Fótbolti

Kane hefur rætt við Foden og Greenwood: „Veit með vissu að þetta gerist ekki aftur“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kane í leiknum gegn danska múrnum í gær.
Kane í leiknum gegn danska múrnum í gær. vísir/getty

Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, segist hafa rætt við Phil Foden og Mason Greenwood eftir að þeir voru sendir heim úr ensku herbúðunum eftir að hafa boðið tveimur íslenskum stelpum upp á hótelherbergi til sín.

Foden og Greenwood voru þar af leiðandi ekki í leikmannahópi Englands sem gerði markalaust jafntefli við Danmörku í gærkvöldi. Kane var spurður út í málefni Foden og Greenwood í leikslok.

„Þessir tveir strákar vita að þeir hafa gert mistök og þeir munu klárlega læra af þessu. Allir ungir leikmenn þurfa að vita að þeir þurfa að axla ábyrgð og það einasta sem hægt er að gera er að læra að þessu,“ sagði Kane.

„Allir gera mistök og ég get ekki stýrt þessu. Þeir myndu klárlega breyta hegðun sinni ef þeir gætu gert það en þeir geta ekki gert það.“

Kane hefur haft samband við báða leikmennina og segir að þetta muni ekki gerast aftur.

„Ég hef sent á þá báða. Mér finnst það mikilvægt. Þeir gætu hafa setið einir og það er ekki auðvelt að taka á móti gagnrýni, sérstaklega þegar fjölmiðlar og stuðningsmennirnir fylgjast með.“

„Ég veit að aðrir leikmenn hafa einnig skrifað til þeirra, til að gá hvort að þeir séu í lagi. Þetta eru ungir strákar sem hafa komið inn í stóran heim. Ég veit, með vissu, að þetta gerist ekki aftur,“ sagði Kane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×