„Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. september 2020 20:29 Fjölskyldan hefur verið á Íslandi síðan sumarið 2018. Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel. Lögmaður fjölskyldunnar segir meðferð stjórnvalda á fjölskyldunni ólöglega, siðferðilega ranga og ómannúðlega. Doaa og Ibrahim, komu til Íslands sumarið 2018, ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Börnin eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptalandi vegna þátttöku Ibrahim í stjórnmálastarfi. „Við komum hingað til að finna öryggi fyrir okkur og börnin,“ segir Doaa Mohamed Eldeib. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum síðar. Fjölskyldan naut því ekki góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs en samkvæmt henni er unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en í 16 mánuði. Stofnunin mat það svo að fjölskyldan væri örugg í Egyptalandi. „Við erum algjörlega ósammála því. Þau óttast það mjög að vera send aftur til Egyptalands og að þau verði bæði handtekin, og geti ekki hugsað um sín börn þar sem þau verði í fangelsi,“ segir Magnús Davíð Norðdahl. Áttu upphaflega að fara í febrúar Til stóð að fjölskyldunni yrði vísað úr landi í febrúar en þau eru enn á Íslandi. „Hvort það hafi eitthvað með Covid að gera það kann að vera en í öllu falli þá hafa liðið nokkrir mánuðir núna þar sem þeim hefur ekki verið vísað úr landi en það er ekki á ábyrgð fjölskyldunnar,“ segir Magnús. Nú stendur til að vísa þeim úr landi 16. september en þá hafa það dvalið hér í rúma 25 mánuði. „Á þeim tíma hafa þau auðvitað náð að aðlagast, krakkarnir ganga í skóla og leikskóla og þrjú elstu tala íslensku. Þetta er að mínum dómi ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt,“ segir Magnús. Fyrirhugaður flutningur úr landi hefur tekið mikið á börnin. „Kerfisbundið ofbeldi“ „Börnin mín eru mjög hrædd við þessa dagsetningu,“ segir Doaa. Þá hefur hún miklar áhyggjur af menntun barna sinna. „Við óttumst það því kannski komast þau ekkert í skóla.“ Magnús segist síðustu ár ítrekað hafa komið að málum barnafjölskyldna á flótta sem hafi aðlagast hér á landi í lengri tíma, en svo átt að flytja nauðung úr landi. „Það er mín skoðun að þetta sé einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta og það er skömm að þessu.“ Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel. Lögmaður fjölskyldunnar segir meðferð stjórnvalda á fjölskyldunni ólöglega, siðferðilega ranga og ómannúðlega. Doaa og Ibrahim, komu til Íslands sumarið 2018, ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Börnin eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptalandi vegna þátttöku Ibrahim í stjórnmálastarfi. „Við komum hingað til að finna öryggi fyrir okkur og börnin,“ segir Doaa Mohamed Eldeib. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum síðar. Fjölskyldan naut því ekki góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs en samkvæmt henni er unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en í 16 mánuði. Stofnunin mat það svo að fjölskyldan væri örugg í Egyptalandi. „Við erum algjörlega ósammála því. Þau óttast það mjög að vera send aftur til Egyptalands og að þau verði bæði handtekin, og geti ekki hugsað um sín börn þar sem þau verði í fangelsi,“ segir Magnús Davíð Norðdahl. Áttu upphaflega að fara í febrúar Til stóð að fjölskyldunni yrði vísað úr landi í febrúar en þau eru enn á Íslandi. „Hvort það hafi eitthvað með Covid að gera það kann að vera en í öllu falli þá hafa liðið nokkrir mánuðir núna þar sem þeim hefur ekki verið vísað úr landi en það er ekki á ábyrgð fjölskyldunnar,“ segir Magnús. Nú stendur til að vísa þeim úr landi 16. september en þá hafa það dvalið hér í rúma 25 mánuði. „Á þeim tíma hafa þau auðvitað náð að aðlagast, krakkarnir ganga í skóla og leikskóla og þrjú elstu tala íslensku. Þetta er að mínum dómi ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt,“ segir Magnús. Fyrirhugaður flutningur úr landi hefur tekið mikið á börnin. „Kerfisbundið ofbeldi“ „Börnin mín eru mjög hrædd við þessa dagsetningu,“ segir Doaa. Þá hefur hún miklar áhyggjur af menntun barna sinna. „Við óttumst það því kannski komast þau ekkert í skóla.“ Magnús segist síðustu ár ítrekað hafa komið að málum barnafjölskyldna á flótta sem hafi aðlagast hér á landi í lengri tíma, en svo átt að flytja nauðung úr landi. „Það er mín skoðun að þetta sé einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta og það er skömm að þessu.“
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira