Fótbolti

Sjáðu þegar Þróttarar skoruðu sekúndu of seint að mati dómarans

Sindri Sverrisson skrifar
Þróttarar hópuðust að dómara og aðstoðardómara eftir að flautað hafði verið til hálfleiks.
Þróttarar hópuðust að dómara og aðstoðardómara eftir að flautað hafði verið til hálfleiks. MYND/STÖÐ 2 SPORT

Mark sem Þróttur Reykjavík skoraði gegn Leikni Fáskrúðsfirði í Lengjudeildinni stóð ekki þar sem að flautað hafði verið til hálfleiks sekúndubrotum áður en boltinn fór yfir línuna.

Hér að neðan má sjá markið úr útsendingu Stöðvar 2 Sport frá leiknum.

Klippa: Þróttarar skoruðu sekúndubrotum of seint

Þróttarar komu boltanum í netið eftir að Bergsteinn Magnússon í marki Leiknis hafði misst hann frá sér. 

Einar Ingi Jóhannsson, dómari leiksins, hafði ekki ætlað sér að hafa neinn uppbótartíma þar sem engar tafir voru í leiknum, en Þróttur fékk aukaspyrnu á miðjunni þegar nokkrar sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik. Þróttarar fengu að taka spyrnuna, Bergsteinn virtist hafa gripið boltann og þá blés Einar Ingi í flautuna. En í sama mund missti Bergsteinn boltann og Þróttarar komu honum í netið, andartaki of seint.

Þetta gæti reynst dýrkeypt fyrir Þrótt sem er í fallsæti með 8 stig líkt og botnlið Magna, enn þremur stigum á eftir Leikni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×