„Þetta var óhapp sem við sáum ekki fyrir“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2020 11:59 Birgir segir að framhlið hússins hafi hrunið þegar tréverk var fjarlægt. Vísir/Baldur Eigandi hússins að Skólavörðustíg 36 sem rifið var í gær segir að um óhapp hafi verið að ræða. Húsið hafi verið talsvert verr farið en reiknað var með og þegar reynt var að fjarlægja fúið tréverk í milligólfi hafi framhliðin hrunið. Eigandinn vonar að hægt verði að reisa nýtt hús á lóðinni í sem upprunalegastri mynd. Greint var frá því í morgun að húsið að Skólavörðustíg 36, sem reist var árið 1922, hafi verið rifið í óleyfi í gær. Byggingarfulltrúi sagði að ekki hefði legið fyrir leyfi til að rífa húsið þar sem það nyti verndar byggðamynsturs. Eigandinn hafi aðeins haft leyfi til að byggja hæð ofan á húsið. Mygla í öllu tréverkinu Birgir Örn Arnarson einn eigenda hússins að Skólavörðustíg 36 segir í samtali við Vísi að hann hafi varið í morgninum í fundahöld með byggingarfulltrúa, arkítekt og verkfræðingi. Hann segir að ekki hafi staðið til að rífa húsið þegar framkvæmdir hófust heldur aðeins þak hússins, auk milligólfs, líkt og tilskilin leyfi hafi kveðið á um. „Það var komin mygla í allt tréverkið út af rakaskemmdum og við fjarlægjum bitana. Þegar við erum að hífa þá í burtu þá hrynur framhliðin á húsinu,“ segir Birgir. „Fyrir áratugum síðan, löngu áður en við eignuðumst þetta, hafði verið settur gluggi á jarðhæðina. Þegar þessi gluggi er settur er burðarvirki tekið undan húsinu sem átti að vera þarna. Og þegar við tökum milligólfið þá hrynur bara framveggurinn. Þannig að þá var ekki aftur snúið. En við náðum að halda útveggjunum til suðurs og vesturs.“ Svona leit húsið út í júlí 2019. Búið var að birgja fyrir umrædda glugga á neðstu hæðinni og þeir þaktir veggjakroti.Skjáskot/Ja.is Engin „ellefu hæða lundabúð“ á leiðinni Fyrir liggur samþykki á deiliskipulagi og teikningum á lóðinni, auk byggingarleyfis. Umsókn um hið síðastnefnda var samþykkt á fundi byggingarfulltrúa í apríl og var þar með gefið leyfi til að hækka húsið um eina hæð með viðbyggingu. Birgir segir að nú sé verið að vinna að því í samráði við byggingarfulltrúa og arkítekt að leggja inn nýja umsókn um byggingarleyfi. „Auðvitað er þetta óhapp sem litið er alvarlegum augum, við skiljum það alveg. Við erum að vinna þetta í fullu samráði við byggingarfulltrúa og komum til með að gera það. Við þurfum úr þessu að sækja um nýtt leyfi og leggjum inn nýja umsókn úr því að fór sem fór. En þetta var ekki með ráðum gert, þetta var óhapp sem við sáum ekki fyrir því húsið var miklu verr farið en við reiknuðum með.“ Birgir segir að því standi til að reisa nýtt hús í sem upprunalegastri mynd á lóðinni, sem hann telur að muni fegra götumynd Skólavörðustígs talsvert. Það standi alls ekki til að reisa neina „ellefu hæða lundabúð“. „Við munum sannarlega reyna að læðast þarna um og fara varlega svo að fari nú ekkert meira úrskeiðis en þetta. Og vonandi fáum við að hefjast handa sem fyrst við að endurreisa húsið.“ Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Skoða hvort kæra eigi niðurrifið til lögreglu Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. 10. september 2020 10:22 Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Eigandi hússins að Skólavörðustíg 36 sem rifið var í gær segir að um óhapp hafi verið að ræða. Húsið hafi verið talsvert verr farið en reiknað var með og þegar reynt var að fjarlægja fúið tréverk í milligólfi hafi framhliðin hrunið. Eigandinn vonar að hægt verði að reisa nýtt hús á lóðinni í sem upprunalegastri mynd. Greint var frá því í morgun að húsið að Skólavörðustíg 36, sem reist var árið 1922, hafi verið rifið í óleyfi í gær. Byggingarfulltrúi sagði að ekki hefði legið fyrir leyfi til að rífa húsið þar sem það nyti verndar byggðamynsturs. Eigandinn hafi aðeins haft leyfi til að byggja hæð ofan á húsið. Mygla í öllu tréverkinu Birgir Örn Arnarson einn eigenda hússins að Skólavörðustíg 36 segir í samtali við Vísi að hann hafi varið í morgninum í fundahöld með byggingarfulltrúa, arkítekt og verkfræðingi. Hann segir að ekki hafi staðið til að rífa húsið þegar framkvæmdir hófust heldur aðeins þak hússins, auk milligólfs, líkt og tilskilin leyfi hafi kveðið á um. „Það var komin mygla í allt tréverkið út af rakaskemmdum og við fjarlægjum bitana. Þegar við erum að hífa þá í burtu þá hrynur framhliðin á húsinu,“ segir Birgir. „Fyrir áratugum síðan, löngu áður en við eignuðumst þetta, hafði verið settur gluggi á jarðhæðina. Þegar þessi gluggi er settur er burðarvirki tekið undan húsinu sem átti að vera þarna. Og þegar við tökum milligólfið þá hrynur bara framveggurinn. Þannig að þá var ekki aftur snúið. En við náðum að halda útveggjunum til suðurs og vesturs.“ Svona leit húsið út í júlí 2019. Búið var að birgja fyrir umrædda glugga á neðstu hæðinni og þeir þaktir veggjakroti.Skjáskot/Ja.is Engin „ellefu hæða lundabúð“ á leiðinni Fyrir liggur samþykki á deiliskipulagi og teikningum á lóðinni, auk byggingarleyfis. Umsókn um hið síðastnefnda var samþykkt á fundi byggingarfulltrúa í apríl og var þar með gefið leyfi til að hækka húsið um eina hæð með viðbyggingu. Birgir segir að nú sé verið að vinna að því í samráði við byggingarfulltrúa og arkítekt að leggja inn nýja umsókn um byggingarleyfi. „Auðvitað er þetta óhapp sem litið er alvarlegum augum, við skiljum það alveg. Við erum að vinna þetta í fullu samráði við byggingarfulltrúa og komum til með að gera það. Við þurfum úr þessu að sækja um nýtt leyfi og leggjum inn nýja umsókn úr því að fór sem fór. En þetta var ekki með ráðum gert, þetta var óhapp sem við sáum ekki fyrir því húsið var miklu verr farið en við reiknuðum með.“ Birgir segir að því standi til að reisa nýtt hús í sem upprunalegastri mynd á lóðinni, sem hann telur að muni fegra götumynd Skólavörðustígs talsvert. Það standi alls ekki til að reisa neina „ellefu hæða lundabúð“. „Við munum sannarlega reyna að læðast þarna um og fara varlega svo að fari nú ekkert meira úrskeiðis en þetta. Og vonandi fáum við að hefjast handa sem fyrst við að endurreisa húsið.“
Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Skoða hvort kæra eigi niðurrifið til lögreglu Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. 10. september 2020 10:22 Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Skoða hvort kæra eigi niðurrifið til lögreglu Framkvæmdir við Skólavörðustíg 36, þar sem friðað hús var rifið í gær, hafa verið stöðvaðar. 10. september 2020 10:22
Létu rífa verndað hús við Skólavörðustíg Hús við Skólavörðustíg 36 sem um árabil hýsti búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmann var rifið í gær. 10. september 2020 07:23
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir