Innlent

Þrír starfs­menn Foss­vogs­skóla í úr­vinnslu­sótt­kví eftir smit

Atli Ísleifsson skrifar
Fossvogsskóli í Reykjavík.
Fossvogsskóli í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Þrír starfsmenn Fossvogsskóla hafa verið settir í úrvinnslusóttkví og skimun eftir að starfsmaður í eldhúsi greindist með kórónuveirusmit. Skólastjórnendur upplýstu foreldra barna við skólann um málið í tölvupósti í gær.

Ingibjörg Ýr Pálmadóttir skólastjóri segir í samtali við Vísi að málið muni ekki hafa mikil áhrif á skólastarfið. Eldhús og matsalur hafi verið sótthreinsuð í morgun.

„Við höldum okkar striki og munum fá mat fyrir börnin annars staðar frá í dag og svo kemur utanaðkomandi aðili í næstu viku og mun sjá um matinn,“ segir Ingibjörg Ýr.

Hún segir að unnið sé náið að úrvinnslu málsins bæði með smitrakningarteyminu og skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Foreldrum verði svo upplýst um niðurstöður skimunar um leið og þær liggja fyrir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×