Innlent

Lægða­gangur og „hressi­legt haust­veður“ í vændum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Haustlægðirnar verða allsráðandi í næstu viku, ef marka má veðurspár.
Haustlægðirnar verða allsráðandi í næstu viku, ef marka má veðurspár. Vísir/Vilhelm

Rigningar má vænta í flestum landshlutum nú í morgunsárið en dregur heldur úr vætu um og eftir hádegi. Það er „hægfara og dýpkandi“ lægð á Grænlandshafi sem stjórnar veðrinu í dag, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

„Lægðin þokast austur með suðurströnd landsins næsta sólarhring, en þá snýst jafnframt í vaxandi norðaustanátt, sem verður orðin allhvöss á Vestfjörðum í kvöld.“

Þá mun ganga á með talsverðu norðaustanhvassviðri og rigningu norðvestan til á morgun. Mun hægari vindur og úrkomulítið annars staðar. Dregur talsvert úr vindi og vætu um helgina

„[…] en spáð er lægðagangi og hressilegu haustveðri í næstu viku, enda kominn sá tími árs þegar slíkra veðra er að vænta,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:

Norðaustan 13-18 m/s NV til, en annars fremur hæg breytileg átt. Rigning eða skúrir víða um land, en úrkomulítið á V-landi. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast á SV-landi.

Á laugardag:

Norðan og norðaustan 8-15 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Rigning á N-verðu landinu, en stöku skúrir syðra. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast á SA-landi.

Á sunnudag:

Fremur hæg norðaustan- og austanátt og dálítil rigning SV-lands, en annars úrkomulítið. Milt veður syðra, en svalt fyrir norðan.

Á mánudag:

Líkur á vaxandi norðaustanátt með talsverðri rigningu á A-helmingi landsins, en annars úrkomuminna og fremur milt veður.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir stífa norðanátt með rigningu á N-verðu landinu, en þurrviðri syðra og fremur svalt í veðri.

Á miðvikudag:

Snýst líklega í vaxandi austanátt og fer að rigna sunnan heiða og hlýnar heldur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.