Lífið

Will Smith birtir mynd af sér við Dettifoss

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Will Smith er ein skærasta stjarnan í Hollywood.
Will Smith er ein skærasta stjarnan í Hollywood. Vísir/getty

Bandaríski leikarinn Will Smith birti í dag mynd af sér við Dettifoss á Instagram. Smith hefur verið við kvikmyndatökur hér á landi í lok ágúst og byrjun september.

Myndin sem Smith birtir í dag er af honum og Jay Shetty, breskum samfélagsmiðlafrömuði og rithöfundi, þar sem þeir standa kappklæddir fyrir framan Dettifoss. Tilefni myndbirtingarinnar er afmæli þess síðarnefnda, sem ber upp í dag, og fer Smith hlýjum orðum um félaga sinn. Myndina má sjá hér fyrir neðan.

Ekkert kemur hins vegar fram í textanum um staðsetninguna eða ástæðu þess að þeir Smith og Shetty voru staddir saman við Dettifoss. Þá fylgir ekki sögunni hvenær myndin er tekin. 

Will Smith hefur verið á ferðinni á Norðurlandi undanfarið þar sem staðið hafa yfir tökur á Hollywoodmynd, að því er heimildir fréttastofu herma. Þannig tók kvikmyndatökulið Stuðlagil í Jökulsárgljúfrum á leigu í lok ágúst, líkt og Vísir greindi frá þann 28. þess mánaðar.

Will Smith er ein af skærustu stjörnum Hollywood. Hann hefur leikið í stórmyndum á borð við Bad Boys, Men in Black, Ali, The Pursuit of Happyness og svo mætti lengi telja.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.