Sóknarprestur Selfosskirkju með regnbogalitaða hárkollu í fermingarmessu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. september 2020 13:00 Guðbjörg Arnardóttir er starfandi sóknarprestur í Selfosskirkju og segist hún oft taka með sér einhvernskonar leikmuni þegar hún heldur ræður í kirkjunni til þess að vekja athygli á boðskapnum. Mynd/Guðmundur Karl Sigurdórsson „Ég geri þetta rosalega oft, tek með mér einhverja leikmuni þegar ég held ræður. Mér finnst það sérstaklega eiga við í fermingarræðum,“ segir séra Guðbjörg Arnardóttir í samtali við Vísi. Guðbjörg vakti kátínu fermingarbarna og kirkjugesta í fermingarmessu síðust helgi sem haldin var í Selfosskirkju en Guðbjörg setti upp trúðahárkollu í regnbogalitunum í lok ræðu sinnar til fermingarbarnanna. Regnbogalitinn segir Guðbjörg ekki bara vera tákn fyrir fjölbreytileikann og réttindabaráttu heldur einnig vera gamalt trúarlegt tákn kærleika og samstöðu. Aðsend mynd „Unglingar eru svo frábært fólk og það er svo mikilvægt að þau fái þau skilaboð frá kirkjunni að þau eigi að elska sig eins og þau eru. Þau eru svo allskonar, eins og regnboginn. Þau hafa sterkar skoðanir og ólíkar, en eru öll jafn mikilvæg,“ segir Guðbjörg og bætir því við að með þessu hafi hún viljað senda þau skilaboð til ungmennanna að þau eigi að standa með sjálfum sér eins og þau eru. Regnboginn hefur verið áberandi sem tákn fjölbreytileikans og segir Guðbjörg það þó ekki einu ástæðuna fyrir því að hún hafi valið regnbogalitinn. Mér finnst mikilvægt að unglingar sjáiað þau geti verið ein heild þó svo að þau séu ólík. Regnboginn er fallegur því hann hefur alla þessa ólíku liti. Einnig er regnboginn gamalt trúarlegt tákn og hefur verið notað sem kærleikstákn guðs til mannkynsins. Hann er því ekki bara tákn fjölbreytileika og réttindabaráttu, heldur líka tákn kærleika og samstöðu. Markmiðið með því að setja upp hárkolluna segir Guðbjörg ekki bara hafa verið það að fá bros á andlitin heldur hafi hún gert þetta í fullri einlægni. „Krakkarnir brostu auðvitað að þessu athæfi mínu og fannst þetta fyndið, en það er líka alveg í lagi. Unglingar verða oft vandræðalegir þegar fullorðnir gera eitthvað svona en það er allavega ekki eins vandræðalegt eins og þegar foreldrar gera eitthvað svona. Ég hugsa að börnin mín séu fegin að hafa ekki verið í kirkjunni,“ segir Guðbjörg og hlær. Trúmál Hinsegin Þjóðkirkjan Árborg Fermingar Tengdar fréttir Íslenskur tvíkynhneigður prestur slær í gegn á TikTok Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri hefur að undanförnu vakið töluverða athygli fyrir að nýta sér samfélagsmiðilinn TikTok í starfi sínu, en hann byrjaði á miðlinum til að hafa ofan af fyrir sér og börnunum sínum þremur í samkomubanninu í vor. 24. ágúst 2020 11:00 Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar stígur fram og útskýrir hugmyndafræðina að baki hinum afar umdeilda Trans-Jesú. 7. september 2020 15:22 Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
„Ég geri þetta rosalega oft, tek með mér einhverja leikmuni þegar ég held ræður. Mér finnst það sérstaklega eiga við í fermingarræðum,“ segir séra Guðbjörg Arnardóttir í samtali við Vísi. Guðbjörg vakti kátínu fermingarbarna og kirkjugesta í fermingarmessu síðust helgi sem haldin var í Selfosskirkju en Guðbjörg setti upp trúðahárkollu í regnbogalitunum í lok ræðu sinnar til fermingarbarnanna. Regnbogalitinn segir Guðbjörg ekki bara vera tákn fyrir fjölbreytileikann og réttindabaráttu heldur einnig vera gamalt trúarlegt tákn kærleika og samstöðu. Aðsend mynd „Unglingar eru svo frábært fólk og það er svo mikilvægt að þau fái þau skilaboð frá kirkjunni að þau eigi að elska sig eins og þau eru. Þau eru svo allskonar, eins og regnboginn. Þau hafa sterkar skoðanir og ólíkar, en eru öll jafn mikilvæg,“ segir Guðbjörg og bætir því við að með þessu hafi hún viljað senda þau skilaboð til ungmennanna að þau eigi að standa með sjálfum sér eins og þau eru. Regnboginn hefur verið áberandi sem tákn fjölbreytileikans og segir Guðbjörg það þó ekki einu ástæðuna fyrir því að hún hafi valið regnbogalitinn. Mér finnst mikilvægt að unglingar sjáiað þau geti verið ein heild þó svo að þau séu ólík. Regnboginn er fallegur því hann hefur alla þessa ólíku liti. Einnig er regnboginn gamalt trúarlegt tákn og hefur verið notað sem kærleikstákn guðs til mannkynsins. Hann er því ekki bara tákn fjölbreytileika og réttindabaráttu, heldur líka tákn kærleika og samstöðu. Markmiðið með því að setja upp hárkolluna segir Guðbjörg ekki bara hafa verið það að fá bros á andlitin heldur hafi hún gert þetta í fullri einlægni. „Krakkarnir brostu auðvitað að þessu athæfi mínu og fannst þetta fyndið, en það er líka alveg í lagi. Unglingar verða oft vandræðalegir þegar fullorðnir gera eitthvað svona en það er allavega ekki eins vandræðalegt eins og þegar foreldrar gera eitthvað svona. Ég hugsa að börnin mín séu fegin að hafa ekki verið í kirkjunni,“ segir Guðbjörg og hlær.
Trúmál Hinsegin Þjóðkirkjan Árborg Fermingar Tengdar fréttir Íslenskur tvíkynhneigður prestur slær í gegn á TikTok Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri hefur að undanförnu vakið töluverða athygli fyrir að nýta sér samfélagsmiðilinn TikTok í starfi sínu, en hann byrjaði á miðlinum til að hafa ofan af fyrir sér og börnunum sínum þremur í samkomubanninu í vor. 24. ágúst 2020 11:00 Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar stígur fram og útskýrir hugmyndafræðina að baki hinum afar umdeilda Trans-Jesú. 7. september 2020 15:22 Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Íslenskur tvíkynhneigður prestur slær í gegn á TikTok Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri hefur að undanförnu vakið töluverða athygli fyrir að nýta sér samfélagsmiðilinn TikTok í starfi sínu, en hann byrjaði á miðlinum til að hafa ofan af fyrir sér og börnunum sínum þremur í samkomubanninu í vor. 24. ágúst 2020 11:00
Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar stígur fram og útskýrir hugmyndafræðina að baki hinum afar umdeilda Trans-Jesú. 7. september 2020 15:22