Einu matvöruverslun Reykhólasveitar lokað Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2020 15:07 Hólabúð á Reykhólum er eina matvöruverslun Reykhólahrepps. Þar hefur einnig verið rekin veitingasala. Mynd/Hólabúð. Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. „Kæru viðskiptavinir, okkur þykir það leitt að tilkynna ykkur að í kringum næstu mánaðamót, september-október, verður Hólabúð og 380 Restaurant lokað varanlega,“ segja eigendurnir, hjónin Reynir Þór Róbertsson og Vilborg Ása Fossdal, í tilkynningu sem birt er á Reykhólavefnum. Eigendur Hólabúðar og veitingastaðarins, hjónin Vilborg Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson, hafa ákveðið að hætta rekstrinum um næstu mánaðamót.Mynd/Hólabúð. „Þetta er bara mjög erfiður rekstur. Veturinn er það erfiður að sumarið þarf að borga niður veturinn,“ segir Reynir í samtali við fréttastofu. Hann segir að eftir fólksfækkun í sveitinni síðustu misseri sjái þau fram á að rekstrargrundvöllur sé brostinn. „Stórar fjölskyldur hafa flutt burt. Í fyrravetur voru 75 börn í skólanum. Börnin eru 53 núna. Þessar stóru fjölskyldur sem fóru voru miklir og góðir viðskiptavinir. Þegar hver einasta fjölskylda fer, þá finnum við högg,“ segir Reynir og segir þau hjónin ætla að snúa aftur til Suðurnesja, þaðan sem þau komu fyrir fimm árum. Frá Reykhólum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Langt verður frá Reykhólum í næstu matvöruverslanir eftir lokun Hólabúðar, 58 kílómetrar til Hólmavíkur og 75 kílómetrar í Búðardal. Þau Reynir Þór og Vilborg Ása opnuðu Hólabúð í mars 2015, tveimur mánuðum eftir að eigendur fyrri matvöruverslunar í sama húsi höfðu lokað. Veitingastaðinn opnuðu þau tveimur árum síðar. Hér má sjá fréttir af verslunarmálum Reykhólasveitar fyrir fimm árum: Reykhólahreppur Verslun Byggðamál Strandabyggð Dalabyggð Tengdar fréttir Litlar gámaverslanir sagðar hafa umbreytt landsbyggðarlífinu Ómannaðar sjálfvirkar verslanir hafa umbreytt lífinu á landsbygðinni í Svíþjóð ef marka má frétt í Guardian um nýsköpunarfyrirtæki sem opnað hefur nítján slíkar verslanir í fámennum byggðum Svíþjóðar. 7. september 2020 10:47 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. „Kæru viðskiptavinir, okkur þykir það leitt að tilkynna ykkur að í kringum næstu mánaðamót, september-október, verður Hólabúð og 380 Restaurant lokað varanlega,“ segja eigendurnir, hjónin Reynir Þór Róbertsson og Vilborg Ása Fossdal, í tilkynningu sem birt er á Reykhólavefnum. Eigendur Hólabúðar og veitingastaðarins, hjónin Vilborg Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson, hafa ákveðið að hætta rekstrinum um næstu mánaðamót.Mynd/Hólabúð. „Þetta er bara mjög erfiður rekstur. Veturinn er það erfiður að sumarið þarf að borga niður veturinn,“ segir Reynir í samtali við fréttastofu. Hann segir að eftir fólksfækkun í sveitinni síðustu misseri sjái þau fram á að rekstrargrundvöllur sé brostinn. „Stórar fjölskyldur hafa flutt burt. Í fyrravetur voru 75 börn í skólanum. Börnin eru 53 núna. Þessar stóru fjölskyldur sem fóru voru miklir og góðir viðskiptavinir. Þegar hver einasta fjölskylda fer, þá finnum við högg,“ segir Reynir og segir þau hjónin ætla að snúa aftur til Suðurnesja, þaðan sem þau komu fyrir fimm árum. Frá Reykhólum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Langt verður frá Reykhólum í næstu matvöruverslanir eftir lokun Hólabúðar, 58 kílómetrar til Hólmavíkur og 75 kílómetrar í Búðardal. Þau Reynir Þór og Vilborg Ása opnuðu Hólabúð í mars 2015, tveimur mánuðum eftir að eigendur fyrri matvöruverslunar í sama húsi höfðu lokað. Veitingastaðinn opnuðu þau tveimur árum síðar. Hér má sjá fréttir af verslunarmálum Reykhólasveitar fyrir fimm árum:
Reykhólahreppur Verslun Byggðamál Strandabyggð Dalabyggð Tengdar fréttir Litlar gámaverslanir sagðar hafa umbreytt landsbyggðarlífinu Ómannaðar sjálfvirkar verslanir hafa umbreytt lífinu á landsbygðinni í Svíþjóð ef marka má frétt í Guardian um nýsköpunarfyrirtæki sem opnað hefur nítján slíkar verslanir í fámennum byggðum Svíþjóðar. 7. september 2020 10:47 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Litlar gámaverslanir sagðar hafa umbreytt landsbyggðarlífinu Ómannaðar sjálfvirkar verslanir hafa umbreytt lífinu á landsbygðinni í Svíþjóð ef marka má frétt í Guardian um nýsköpunarfyrirtæki sem opnað hefur nítján slíkar verslanir í fámennum byggðum Svíþjóðar. 7. september 2020 10:47
Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17