Hólmbert skástur íslensku strákanna: Einkunnir Íslands fyrir Belgíuleikinn Íþróttadeild skrifar 8. september 2020 20:59 Hólmbert Aron Friðjónsson fagnar marki sínu í kvöld með fyrirliðanum Ara Frey Skúlasyni. AP/Francisco Seco B-lið Íslands átti litla möguleika í eitt besta lið heims í Brussel í kvöld. Belgar unnu 5-1 stórsigur og héldu því sigurgöngu sinni áfram. Það er alveg ljóst að verkefnið í kvöld var alltof stórt fyrir alltof marta leikmenn íslenska liðsins. Íslenska landsliðið komst óvænt yfir á móti Belgum en Belgarnir voru fljótir að snúa því við og skoruðu á endanum fimm sinnum hjá íslenska liðinu í kvöld. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands og kom liðinu í 1-0 strax á tíundu mínútu en það var úr mun verra færi en hann fékk fimm mínútum fyrr þegar hann skallaði yfir úr dauðafæri. Fyrsti tíu mínúturnar voru ágætar hjá íslenska liðinu og liðið gerði sig líklegt til að búa eitthvað til. Eftir þessa byrjun þá tóku Belgarnir hins vegar öll völd á vellinum. Hólmbert Aron var besti maður íslenska liðsins en margir aðrir leikmenn náðu ekki að nýta tækifærið og sýna sig fyrir landsliðsþjálfurunum. Birkir Bjarnason lagði upp bæði færin fyrir Hólmbert í leiknum og er einn af fáum leikmönnum íslenska liðsins sem hægt er að hrósa eitthvað. Varnarlínan átti í miklum vandræðum með fríska heimsklassaleikmenn í belgíska liðinu og miðjumennirnir okkar voru flestir í eltingarleik.Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Belgíu: Byrjunarliðið: Ögmundur Kristinsson, markvörður 4 Hefur ekki nýtt sín tækifæri með landsliðinu vel og engin breyting varð á því í leiknum í kvöld. Hefði kannski átt að gera betur í öðru markinu og skot Mertens í því þriðja virtist koma honum á óvart. Varði vel frá Mertens undir lok fyrri hálfleiks og frá Witsel um miðjan seinni hálfleik. Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 3 Fékk á sig aukaspyrnuna sem jöfnunarmarkið kom úr og var langt út úr stöðu í fimmta markinu. Tók sama og engan þátt í sókninni enda tækifærin til þess fá. Er ekki framtíðarkostur í stöðu hægri bakvarðar. Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður 4 Gerði engin afgerandi mistök en átti alls ekki góðan leik og var ekki sannfærandi. Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 4 Gerði hvað hann gat til að bjarga fyrra marki Belga en án árangurs. Var of langt frá Batshuayi í fjórða marki belgíska liðsins. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 4 Fyrirliði í fyrsta sinn í keppnisleik. Því miður lék Ari ekki vel í þessum leik og átti í miklum vandræðum með Mertens Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 3 Vonbrigðaframmistaða hjá Skagamanninum. Hafði lítil áhrif á leikinn og var lítið í boltanum. Getur miklu betur en hann sýndi í kvöld. Andri Fannar Baldursson, miðjumaður 5 Var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landleik og lék rúmar 50 mínútur. Sást lítið og átti ekki mikið í belgísku miðjumennina. En strákurinn er efnilegur, það vantar ekkert upp á það. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 4 Lét ekki jafn mikið til sín taka og gegn Englendingum og var í eltingarleik nánast allan tímann. Tókst ekki að stöðva Mertens í þriðja marki Belga. Birkir Bjarnason, miðjumaður: 5 Lagði upp mark Íslands fyrir Hólmbert. Fimm mínútum áður hafði hann lagt upp dauðafæri fyrir sama mann með frábærri fyrirgjöf. Dró af Birki eftir því sem leið á leikinn eftir mikil hlaup. Albert Guðmundsson, vinstri kantmaður 5 Átti ágætis spretti, reyndi að búa eitthvað til og kom sér í tvö hálffæri í seinni hálfleik. En við bíðum enn eftir að fá meira frá honum. Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji 6 Byrjaði leikinn af miklum krafti og kom Íslandi yfir með skrautlegu marki á 10. mínútu. Fimm mínútum áður hafði hann klúðrað dauðafæri. Getur verið mjög sáttur með fyrri hálfelikinn en sást lítið í þeim seinni. Varamenn: Emil Hallfreðsson kom inn á fyrir Andra Fannar Baldursson á 53. Mínútu 4 Var í eltingarleik síðustu 37 mínúturnar og komst ekki í neinn takt við leikinn. Jón Daði Böðvarsson kom inn á fyrir Hólmbert Aron Friðjónsson á 70. Mínútu 4 Sást sama og ekkert þær 20 mínútur sem hann spilaði. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 72. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
