Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2020 08:52 Peter Madsen afplánar nú lífstíðardóm vegna morðsins. Getty Danski uppfinningamaðurinn og kafbátasmiðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. Madsen viðurkennir gjörðir sínar í samtölum við blaðamanninn Kristian Linnemann, en þættir hans, De hemmelige optagelser (í. Leyniupptökurnar), verða brátt sýndir á Discovery Networks. Byggja þættirnir á samtals um tuttugu klukkustunda samtölum blaðamannsins og Madsen. Danskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Madsen viðurkenni í samtali við blaðamanninn að hann hafi pyndað, myrt og sagað lík Kim Wall og að lokum varpað því fyrir borð. „Það er mér að kenna að hún dó,“ segir Madsen. Madsen segir að spurningar Wall hafi valdið því að hann gerði það sem hann gerði. „Það er mér að kenna að hún dó. Og það er mér að kenna, þar sem það var ég sem framdi glæpinn. Allt er mér að kenna.“ Dómstóll í Kaupmannahöfn dæmdi Madsen í lífstíðarfangelsi í apríl 2018. Kim Wall. Tekið upp án vitundar Madsen Blaðamaðurinn Linnemann tók upp samtölin við Madsen án hans vitundar, en danskir fjölmiðlar segja Madsen hafi svo lagt blessun sína yfir því að notast yrði við upptökurnar. Í samtölunum ku Madsen fyrst vera tregur til að ræða málin, en opnar sig svo æ meira eftir því sem fram vindur. Segist hann vanalega ekki vera ofbeldisfullur maður, en að Wall hafi ögrað honum með spurningum sínum í kafbátnum. Madsen hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit á hafsbotni. Í dómsal sagði Madsen að Kim Wall hafi látið lífið þegar hún fyrir mistök fékk þunga lúgu um borð í kafbátnum í höfuðið. Morðið á Kim Wall Danmörk Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Sjá meira
Danski uppfinningamaðurinn og kafbátasmiðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. Madsen viðurkennir gjörðir sínar í samtölum við blaðamanninn Kristian Linnemann, en þættir hans, De hemmelige optagelser (í. Leyniupptökurnar), verða brátt sýndir á Discovery Networks. Byggja þættirnir á samtals um tuttugu klukkustunda samtölum blaðamannsins og Madsen. Danskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Madsen viðurkenni í samtali við blaðamanninn að hann hafi pyndað, myrt og sagað lík Kim Wall og að lokum varpað því fyrir borð. „Það er mér að kenna að hún dó,“ segir Madsen. Madsen segir að spurningar Wall hafi valdið því að hann gerði það sem hann gerði. „Það er mér að kenna að hún dó. Og það er mér að kenna, þar sem það var ég sem framdi glæpinn. Allt er mér að kenna.“ Dómstóll í Kaupmannahöfn dæmdi Madsen í lífstíðarfangelsi í apríl 2018. Kim Wall. Tekið upp án vitundar Madsen Blaðamaðurinn Linnemann tók upp samtölin við Madsen án hans vitundar, en danskir fjölmiðlar segja Madsen hafi svo lagt blessun sína yfir því að notast yrði við upptökurnar. Í samtölunum ku Madsen fyrst vera tregur til að ræða málin, en opnar sig svo æ meira eftir því sem fram vindur. Segist hann vanalega ekki vera ofbeldisfullur maður, en að Wall hafi ögrað honum með spurningum sínum í kafbátnum. Madsen hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit á hafsbotni. Í dómsal sagði Madsen að Kim Wall hafi látið lífið þegar hún fyrir mistök fékk þunga lúgu um borð í kafbátnum í höfuðið.
Morðið á Kim Wall Danmörk Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Sjá meira