Innlent

Bæta við pólsku í svörun hjálpar­símans 1717

Atli Ísleifsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Hjálmar Karlsson er ráðgjafi hjá hjálparsímanum 1717.
Hjálmar Karlsson er ráðgjafi hjá hjálparsímanum 1717. Skjáskot/Getty

Þrátt fyrir að Pólverjar séu langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi hefur skort nauðsynlegar upplýsingar á pólsku að sögn ráðgjafa hjá Rauða krossinum. Félagsleg staða margra hafi versnað síðustu mánuði og því hafi verið ákveðið að bæta við pólsku í svörun hjálparsímans 1717.

Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi og eru tæplega 20 þúsund talsins. Stór hluti þeirra hefur starfað í þjónustustörfum tengdum ferðaþjónustu og hefur því misst vinnu sína síðustu mánuði.

Hjálmar Karlsson er ráðgjafi hjá hjálparsímanum 1717. og segir þau hafa fallið milli skips og bryggju. 

„Upplýsingar á pólsku eru ekkert sérstaklega miklar eða góðar á ýmsum heimasíðum þar sem við leitum okkur að úrræði og þess vegar erum við að fara af stað með þessa pólsku svörun bæði í hjálparsímanum 1717 og á netspjallinu til að mæta þessum hópi og þess vegna er okkur bæði ljúft og skylt að verða við þessu.“

Þjónustan verður í boði á fimmtudögum frá 20 til 23 á kvöldin.

„Við höfum fundið fyrir því að tilfellin eru að aukast hjá okkur og það hefur ekki bara verið hjá Pólverjum heldur heilt yfir, og við finnum mælanlega aukningu í mars og apríl – og svo hefur það komið yfir sumarið – í ýmsum atriðum, það er atvinnumissir, vanræksla, heimilisofbeldi, þunglyndishugsanir, kvíði, sjálfsvígshugsanir. Þannig að það er einhvern veginn allt á uppleið og við þurfum að mæta þessari eftirspurn og við gerum það á þennan hátt,“ segir Hjálmar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×