B-lið Íslands átti litla möguleika í eitt besta lið heims í Brussel í kvöld. Belgar unnu 5-1 stórsigur og héldu því sigurgöngu sinni áfram. Það er alveg ljóst að verkefnið í kvöld var alltof stórt fyrir alltof marta leikmenn íslenska liðsins. Íslenska landsliðið komst óvænt yfir á móti Belgum en Belgarnir voru fljótir að snúa því við og skoruðu á endanum fimm sinnum hjá íslenska liðinu í kvöld. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands og kom liðinu í 1-0 strax á tíundu mínútu en það var úr mun verra færi en hann fékk fimm mínútum fyrr þegar hann skallaði yfir úr dauðafæri. Fyrsti tíu mínúturnar voru ágætar hjá íslenska liðinu og liðið gerði sig líklegt til að búa eitthvað til. Eftir þessa byrjun þá tóku Belgarnir hins vegar öll völd á vellinum. Hólmbert Aron var besti maður íslenska liðsins en margir aðrir leikmenn náðu ekki að nýta tækifærið og sýna sig fyrir landsliðsþjálfurunum. Birkir Bjarnason lagði upp bæði færin fyrir Hólmbert í leiknum og er einn af fáum leikmönnum íslenska liðsins sem hægt er að hrósa eitthvað. Varnarlínan átti í miklum vandræðum með fríska heimsklassaleikmenn í belgíska liðinu og miðjumennirnir okkar voru flestir í eltingarleik.Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Belgíu: Byrjunarliðið: Ögmundur Kristinsson, markvörður 4 Hefur ekki nýtt sín tækifæri með landsliðinu vel og engin breyting varð á því í leiknum í kvöld. Hefði kannski átt að gera betur í öðru markinu og skot Mertens í því þriðja virtist koma honum á óvart. Varði vel frá Mertens undir lok fyrri hálfleiks og frá Witsel um miðjan seinni hálfleik. Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 3 Fékk á sig aukaspyrnuna sem jöfnunarmarkið kom úr og var langt út úr stöðu í fimmta markinu. Tók sama og engan þátt í sókninni enda tækifærin til þess fá. Er ekki framtíðarkostur í stöðu hægri bakvarðar. Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður 4 Gerði engin afgerandi mistök en átti alls ekki góðan leik og var ekki sannfærandi. Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 4 Gerði hvað hann gat til að bjarga fyrra marki Belga en án árangurs. Var of langt frá Batshuayi í fjórða marki belgíska liðsins. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 4 Fyrirliði í fyrsta sinn í keppnisleik. Því miður lék Ari ekki vel í þessum leik og átti í miklum vandræðum með Mertens Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 3 Vonbrigðaframmistaða hjá Skagamanninum. Hafði lítil áhrif á leikinn og var lítið í boltanum. Getur miklu betur en hann sýndi í kvöld. Andri Fannar Baldursson, miðjumaður 5 Var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landleik og lék rúmar 50 mínútur. Sást lítið og átti ekki mikið í belgísku miðjumennina. En strákurinn er efnilegur, það vantar ekkert upp á það. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 4 Lét ekki jafn mikið til sín taka og gegn Englendingum og var í eltingarleik nánast allan tímann. Tókst ekki að stöðva Mertens í þriðja marki Belga. Birkir Bjarnason, miðjumaður: 5 Lagði upp mark Íslands fyrir Hólmbert. Fimm mínútum áður hafði hann lagt upp dauðafæri fyrir sama mann með frábærri fyrirgjöf. Dró af Birki eftir því sem leið á leikinn eftir mikil hlaup. Albert Guðmundsson, vinstri kantmaður 5 Átti ágætis spretti, reyndi að búa eitthvað til og kom sér í tvö hálffæri í seinni hálfleik. En við bíðum enn eftir að fá meira frá honum. Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji 6 Byrjaði leikinn af miklum krafti og kom Íslandi yfir með skrautlegu marki á 10. mínútu. Fimm mínútum áður hafði hann klúðrað dauðafæri. Getur verið mjög sáttur með fyrri hálfelikinn en sást lítið í þeim seinni. Varamenn: Emil Hallfreðsson kom inn á fyrir Andra Fannar Baldursson á 53. Mínútu 4 Var í eltingarleik síðustu 37 mínúturnar og komst ekki í neinn takt við leikinn. Jón Daði Böðvarsson kom inn á fyrir Hólmbert Aron Friðjónsson á 70. Mínútu 4 Sást sama og ekkert þær 20 mínútur sem hann spilaði. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 72. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti