Hólmbert skástur íslensku strákanna: Einkunnir Íslands fyrir Belgíuleikinn Íþróttadeild skrifar 8. september 2020 20:59 Hólmbert Aron Friðjónsson fagnar marki sínu í kvöld með fyrirliðanum Ara Frey Skúlasyni. AP/Francisco Seco B-lið Íslands átti litla möguleika í eitt besta lið heims í Brussel í kvöld. Belgar unnu 5-1 stórsigur og héldu því sigurgöngu sinni áfram. Það er alveg ljóst að verkefnið í kvöld var alltof stórt fyrir alltof marta leikmenn íslenska liðsins. Íslenska landsliðið komst óvænt yfir á móti Belgum en Belgarnir voru fljótir að snúa því við og skoruðu á endanum fimm sinnum hjá íslenska liðinu í kvöld. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands og kom liðinu í 1-0 strax á tíundu mínútu en það var úr mun verra færi en hann fékk fimm mínútum fyrr þegar hann skallaði yfir úr dauðafæri. Fyrsti tíu mínúturnar voru ágætar hjá íslenska liðinu og liðið gerði sig líklegt til að búa eitthvað til. Eftir þessa byrjun þá tóku Belgarnir hins vegar öll völd á vellinum. Hólmbert Aron var besti maður íslenska liðsins en margir aðrir leikmenn náðu ekki að nýta tækifærið og sýna sig fyrir landsliðsþjálfurunum. Birkir Bjarnason lagði upp bæði færin fyrir Hólmbert í leiknum og er einn af fáum leikmönnum íslenska liðsins sem hægt er að hrósa eitthvað. Varnarlínan átti í miklum vandræðum með fríska heimsklassaleikmenn í belgíska liðinu og miðjumennirnir okkar voru flestir í eltingarleik.Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Belgíu: Byrjunarliðið: Ögmundur Kristinsson, markvörður 4 Hefur ekki nýtt sín tækifæri með landsliðinu vel og engin breyting varð á því í leiknum í kvöld. Hefði kannski átt að gera betur í öðru markinu og skot Mertens í því þriðja virtist koma honum á óvart. Varði vel frá Mertens undir lok fyrri hálfleiks og frá Witsel um miðjan seinni hálfleik. Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 3 Fékk á sig aukaspyrnuna sem jöfnunarmarkið kom úr og var langt út úr stöðu í fimmta markinu. Tók sama og engan þátt í sókninni enda tækifærin til þess fá. Er ekki framtíðarkostur í stöðu hægri bakvarðar. Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður 4 Gerði engin afgerandi mistök en átti alls ekki góðan leik og var ekki sannfærandi. Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 4 Gerði hvað hann gat til að bjarga fyrra marki Belga en án árangurs. Var of langt frá Batshuayi í fjórða marki belgíska liðsins. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 4 Fyrirliði í fyrsta sinn í keppnisleik. Því miður lék Ari ekki vel í þessum leik og átti í miklum vandræðum með Mertens Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 3 Vonbrigðaframmistaða hjá Skagamanninum. Hafði lítil áhrif á leikinn og var lítið í boltanum. Getur miklu betur en hann sýndi í kvöld. Andri Fannar Baldursson, miðjumaður 5 Var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landleik og lék rúmar 50 mínútur. Sást lítið og átti ekki mikið í belgísku miðjumennina. En strákurinn er efnilegur, það vantar ekkert upp á það. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 4 Lét ekki jafn mikið til sín taka og gegn Englendingum og var í eltingarleik nánast allan tímann. Tókst ekki að stöðva Mertens í þriðja marki Belga. Birkir Bjarnason, miðjumaður: 5 Lagði upp mark Íslands fyrir Hólmbert. Fimm mínútum áður hafði hann lagt upp dauðafæri fyrir sama mann með frábærri fyrirgjöf. Dró af Birki eftir því sem leið á leikinn eftir mikil hlaup. Albert Guðmundsson, vinstri kantmaður 5 Átti ágætis spretti, reyndi að búa eitthvað til og kom sér í tvö hálffæri í seinni hálfleik. En við bíðum enn eftir að fá meira frá honum. Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji 6 Byrjaði leikinn af miklum krafti og kom Íslandi yfir með skrautlegu marki á 10. mínútu. Fimm mínútum áður hafði hann klúðrað dauðafæri. Getur verið mjög sáttur með fyrri hálfelikinn en sást lítið í þeim seinni. Varamenn: Emil Hallfreðsson kom inn á fyrir Andra Fannar Baldursson á 53. Mínútu 4 Var í eltingarleik síðustu 37 mínúturnar og komst ekki í neinn takt við leikinn. Jón Daði Böðvarsson kom inn á fyrir Hólmbert Aron Friðjónsson á 70. Mínútu 4 Sást sama og ekkert þær 20 mínútur sem hann spilaði. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 72. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Inter missti niður tveggja marka forskot Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sjá meira
