Skiptar skoðanir um auglýsingu fyrir Sunnudagaskólann: „Allt í lagi að Jesú sé skeggjaður og með brjóst“ Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2020 09:10 Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, segir að viðbrögðin hafi verið eftir væntingum. Einhverjir fagni og á meðan aðrir séu reiðir. Skiptar skoðanir virðast vera um nýja auglýsingu Þjóðkirkjunnar um Sunnudagaskólann þar sem sjá má stóran og mikinn regnboga og skeggjaðan Jesú með brjóst. Miklar umræður hafa spunnist í athugasemdakerfinu á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar vegna málsins og segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, að viðbrögðin hafi verið eftir væntingum. Einhverjir fagni og á meðan aðrir séu reiðir. Myndin sem um ræðir var sett í hausinn á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar í gær og létu viðbrögðin í athugasemdakerfinu ekki á sér standa. Flestir fagna á meðan aðrir segja myndina ósmekklega og ætla sér að skrá sig úr Þjóðkirkjunni vegna málsins. „Skömm sem er á ábyrgð biskups,“ segir einn. „Þið prestar og þú biskup sem standið fyrir þessu, hafið algerlega brugðist skyldu ykkar og munið svara fyrir Guði á efsta degi,“ segir annar. „Þvílík skömm að kirkja sem kennir sig við Krist skuli sína Honum slíka niðurlægingu,“ segir í enn einni athugasemdinni. Kærleikurinn getur stuðað fólk Pétur segir Þjóðkirkjuna hafa fengið ótrúlega góð viðbrögð – frá fólki sem þykir mjög vænt um þetta og sé sjálft að kalla eftir samfélagi sem umfaðmar alla. Posted by Kirkjan on Friday, 4 September 2020 „En við fáum líka viðbrögð frá fólki sem er reitt. Þetta stuðar það. Það er samt þannig að kærleikurinn getur stuðað fólk. Það er bara þannig. Það hefur margsýnt sig í gegnum mannkynssöguna að kærleikurinn getur stuðað fólk,“ segir Pétur. Pétur G. Markan er samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar.Stöð 2 Með skegg og brjóst Pétur segir að um sé að ræða myndefni sem unnið var eftir Láru Garðarsdóttur. „Þetta er ekki eina myndin. Það eru fullt af myndum í þessu „kontenti“ öllu. Þarna sjáum við Jesú sem er með brjóst og með skegg. Við erum svolítið að reyna að fanga samfélagið eins og það er. Við eigum fólk sem er allskonar og við þurfum að temja okkur að tala um Jesú sem allskonar í því samhengi. Sérstaklega þar sem það er mjög mikilvægt að hver og einn finni sína birtingarmynd í Jesú, og við séu ekki að staðna of mikið. Það er grunnboðskapurinn. Svo er þetta bara allt í lagi. Það er allt í lagi að Jesú sé skeggjaður og með brjóst,“ segir Pétur. „Ég held stundum að það er mjög gott, með svona verkefni, að taka viðbrögðin, greina þau og þá áttar maður sig kannski á því að það sé einmitt þörf fyrir þetta. Það er mikil þörf á því að opna upp staðalmyndir, opna samfélagið og gera það fjölbreytt en ekki bara tala um það. Ef fólk upplifir einhverja breytingu á Kirkjunni þá er það kannski bara breyting á því að tala bara um hlutina og yfir í að bara gera hlutina.“ Þjóðkirkjan Hinsegin Auglýsinga- og markaðsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Skiptar skoðanir virðast vera um nýja auglýsingu Þjóðkirkjunnar um Sunnudagaskólann þar sem sjá má stóran og mikinn regnboga og skeggjaðan Jesú með brjóst. Miklar umræður hafa spunnist í athugasemdakerfinu á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar vegna málsins og segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, að viðbrögðin hafi verið eftir væntingum. Einhverjir fagni og á meðan aðrir séu reiðir. Myndin sem um ræðir var sett í hausinn á Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar í gær og létu viðbrögðin í athugasemdakerfinu ekki á sér standa. Flestir fagna á meðan aðrir segja myndina ósmekklega og ætla sér að skrá sig úr Þjóðkirkjunni vegna málsins. „Skömm sem er á ábyrgð biskups,“ segir einn. „Þið prestar og þú biskup sem standið fyrir þessu, hafið algerlega brugðist skyldu ykkar og munið svara fyrir Guði á efsta degi,“ segir annar. „Þvílík skömm að kirkja sem kennir sig við Krist skuli sína Honum slíka niðurlægingu,“ segir í enn einni athugasemdinni. Kærleikurinn getur stuðað fólk Pétur segir Þjóðkirkjuna hafa fengið ótrúlega góð viðbrögð – frá fólki sem þykir mjög vænt um þetta og sé sjálft að kalla eftir samfélagi sem umfaðmar alla. Posted by Kirkjan on Friday, 4 September 2020 „En við fáum líka viðbrögð frá fólki sem er reitt. Þetta stuðar það. Það er samt þannig að kærleikurinn getur stuðað fólk. Það er bara þannig. Það hefur margsýnt sig í gegnum mannkynssöguna að kærleikurinn getur stuðað fólk,“ segir Pétur. Pétur G. Markan er samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar.Stöð 2 Með skegg og brjóst Pétur segir að um sé að ræða myndefni sem unnið var eftir Láru Garðarsdóttur. „Þetta er ekki eina myndin. Það eru fullt af myndum í þessu „kontenti“ öllu. Þarna sjáum við Jesú sem er með brjóst og með skegg. Við erum svolítið að reyna að fanga samfélagið eins og það er. Við eigum fólk sem er allskonar og við þurfum að temja okkur að tala um Jesú sem allskonar í því samhengi. Sérstaklega þar sem það er mjög mikilvægt að hver og einn finni sína birtingarmynd í Jesú, og við séu ekki að staðna of mikið. Það er grunnboðskapurinn. Svo er þetta bara allt í lagi. Það er allt í lagi að Jesú sé skeggjaður og með brjóst,“ segir Pétur. „Ég held stundum að það er mjög gott, með svona verkefni, að taka viðbrögðin, greina þau og þá áttar maður sig kannski á því að það sé einmitt þörf fyrir þetta. Það er mikil þörf á því að opna upp staðalmyndir, opna samfélagið og gera það fjölbreytt en ekki bara tala um það. Ef fólk upplifir einhverja breytingu á Kirkjunni þá er það kannski bara breyting á því að tala bara um hlutina og yfir í að bara gera hlutina.“
Þjóðkirkjan Hinsegin Auglýsinga- og markaðsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira