði að reisa nýtt hús á lóðinni í sem upprunalegastri mynd. Aðspurður hvort eftirsjá væri að húsinu segir Pawel svo vera. „Það var allavega skoðun á Reykjavíkurborgar á öllum stundum að rífa ekki húsið heldur byggja ofan á það. Það naut ákveðinnar verndar vegna þeirrar götumyndar sem hér er. Mig langar þó að segja, því það eru auðvitað gefin út yfir 1000 byggingarleyfi á hverju ári, að það er ekki algengt að annað hvort slys eða einhvers konar ásetningsbrot, ef svo reynist vera, eigi sér stað þannig að þetta er algjör undantekning,“ segir Pawel en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Húsavernd Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta var óhapp sem við sáum ekki fyrir“ Eigandinn vonar að hægt verði að reisa nýtt hús á lóðinni í sem upprunalegastri mynd. 10. september 2020 11:59 Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23 Skoða hvort kæra eigi niðurrifið til lögreglu Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. 10. september 2020 10:22 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að kæra niðurrif hússins við Skólavörðustíg 36 til lögreglu. Þetta segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og varaformaður skipulags- og samgönguráðs, borgarinnar í viðtali við fréttastofu. „Borgin hefur ákveðið, eftir að hafa skoðað málið með lögfræðingum að byggingarfulltrúi og Reykjavíkurborg muni kæra þetta mál til þartilbærra yfirvalda, sem sagt lögreglu, og skoða þá í kjölfarið hvort lög hafa verið brotin eða ekki,“ segir Pawel. Greint var frá því í morgun að húsið að Skólavörðustíg 36, sem reist var árið 1922, hafi verið rifið í óleyfi í gær. Byggingarfulltrúi sagði að ekki hefði legið fyrir leyfi til að rífa húsið þar sem það nyti verndar byggðamynsturs. Eigandinn hafi aðeins haft leyfi til að byggja hæð ofan á húsið. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og varaformaður skipulags- og samgönguráðs, er hér fyrir miðri mynd.Vísir/Vilhelm Birgir Örn Arnarson einn eigenda hússins að Skólavörðustíg 36 sagði í samtali við Vísi í dag að ekki hafi staðið til að rífa húsið þegar framkvæmdir hófust. Um óhapp hafi verið að ræða þar sem húsið hafi verið talsvert verr farið en reiknað var með. Þegar reynt var að fjarlægja fúið tréverk í milligólfi hafi framhliðin hrunið. Eigandinn vonar að hægt verði að reisa nýtt hús á lóðinni í sem upprunalegastri mynd. Aðspurður hvort eftirsjá væri að húsinu segir Pawel svo vera. „Það var allavega skoðun á Reykjavíkurborgar á öllum stundum að rífa ekki húsið heldur byggja ofan á það. Það naut ákveðinnar verndar vegna þeirrar götumyndar sem hér er. Mig langar þó að segja, því það eru auðvitað gefin út yfir 1000 byggingarleyfi á hverju ári, að það er ekki algengt að annað hvort slys eða einhvers konar ásetningsbrot, ef svo reynist vera, eigi sér stað þannig að þetta er algjör undantekning,“ segir Pawel en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Húsavernd Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta var óhapp sem við sáum ekki fyrir“ Eigandinn vonar að hægt verði að reisa nýtt hús á lóðinni í sem upprunalegastri mynd. 10. september 2020 11:59 Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23 Skoða hvort kæra eigi niðurrifið til lögreglu Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. 10. september 2020 10:22 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
„Þetta var óhapp sem við sáum ekki fyrir“ Eigandinn vonar að hægt verði að reisa nýtt hús á lóðinni í sem upprunalegastri mynd. 10. september 2020 11:59
Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23
Skoða hvort kæra eigi niðurrifið til lögreglu Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. 10. september 2020 10:22