Ætla að kæra niðurrif hússins við Skólavörðustíg Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 10. september 2020 15:30 Borgin hyggst kæra til lögreglu niðurrif 98 ára gamals húss við Skólavörðustíg 36 sem var verndað. Vísir/Egill Reykjavíkurborg hefur ákveðið að kæra niðurrif hússins við Skólavörðustíg 36 til lögreglu. Þetta segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og varaformaður skipulags- og samgönguráðs, borgarinnar í viðtali við fréttastofu. „Borgin hefur ákveðið, eftir að hafa skoðað málið með lögfræðingum að byggingarfulltrúi og Reykjavíkurborg muni kæra þetta mál til þartilbærra yfirvalda, sem sagt lögreglu, og skoða þá í kjölfarið hvort lög hafa verið brotin eða ekki,“ segir Pawel. Greint var frá því í morgun að húsið að Skólavörðustíg 36, sem reist var árið 1922, hafi verið rifið í óleyfi í gær. Byggingarfulltrúi sagði að ekki hefði legið fyrir leyfi til að rífa húsið þar sem það nyti verndar byggðamynsturs. Eigandinn hafi aðeins haft leyfi til að byggja hæð ofan á húsið. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og varaformaður skipulags- og samgönguráðs, er hér fyrir miðri mynd.Vísir/Vilhelm Birgir Örn Arnarson einn eigenda hússins að Skólavörðustíg 36 sagði í samtali við Vísi í dag að ekki hafi staðið til að rífa húsið þegar framkvæmdir hófust. Um óhapp hafi verið að ræða þar sem húsið hafi verið talsvert verr farið en reiknað var með. Þegar reynt var að fjarlægja fúið tréverk í milligólfi hafi framhliðin hrunið. Eigandinn vonar að hægt verði að reisa nýtt hús á lóðinni í sem upprunalegastri mynd. Aðspurður hvort eftirsjá væri að húsinu segir Pawel svo vera. „Það var allavega skoðun á Reykjavíkurborgar á öllum stundum að rífa ekki húsið heldur byggja ofan á það. Það naut ákveðinnar verndar vegna þeirrar götumyndar sem hér er. Mig langar þó að segja, því það eru auðvitað gefin út yfir 1000 byggingarleyfi á hverju ári, að það er ekki algengt að annað hvort slys eða einhvers konar ásetningsbrot, ef svo reynist vera, eigi sér stað þannig að þetta er algjör undantekning,“ segir Pawel en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Húsavernd Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta var óhapp sem við sáum ekki fyrir“ Eigandinn vonar að hægt verði að reisa nýtt hús á lóðinni í sem upprunalegastri mynd. 10. september 2020 11:59 Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23 Skoða hvort kæra eigi niðurrifið til lögreglu Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. 10. september 2020 10:22 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að kæra niðurrif hússins við Skólavörðustíg 36 til lögreglu. Þetta segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og varaformaður skipulags- og samgönguráðs, borgarinnar í viðtali við fréttastofu. „Borgin hefur ákveðið, eftir að hafa skoðað málið með lögfræðingum að byggingarfulltrúi og Reykjavíkurborg muni kæra þetta mál til þartilbærra yfirvalda, sem sagt lögreglu, og skoða þá í kjölfarið hvort lög hafa verið brotin eða ekki,“ segir Pawel. Greint var frá því í morgun að húsið að Skólavörðustíg 36, sem reist var árið 1922, hafi verið rifið í óleyfi í gær. Byggingarfulltrúi sagði að ekki hefði legið fyrir leyfi til að rífa húsið þar sem það nyti verndar byggðamynsturs. Eigandinn hafi aðeins haft leyfi til að byggja hæð ofan á húsið. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og varaformaður skipulags- og samgönguráðs, er hér fyrir miðri mynd.Vísir/Vilhelm Birgir Örn Arnarson einn eigenda hússins að Skólavörðustíg 36 sagði í samtali við Vísi í dag að ekki hafi staðið til að rífa húsið þegar framkvæmdir hófust. Um óhapp hafi verið að ræða þar sem húsið hafi verið talsvert verr farið en reiknað var með. Þegar reynt var að fjarlægja fúið tréverk í milligólfi hafi framhliðin hrunið. Eigandinn vonar að hægt verði að reisa nýtt hús á lóðinni í sem upprunalegastri mynd. Aðspurður hvort eftirsjá væri að húsinu segir Pawel svo vera. „Það var allavega skoðun á Reykjavíkurborgar á öllum stundum að rífa ekki húsið heldur byggja ofan á það. Það naut ákveðinnar verndar vegna þeirrar götumyndar sem hér er. Mig langar þó að segja, því það eru auðvitað gefin út yfir 1000 byggingarleyfi á hverju ári, að það er ekki algengt að annað hvort slys eða einhvers konar ásetningsbrot, ef svo reynist vera, eigi sér stað þannig að þetta er algjör undantekning,“ segir Pawel en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Húsavernd Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta var óhapp sem við sáum ekki fyrir“ Eigandinn vonar að hægt verði að reisa nýtt hús á lóðinni í sem upprunalegastri mynd. 10. september 2020 11:59 Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23 Skoða hvort kæra eigi niðurrifið til lögreglu Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. 10. september 2020 10:22 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
„Þetta var óhapp sem við sáum ekki fyrir“ Eigandinn vonar að hægt verði að reisa nýtt hús á lóðinni í sem upprunalegastri mynd. 10. september 2020 11:59
Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23
Skoða hvort kæra eigi niðurrifið til lögreglu Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. 10. september 2020 10:22