Innlent

Rigning og vaxandi suð­austan­átt

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það er rigning í kortunum í dag.
Það er rigning í kortunum í dag. Vísir/Vilhelm

Það snýst í suðvestanátt 3-8 metra á sekúndu í dag með dálitlum skúrum á vestanverðu landinu. Léttskýjað austantil fram eftir degi. 

Vaxandi suðaustanátt og fer að rigna á Suður- og Vesturlandi í kvöld. Hiti 5 til 12 stig. Sunnan- og suðaustanátt á morgun, víða 8-13 metrar á sekúndu, og rigning með köflum, einkum sunnan- og vestanlands. Vaxandi norðaustanátt á Vestfjörðum annað kvöld.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:

Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, en austan 10-18 á annesjum N-lands. Rigning með köflum, en úrkomulítið á NA-landi. Hiti 7 til 12 stig.

Á föstudag:

Norðaustan 13-18 NV-til, annars mun hægari. Rigning eða skúrir, einkum N-lands. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast á SV-landi.

Á laugardag, sunnudag og mánudag:

Norðaustan- og austanátt og dálítil rigning, hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir austlæga átt með smáskúrum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.