Bretar og ESB deila enn á ný Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2020 18:02 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Kirsty Wigglesworth Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur varað Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, við því að brjóta gegn samkomulagi þeirra. Hún sagði það að samkomulaginu yrði framfylgt varðandi opin landamæri á Írlandi væri mikilvægt friði og stöðugleika á Írlandi og Norður-Írlandi. Bretar og ESB komust að samkomulagi um landamæri Írlands og Norður-Írlands í fyrra, eftir langar og erfiðar viðræður. Bretland fór formlega úr ESB þann 31. janúar og mun aðlögunartímabilinu ljúka um áramótin. Engir samningar hafa náðst um sambanda Bretlands og ESB í kjölfar þess. Til stendur að halda frekari viðræður um framtíðarsamband Bretlands og ESB í vikunni en þær hafa ekki gengið vel hingað til. I trust the British government to implement the Withdrawal Agreement, an obligation under international law & prerequisite for any future partnership. Protocol on Ireland/Northern Ireland is essential to protect peace and stability on the island & integrity of the single market.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) September 7, 2020 Meðal annars hefur verið deilt um sjávarútveg. Bretar vilja geta selt fisk sinn í ESB en sambandið vill aðgang að fiskimiðum Bretlands. Það segja Bretar ekki koma til greina. Bretar vilja einnig hafa aðgang að öryggisgagnagrunnum sem ríki ESB deila sín á milli. Það segja forsvarsmenn ESB að sé ekki í boði nema fyrir aðildarríki. Eins og áður er einnig deilt um landamæri Írlands og Norður-Írlands, eða landamæri Bretlands og ESB. Hvernig landamæra- og tolleftirliti yrði háttað var helsta deiluefnið í viðræðunum fyrir Brexit og virðist vera orðið það aftur. Boris Johnson hefur sagt að náist ekki samkomulag fyrir 15. október ættu báðar fylkingar að snúa sér að einhverju öðru, samkvæmt frétt BBC. Það er að viðskipti milli Bretlands og ESB færu eftir alþjóðlegum stöðlum. Johnson er sannfærður um að Bretland kæmi vel út úr því að viðræður myndu ekki nást. Fregnir dagsins hafa valdið því að breska pundið tapaði verðmæti gagnvart evrunni. Brexit Bretland Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00 Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur varað Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, við því að brjóta gegn samkomulagi þeirra. Hún sagði það að samkomulaginu yrði framfylgt varðandi opin landamæri á Írlandi væri mikilvægt friði og stöðugleika á Írlandi og Norður-Írlandi. Bretar og ESB komust að samkomulagi um landamæri Írlands og Norður-Írlands í fyrra, eftir langar og erfiðar viðræður. Bretland fór formlega úr ESB þann 31. janúar og mun aðlögunartímabilinu ljúka um áramótin. Engir samningar hafa náðst um sambanda Bretlands og ESB í kjölfar þess. Til stendur að halda frekari viðræður um framtíðarsamband Bretlands og ESB í vikunni en þær hafa ekki gengið vel hingað til. I trust the British government to implement the Withdrawal Agreement, an obligation under international law & prerequisite for any future partnership. Protocol on Ireland/Northern Ireland is essential to protect peace and stability on the island & integrity of the single market.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) September 7, 2020 Meðal annars hefur verið deilt um sjávarútveg. Bretar vilja geta selt fisk sinn í ESB en sambandið vill aðgang að fiskimiðum Bretlands. Það segja Bretar ekki koma til greina. Bretar vilja einnig hafa aðgang að öryggisgagnagrunnum sem ríki ESB deila sín á milli. Það segja forsvarsmenn ESB að sé ekki í boði nema fyrir aðildarríki. Eins og áður er einnig deilt um landamæri Írlands og Norður-Írlands, eða landamæri Bretlands og ESB. Hvernig landamæra- og tolleftirliti yrði háttað var helsta deiluefnið í viðræðunum fyrir Brexit og virðist vera orðið það aftur. Boris Johnson hefur sagt að náist ekki samkomulag fyrir 15. október ættu báðar fylkingar að snúa sér að einhverju öðru, samkvæmt frétt BBC. Það er að viðskipti milli Bretlands og ESB færu eftir alþjóðlegum stöðlum. Johnson er sannfærður um að Bretland kæmi vel út úr því að viðræður myndu ekki nást. Fregnir dagsins hafa valdið því að breska pundið tapaði verðmæti gagnvart evrunni.
Brexit Bretland Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00 Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00
Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41