Þurfi að gefa fólki tækifæri til að lifa eðlilegu lífi innanlands Sylvía Hall skrifar 6. september 2020 14:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenski erfðagreiningar, segir ljóst að það væri óskynsamlegt að skipta út sóttkví fyrir heimskomusmitgát milli skimana eftir komuna til landsins. Sjö einstaklingar hefðu greinst með virkt smit í seinni skimun eftir komuna til landsins, sem væri um það bil einn af hverjum þúsund. Þá væru betri úrræði fyrir hendi til þess að sjá til þess að fólk virti sóttkvíarskyldu. Kári var gestur Silfursins ásamt Jóni Ívari Eyþórssyni, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla. Jón Ívar hefur undanfarið skrifað greinar í Morgunblaðið þar sem hann beinir sjónum sínum að aðgerðum yfirvalda í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, og þá einna helst að aðgerðum á landamærunum sem hann telur of harðar. Kári svaraði þó vangaveltum Jóns Ívars fyrr í vikunni. Jón Ívar sagði ljóst að dánartíðni vegna veirunnar væri mun lægri en talið var í upphafi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi áætlað í fyrstu að dánartíðnin væri um 3,2 prósent en hún væri í raun um 0,2 prósent. Kári sagði það vissulega vera rétt, en hún væri þó mun hærri á meðal fólks yfir 85 ára, eða um 25 prósent. Jón Ívar væri jafnframt að „snúa allskonar hlutum á hvolf“. „Við erum með ansi stóran hóp af fólki sem er 85 ára og eldri. Það væri dapurlegt að fara að taka upp ætternisstapa aftur og henda gamla fólkinu fram af hömrum – það viljum við ekki,“ sagði Kári. Mikilvægt að fólk geti lifað eðlilegu lífi Jón Ívar er prófessur við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook Jón Ívar benti á að samhliða aðgerðum innanlands væru ýmis önnur vandamál að koma upp. Afleiðingar þeirra væru að til að mynda aukið heimilisofbeldi og hærri sjálfsvígstíðni. „Þá var ég bara að tala um heilsufarslegar afleiðingar en auðvitað eru efnahagslegar afleiðingar líka.“ „Það er sem ég er að benda á er í rauninni bara að það sé mikilvægt að þeir sem taka ákvarðanir viti hver raunverulega talan er, því það þarf að taka ákveðna heildarmynd í þetta,“ sagði Jón Ívar. Kári tók undir þá skoðun Jóns Ívars að gæta þyrfti hófs í öllum aðgerðum. Heimilisofbeldi hefði vissulega aukist en það væri röng nálgun að ætla að slaka á aðgerðum við landamærin til þess að sporna gegn því. „Aðferðin til þess að minnka þetta er að gefa fólkinu í landinu tækifæri til þess að lifa eðlilegu lífi, þurfa ekki að vera í sóttkví og þurfa ekki að loka sig inni, geta snert hvort annað, geta farið á tónleika, geta stundað skólalíf á eðlilegan hátt,“ sagði Kári og bætti við að enn væri langt í land hvað það varðar. Fjarkennsla væri víða og samkomutakmarkanir enn í gildi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir ótækt að bera dánarlíkur Covid-sjúklinga saman við bílslys eða hjartasjúkdóma Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, segir að í grein Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, sé gert lítið úr hættunni sem stafar af Covid-19 og kórónuveirufaraldrinum. 29. ágúst 2020 23:22 Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenski erfðagreiningar, segir ljóst að það væri óskynsamlegt að skipta út sóttkví fyrir heimskomusmitgát milli skimana eftir komuna til landsins. Sjö einstaklingar hefðu greinst með virkt smit í seinni skimun eftir komuna til landsins, sem væri um það bil einn af hverjum þúsund. Þá væru betri úrræði fyrir hendi til þess að sjá til þess að fólk virti sóttkvíarskyldu. Kári var gestur Silfursins ásamt Jóni Ívari Eyþórssyni, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla. Jón Ívar hefur undanfarið skrifað greinar í Morgunblaðið þar sem hann beinir sjónum sínum að aðgerðum yfirvalda í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, og þá einna helst að aðgerðum á landamærunum sem hann telur of harðar. Kári svaraði þó vangaveltum Jóns Ívars fyrr í vikunni. Jón Ívar sagði ljóst að dánartíðni vegna veirunnar væri mun lægri en talið var í upphafi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi áætlað í fyrstu að dánartíðnin væri um 3,2 prósent en hún væri í raun um 0,2 prósent. Kári sagði það vissulega vera rétt, en hún væri þó mun hærri á meðal fólks yfir 85 ára, eða um 25 prósent. Jón Ívar væri jafnframt að „snúa allskonar hlutum á hvolf“. „Við erum með ansi stóran hóp af fólki sem er 85 ára og eldri. Það væri dapurlegt að fara að taka upp ætternisstapa aftur og henda gamla fólkinu fram af hömrum – það viljum við ekki,“ sagði Kári. Mikilvægt að fólk geti lifað eðlilegu lífi Jón Ívar er prófessur við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook Jón Ívar benti á að samhliða aðgerðum innanlands væru ýmis önnur vandamál að koma upp. Afleiðingar þeirra væru að til að mynda aukið heimilisofbeldi og hærri sjálfsvígstíðni. „Þá var ég bara að tala um heilsufarslegar afleiðingar en auðvitað eru efnahagslegar afleiðingar líka.“ „Það er sem ég er að benda á er í rauninni bara að það sé mikilvægt að þeir sem taka ákvarðanir viti hver raunverulega talan er, því það þarf að taka ákveðna heildarmynd í þetta,“ sagði Jón Ívar. Kári tók undir þá skoðun Jóns Ívars að gæta þyrfti hófs í öllum aðgerðum. Heimilisofbeldi hefði vissulega aukist en það væri röng nálgun að ætla að slaka á aðgerðum við landamærin til þess að sporna gegn því. „Aðferðin til þess að minnka þetta er að gefa fólkinu í landinu tækifæri til þess að lifa eðlilegu lífi, þurfa ekki að vera í sóttkví og þurfa ekki að loka sig inni, geta snert hvort annað, geta farið á tónleika, geta stundað skólalíf á eðlilegan hátt,“ sagði Kári og bætti við að enn væri langt í land hvað það varðar. Fjarkennsla væri víða og samkomutakmarkanir enn í gildi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir ótækt að bera dánarlíkur Covid-sjúklinga saman við bílslys eða hjartasjúkdóma Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, segir að í grein Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, sé gert lítið úr hættunni sem stafar af Covid-19 og kórónuveirufaraldrinum. 29. ágúst 2020 23:22 Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Segir ótækt að bera dánarlíkur Covid-sjúklinga saman við bílslys eða hjartasjúkdóma Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, segir að í grein Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, sé gert lítið úr hættunni sem stafar af Covid-19 og kórónuveirufaraldrinum. 29. ágúst 2020 23:22
Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00