Skoða hvort kæra eigi niðurrifið til lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2020 10:22 Frá Skólavörðustíg 36 á tíunda tímanum í morgun. Fundað verður um málið í dag. Vísir/Baldur Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. Byggingarfulltrúi segir að verið sé að skoða hvort grundvöllur sé fyrir því að kæra málið til lögreglu. Húsið var reist árið 1922 og hýsti um árabil búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann. Húsið nýtur svokallaðar verndar byggðamynsturs og er þannig friðað. Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki hefði legið fyrir leyfi til að rífa húsið. Nikulás segir í samtali við Vísi nú í morgun að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Borgin skoði nú hvernig brugðist verði við niðurrifinu. „Í fyrsta lagi þarf eigandinn að bregðast við með því að senda okkur erindi um það sem hefur gerst og hvað hann hyggst gera í staðinn. Hvað við sem stjórnvöld og leyfisveitendur gerum, það er verið að skoða það,“ segir Nikulás. Svona leit húsið út í júlí 2019.Skjáskot/Ja.is Hann segir málið minna á það þegar svokallað Exeter-hús var rifið við Tryggvagötu 12 í Reykjavík árið 2016. Húsið naut lögbundinnar friðunar vegna aldurs. Greint var frá því í fyrra að héraðssaksóknari hefði ákært annan framkvæmdastjóra byggingafyrirtækisins Mannverks fyrir að láta rífa húsið. „Svipað gerðist niðri á Tryggvagötu í Exeter-húsinu á sínum tíma. Þá kærðum við það til lögreglu og það er hreinlega verið að skoða hvort það sé leið í þessu máli,“ segir Nikulás. Fundað verður um Skólavörðustígsmálið dag, að sögn Nikulásar. Eigandi hússins sagði í samtali við Morgunblaðið að öll tilskilin leyfi hefðu legið fyrir og að verkið hefði verið unnið í fullu samráði við eftirlitsaðila. Framkvæmdir hafa verið stöðvaðar.Vísir/baldur Skipulag Reykjavík Húsavernd Tengdar fréttir Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. Byggingarfulltrúi segir að verið sé að skoða hvort grundvöllur sé fyrir því að kæra málið til lögreglu. Húsið var reist árið 1922 og hýsti um árabil búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann. Húsið nýtur svokallaðar verndar byggðamynsturs og er þannig friðað. Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki hefði legið fyrir leyfi til að rífa húsið. Nikulás segir í samtali við Vísi nú í morgun að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Borgin skoði nú hvernig brugðist verði við niðurrifinu. „Í fyrsta lagi þarf eigandinn að bregðast við með því að senda okkur erindi um það sem hefur gerst og hvað hann hyggst gera í staðinn. Hvað við sem stjórnvöld og leyfisveitendur gerum, það er verið að skoða það,“ segir Nikulás. Svona leit húsið út í júlí 2019.Skjáskot/Ja.is Hann segir málið minna á það þegar svokallað Exeter-hús var rifið við Tryggvagötu 12 í Reykjavík árið 2016. Húsið naut lögbundinnar friðunar vegna aldurs. Greint var frá því í fyrra að héraðssaksóknari hefði ákært annan framkvæmdastjóra byggingafyrirtækisins Mannverks fyrir að láta rífa húsið. „Svipað gerðist niðri á Tryggvagötu í Exeter-húsinu á sínum tíma. Þá kærðum við það til lögreglu og það er hreinlega verið að skoða hvort það sé leið í þessu máli,“ segir Nikulás. Fundað verður um Skólavörðustígsmálið dag, að sögn Nikulásar. Eigandi hússins sagði í samtali við Morgunblaðið að öll tilskilin leyfi hefðu legið fyrir og að verkið hefði verið unnið í fullu samráði við eftirlitsaðila. Framkvæmdir hafa verið stöðvaðar.Vísir/baldur
Skipulag Reykjavík Húsavernd Tengdar fréttir Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23