Bretar og ESB deila enn á ný Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2020 18:02 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Kirsty Wigglesworth Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur varað Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, við því að brjóta gegn samkomulagi þeirra. Hún sagði það að samkomulaginu yrði framfylgt varðandi opin landamæri á Írlandi væri mikilvægt friði og stöðugleika á Írlandi og Norður-Írlandi. Bretar og ESB komust að samkomulagi um landamæri Írlands og Norður-Írlands í fyrra, eftir langar og erfiðar viðræður. Bretland fór formlega úr ESB þann 31. janúar og mun aðlögunartímabilinu ljúka um áramótin. Engir samningar hafa náðst um sambanda Bretlands og ESB í kjölfar þess. Til stendur að halda frekari viðræður um framtíðarsamband Bretlands og ESB í vikunni en þær hafa ekki gengið vel hingað til. I trust the British government to implement the Withdrawal Agreement, an obligation under international law & prerequisite for any future partnership. Protocol on Ireland/Northern Ireland is essential to protect peace and stability on the island & integrity of the single market.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) September 7, 2020 Meðal annars hefur verið deilt um sjávarútveg. Bretar vilja geta selt fisk sinn í ESB en sambandið vill aðgang að fiskimiðum Bretlands. Það segja Bretar ekki koma til greina. Bretar vilja einnig hafa aðgang að öryggisgagnagrunnum sem ríki ESB deila sín á milli. Það segja forsvarsmenn ESB að sé ekki í boði nema fyrir aðildarríki. Eins og áður er einnig deilt um landamæri Írlands og Norður-Írlands, eða landamæri Bretlands og ESB. Hvernig landamæra- og tolleftirliti yrði háttað var helsta deiluefnið í viðræðunum fyrir Brexit og virðist vera orðið það aftur. Boris Johnson hefur sagt að náist ekki samkomulag fyrir 15. október ættu báðar fylkingar að snúa sér að einhverju öðru, samkvæmt frétt BBC. Það er að viðskipti milli Bretlands og ESB færu eftir alþjóðlegum stöðlum. Johnson er sannfærður um að Bretland kæmi vel út úr því að viðræður myndu ekki nást. Fregnir dagsins hafa valdið því að breska pundið tapaði verðmæti gagnvart evrunni. Brexit Bretland Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00 Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur varað Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, við því að brjóta gegn samkomulagi þeirra. Hún sagði það að samkomulaginu yrði framfylgt varðandi opin landamæri á Írlandi væri mikilvægt friði og stöðugleika á Írlandi og Norður-Írlandi. Bretar og ESB komust að samkomulagi um landamæri Írlands og Norður-Írlands í fyrra, eftir langar og erfiðar viðræður. Bretland fór formlega úr ESB þann 31. janúar og mun aðlögunartímabilinu ljúka um áramótin. Engir samningar hafa náðst um sambanda Bretlands og ESB í kjölfar þess. Til stendur að halda frekari viðræður um framtíðarsamband Bretlands og ESB í vikunni en þær hafa ekki gengið vel hingað til. I trust the British government to implement the Withdrawal Agreement, an obligation under international law & prerequisite for any future partnership. Protocol on Ireland/Northern Ireland is essential to protect peace and stability on the island & integrity of the single market.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) September 7, 2020 Meðal annars hefur verið deilt um sjávarútveg. Bretar vilja geta selt fisk sinn í ESB en sambandið vill aðgang að fiskimiðum Bretlands. Það segja Bretar ekki koma til greina. Bretar vilja einnig hafa aðgang að öryggisgagnagrunnum sem ríki ESB deila sín á milli. Það segja forsvarsmenn ESB að sé ekki í boði nema fyrir aðildarríki. Eins og áður er einnig deilt um landamæri Írlands og Norður-Írlands, eða landamæri Bretlands og ESB. Hvernig landamæra- og tolleftirliti yrði háttað var helsta deiluefnið í viðræðunum fyrir Brexit og virðist vera orðið það aftur. Boris Johnson hefur sagt að náist ekki samkomulag fyrir 15. október ættu báðar fylkingar að snúa sér að einhverju öðru, samkvæmt frétt BBC. Það er að viðskipti milli Bretlands og ESB færu eftir alþjóðlegum stöðlum. Johnson er sannfærður um að Bretland kæmi vel út úr því að viðræður myndu ekki nást. Fregnir dagsins hafa valdið því að breska pundið tapaði verðmæti gagnvart evrunni.
Brexit Bretland Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00 Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00
Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41