Innlent

Lögreglan skoðar heimsókn íslensku stúlknanna til ensku landsliðsmannanna

Birgir Olgeirsson skrifar
Phil Foden á Laugardalsvelli. Stúlkurnar heimsóttu hann og Mason Greenwood. 
Phil Foden á Laugardalsvelli. Stúlkurnar heimsóttu hann og Mason Greenwood.  vísir/getty

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú heimsókn tveggja íslenskra stúlkna á hótel í Reykjavík þar sem enska landsliðið gisti um helgina.

Enska landsliðið lék við það íslenska á Laugardalsvelli síðastliðinn laugardag í þjóðadeild karla.

Vefurinn 433.is greindi frá því að tveir landsliðsmenn Englands hefðu boðið tveimur íslenskum stúlkum upp á hótelherbergi sitt í gær.

Ef rétt reynist gæti það verið brot á sóttvarnalögum en stúlkurnar birtu myndband af heimsókninni á Snapchat.

„Þetta er ekki gott mál ef rétt reynist,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. „Ég reikna með því að það verði skoðað.“

Spurður hvort að stúlkurnar verði settar í sóttkví vegna þessarar heimsóknar svarar Guðmundur: „Það er góð spurning, en ég get ekki svarað því svona einn, tveir og þrír.“

Hann segir að meta þurfi hvað sé rétt og hvað sé rangt í þessari frásögn.

„Það er alvarlegur hlutur að brjóta sóttvarnalögin. Það eru sektir við því en eins og sakir standa get ég lítið sagt um málið á þessu stigi.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×