„Skiptir ekki máli hvern við dekkum“ Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2020 21:16 Ari Freyr Skúlason í viðtali í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. Ísland fór til Belgíu eftir 1-0 tapið gegn Englandi á Laugardalsvelli á laugardaginn. Ari tók ekki þátt í þeim leik en verður með á morgun, í landinu sem hann hefur átt heima í síðustu fjögur ár. „Það var mjög svekkjandi [að tapa gegn Englendingum]. Við lékum mjög góðan varnarleik og allir stóðu sig mjög vel – unnum vel fyrir hvern annan og börðumst vel. 0-0 eða 1-1 hefði verið frábær úrslit fyrir okkur,“ sagði Ari í dag. Hann hlakkar til að spila í Belgíu: „Það er alltaf gaman. Maður hefur spilað á móti nokkrum strákanna og þekkir þetta lið inn og út þannig lagað séð. Þetta er frábært lið og frábærir fótboltamenn, en aðalatriðið er að hugsa um hvað við ætlum að gera, hvernig við ætlum að spila, og byggja ofan á það,“ sagði Ari. Training at the match stadium in Brussels. We play Belgium here on Tuesday in the @EURO2020 #fyririsland pic.twitter.com/qiUUgXupai— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 7, 2020 Ari er hvergi smeykur fyrir leikinn erfiða á morgun, þrátt fyrir að í íslenska hópinn vanti Gylfa, Jóhann, Aron, Kára, Ragnar, Hannes, Alfreð og fleiri. „Nei, alls ekki. Við erum með unga stráka sem fá tækifæri og þeir sýndu hvað þeir geta í síðasta leik. Vonandi geta fleiri komið inn og sýnt að þeir eiga skilið að vera í þessum hópi. Okkar vinnuframlag er númer 1, 2 og 3 og það vita allir hvað þeir eiga að gera,“ sagði Ari, og bætti við: „Við þurfum að vera góðir varnarlega og reyna að nýta tækifærið þegar við fáum skyndisóknir. Við þekkjum alla þarna. Við sjáum að [Kevin] De Bruyne var að koma aftur inn og þeir [Eden] Hazard eru náttúrulega frábærir leikmenn. En Belgía sem lið er bara í heildina frábært lið. [Roberto] Martínez er búinn að gera frábæra hluti með þá, skapa sigurhefð og sigurhugarfar, og það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna. Við þurfum bara að hugsa um okkar taktík,“ sagði Ari. Klippa: Ari Freyr í viðtali í Belgíu Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00 Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00 Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Sjá meira
„Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. Ísland fór til Belgíu eftir 1-0 tapið gegn Englandi á Laugardalsvelli á laugardaginn. Ari tók ekki þátt í þeim leik en verður með á morgun, í landinu sem hann hefur átt heima í síðustu fjögur ár. „Það var mjög svekkjandi [að tapa gegn Englendingum]. Við lékum mjög góðan varnarleik og allir stóðu sig mjög vel – unnum vel fyrir hvern annan og börðumst vel. 0-0 eða 1-1 hefði verið frábær úrslit fyrir okkur,“ sagði Ari í dag. Hann hlakkar til að spila í Belgíu: „Það er alltaf gaman. Maður hefur spilað á móti nokkrum strákanna og þekkir þetta lið inn og út þannig lagað séð. Þetta er frábært lið og frábærir fótboltamenn, en aðalatriðið er að hugsa um hvað við ætlum að gera, hvernig við ætlum að spila, og byggja ofan á það,“ sagði Ari. Training at the match stadium in Brussels. We play Belgium here on Tuesday in the @EURO2020 #fyririsland pic.twitter.com/qiUUgXupai— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 7, 2020 Ari er hvergi smeykur fyrir leikinn erfiða á morgun, þrátt fyrir að í íslenska hópinn vanti Gylfa, Jóhann, Aron, Kára, Ragnar, Hannes, Alfreð og fleiri. „Nei, alls ekki. Við erum með unga stráka sem fá tækifæri og þeir sýndu hvað þeir geta í síðasta leik. Vonandi geta fleiri komið inn og sýnt að þeir eiga skilið að vera í þessum hópi. Okkar vinnuframlag er númer 1, 2 og 3 og það vita allir hvað þeir eiga að gera,“ sagði Ari, og bætti við: „Við þurfum að vera góðir varnarlega og reyna að nýta tækifærið þegar við fáum skyndisóknir. Við þekkjum alla þarna. Við sjáum að [Kevin] De Bruyne var að koma aftur inn og þeir [Eden] Hazard eru náttúrulega frábærir leikmenn. En Belgía sem lið er bara í heildina frábært lið. [Roberto] Martínez er búinn að gera frábæra hluti með þá, skapa sigurhefð og sigurhugarfar, og það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna. Við þurfum bara að hugsa um okkar taktík,“ sagði Ari. Klippa: Ari Freyr í viðtali í Belgíu
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00 Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00 Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Sjá meira
Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00
Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00