Íbúar Reykhóla vakna á nýju ári við enga verslun Kristján Már Unnarsson skrifar 1. janúar 2015 10:15 Eyvindur Magnússon og Ólafía Sigurvinsdóttir í viðtali í þættinum "Um land allt" í fyrra. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Einu matvöruversluninni á Reykhólum, Hólakaupum, var lokað á gamlársdag. Eigendurnir, þau Eyvindur Magnússon og Ólafía Sigurvinsdóttir, ákváðu að hætta rekstrinum vegna mikillar bindingar og vinnuálags fyrir fjölskylduna, að því er fram hefur komið á fréttamiðlunum Reykhólar.is og Skessuhorn.is. Eyvindur segir að hagnaður hafi verið af rekstrinum og segir sannarlega grundvöll til að reka verslun á Reykhólum. Tilraunir til að fá aðra til að kaupa reksturinn hafa hins vegar ekki tekist. Þau Eyvindur og Ólafía eru þó ekki á förum og hafa ákveðið í staðinn að snúa sér að uppbyggingu rútufyrirtækis til að aka með ferðamenn um Vestfirði. Þá munu þau áfram enn um sinn hafa umsjón með eldsneytisdælunum við verslunina.Verslunin Hólakaup á Reykhólum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Um 130 manns búa í þorpinu á Reykhólum en um 270 manns alls í Reykhólahreppi. Langt er í næstu matvöruverslanir, 40 kílómetrar til Skriðulands í Saurbæ, 58 kílómetrar til Hólmavíkur og 75 kílómetrar í Búðardal. Hér má sjá þátt „Um land allt“ á Stöð 2 í fyrra þar sem fjallað var um barnasprengju á Reykhólum og rætt við þau Eyvind og Ólafíu en þau eru í hópi þeirra sem eiga þátt í óvenju mikilli barnafjölgun á svæðinu. Þar greindi Eyvindur frá því að þau hefðu flutt úr Reykjavík eftir hrun þegar nær engin verkefni voru í sendibílaakstri, sem Eyvindur stundaði áður. Ólafía á rætur í Reykhólahrepp. Í þættinum kom fram að skortur á íbúðarhúsnæði hamlar því að fleira fólk geti sest að á Reykhólum. Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Fluttu úr borginni og vöktu vegasjoppuna Draumur ungs pars um að flytja úr borginni út í sveit hefur nú ræst. Í Dalasýslu fundu þau gamla þjóðvegasjoppu sem farin var á hausinn.. 13. júní 2014 21:15 Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00 Mónakó Supermarket opin tvo tíma á dag Eina búðin á Bakkafirði er bara opin tvo tíma á dag og er um leið helsti samkomustaður þorpsins. 24. mars 2011 18:42 Svona gerist þegar lofað er lopapeysu á hvert barn Oddvitinn í Reykhólahreppi, sem lofaði lopapeysu á hvert barn sem fæddist í sveitinni, hefur enn þurft að herða prjónaskapinn. 8. maí 2014 21:15 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Sjá meira
Einu matvöruversluninni á Reykhólum, Hólakaupum, var lokað á gamlársdag. Eigendurnir, þau Eyvindur Magnússon og Ólafía Sigurvinsdóttir, ákváðu að hætta rekstrinum vegna mikillar bindingar og vinnuálags fyrir fjölskylduna, að því er fram hefur komið á fréttamiðlunum Reykhólar.is og Skessuhorn.is. Eyvindur segir að hagnaður hafi verið af rekstrinum og segir sannarlega grundvöll til að reka verslun á Reykhólum. Tilraunir til að fá aðra til að kaupa reksturinn hafa hins vegar ekki tekist. Þau Eyvindur og Ólafía eru þó ekki á förum og hafa ákveðið í staðinn að snúa sér að uppbyggingu rútufyrirtækis til að aka með ferðamenn um Vestfirði. Þá munu þau áfram enn um sinn hafa umsjón með eldsneytisdælunum við verslunina.Verslunin Hólakaup á Reykhólum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Um 130 manns búa í þorpinu á Reykhólum en um 270 manns alls í Reykhólahreppi. Langt er í næstu matvöruverslanir, 40 kílómetrar til Skriðulands í Saurbæ, 58 kílómetrar til Hólmavíkur og 75 kílómetrar í Búðardal. Hér má sjá þátt „Um land allt“ á Stöð 2 í fyrra þar sem fjallað var um barnasprengju á Reykhólum og rætt við þau Eyvind og Ólafíu en þau eru í hópi þeirra sem eiga þátt í óvenju mikilli barnafjölgun á svæðinu. Þar greindi Eyvindur frá því að þau hefðu flutt úr Reykjavík eftir hrun þegar nær engin verkefni voru í sendibílaakstri, sem Eyvindur stundaði áður. Ólafía á rætur í Reykhólahrepp. Í þættinum kom fram að skortur á íbúðarhúsnæði hamlar því að fleira fólk geti sest að á Reykhólum.
Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Fluttu úr borginni og vöktu vegasjoppuna Draumur ungs pars um að flytja úr borginni út í sveit hefur nú ræst. Í Dalasýslu fundu þau gamla þjóðvegasjoppu sem farin var á hausinn.. 13. júní 2014 21:15 Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00 Mónakó Supermarket opin tvo tíma á dag Eina búðin á Bakkafirði er bara opin tvo tíma á dag og er um leið helsti samkomustaður þorpsins. 24. mars 2011 18:42 Svona gerist þegar lofað er lopapeysu á hvert barn Oddvitinn í Reykhólahreppi, sem lofaði lopapeysu á hvert barn sem fæddist í sveitinni, hefur enn þurft að herða prjónaskapinn. 8. maí 2014 21:15 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Sjá meira
Fluttu úr borginni og vöktu vegasjoppuna Draumur ungs pars um að flytja úr borginni út í sveit hefur nú ræst. Í Dalasýslu fundu þau gamla þjóðvegasjoppu sem farin var á hausinn.. 13. júní 2014 21:15
Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00
Mónakó Supermarket opin tvo tíma á dag Eina búðin á Bakkafirði er bara opin tvo tíma á dag og er um leið helsti samkomustaður þorpsins. 24. mars 2011 18:42
Svona gerist þegar lofað er lopapeysu á hvert barn Oddvitinn í Reykhólahreppi, sem lofaði lopapeysu á hvert barn sem fæddist í sveitinni, hefur enn þurft að herða prjónaskapinn. 8. maí 2014 21:15