Lífið

Will Smith birtir mynd af sér við Dettifoss

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Will Smith er ein skærasta stjarnan í Hollywood.
Will Smith er ein skærasta stjarnan í Hollywood. Vísir/getty

Bandaríski leikarinn Will Smith birti í dag mynd af sér við Dettifoss á Instagram. Smith hefur verið við kvikmyndatökur hér á landi í lok ágúst og byrjun september.

Myndin sem Smith birtir í dag er af honum og Jay Shetty, breskum samfélagsmiðlafrömuði og rithöfundi, þar sem þeir standa kappklæddir fyrir framan Dettifoss. Tilefni myndbirtingarinnar er afmæli þess síðarnefnda, sem ber upp í dag, og fer Smith hlýjum orðum um félaga sinn. Myndina má sjá hér fyrir neðan.

Ekkert kemur hins vegar fram í textanum um staðsetninguna eða ástæðu þess að þeir Smith og Shetty voru staddir saman við Dettifoss. Þá fylgir ekki sögunni hvenær myndin er tekin. 

Will Smith hefur verið á ferðinni á Norðurlandi undanfarið þar sem staðið hafa yfir tökur á Hollywoodmynd, að því er heimildir fréttastofu herma. Þannig tók kvikmyndatökulið Stuðlagil í Jökulsárgljúfrum á leigu í lok ágúst, líkt og Vísir greindi frá þann 28. þess mánaðar.

Will Smith er ein af skærustu stjörnum Hollywood. Hann hefur leikið í stórmyndum á borð við Bad Boys, Men in Black, Ali, The Pursuit of Happyness og svo mætti lengi telja.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.