B-lið Íslands átti litla möguleika í eitt besta lið heims í Brussel í kvöld. Belgar unnu 5-1 stórsigur og héldu því sigurgöngu sinni áfram. Það er alveg ljóst að verkefnið í kvöld var alltof stórt fyrir alltof marta leikmenn íslenska liðsins. Íslenska landsliðið komst óvænt yfir á móti Belgum en Belgarnir voru fljótir að snúa því við og skoruðu á endanum fimm sinnum hjá íslenska liðinu í kvöld. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands og kom liðinu í 1-0 strax á tíundu mínútu en það var úr mun verra færi en hann fékk fimm mínútum fyrr þegar hann skallaði yfir úr dauðafæri. Fyrsti tíu mínúturnar voru ágætar hjá íslenska liðinu og liðið gerði sig líklegt til að búa eitthvað til. Eftir þessa byrjun þá tóku Belgarnir hins vegar öll völd á vellinum. Hólmbert Aron var besti maður íslenska liðsins en margir aðrir leikmenn náðu ekki að nýta tækifærið og sýna sig fyrir landsliðsþjálfurunum. Birkir Bjarnason lagði upp bæði færin fyrir Hólmbert í leiknum og er einn af fáum leikmönnum íslenska liðsins sem hægt er að hrósa eitthvað. Varnarlínan átti í miklum vandræðum með fríska heimsklassaleikmenn í belgíska liðinu og miðjumennirnir okkar voru flestir í eltingarleik.Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Belgíu: Byrjunarliðið: Ögmundur Kristinsson, markvörður 4 Hefur ekki nýtt sín tækifæri með landsliðinu vel og engin breyting varð á því í leiknum í kvöld. Hefði kannski átt að gera betur í öðru markinu og skot Mertens í því þriðja virtist koma honum á óvart. Varði vel frá Mertens undir lok fyrri hálfleiks og frá Witsel um miðjan seinni hálfleik. Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 3 Fékk á sig aukaspyrnuna sem jöfnunarmarkið kom úr og var langt út úr stöðu í fimmta markinu. Tók sama og engan þátt í sókninni enda tækifærin til þess fá. Er ekki framtíðarkostur í stöðu hægri bakvarðar. Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður 4 Gerði engin afgerandi mistök en átti alls ekki góðan leik og var ekki sannfærandi. Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 4 Gerði hvað hann gat til að bjarga fyrra marki Belga en án árangurs. Var of langt frá Batshuayi í fjórða marki belgíska liðsins. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 4 Fyrirliði í fyrsta sinn í keppnisleik. Því miður lék Ari ekki vel í þessum leik og átti í miklum vandræðum með Mertens Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 3 Vonbrigðaframmistaða hjá Skagamanninum. Hafði lítil áhrif á leikinn og var lítið í boltanum. Getur miklu betur en hann sýndi í kvöld. Andri Fannar Baldursson, miðjumaður 5 Var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landleik og lék rúmar 50 mínútur. Sást lítið og átti ekki mikið í belgísku miðjumennina. En strákurinn er efnilegur, það vantar ekkert upp á það. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 4 Lét ekki jafn mikið til sín taka og gegn Englendingum og var í eltingarleik nánast allan tímann. Tókst ekki að stöðva Mertens í þriðja marki Belga. Birkir Bjarnason, miðjumaður: 5 Lagði upp mark Íslands fyrir Hólmbert. Fimm mínútum áður hafði hann lagt upp dauðafæri fyrir sama mann með frábærri fyrirgjöf. Dró af Birki eftir því sem leið á leikinn eftir mikil hlaup. Albert Guðmundsson, vinstri kantmaður 5 Átti ágætis spretti, reyndi að búa eitthvað til og kom sér í tvö hálffæri í seinni hálfleik. En við bíðum enn eftir að fá meira frá honum. Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji 6 Byrjaði leikinn af miklum krafti og kom Íslandi yfir með skrautlegu marki á 10. mínútu. Fimm mínútum áður hafði hann klúðrað dauðafæri. Getur verið mjög sáttur með fyrri hálfelikinn en sást lítið í þeim seinni. Varamenn: Emil Hallfreðsson kom inn á fyrir Andra Fannar Baldursson á 53. Mínútu 4 Var í eltingarleik síðustu 37 mínúturnar og komst ekki í neinn takt við leikinn. Jón Daði Böðvarsson kom inn á fyrir Hólmbert Aron Friðjónsson á 70. Mínútu 4 Sást sama og ekkert þær 20 mínútur sem hann spilaði. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 72. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Inter missti niður tveggja marka forskot Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sjá meira