„Barnið mitt þekkir ekki annað“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. september 2020 16:30 Sara Snorradóttir hefur barist við krabbamein síðustu þrjú ár og átti nýfætt barn þegar hún greindist. Vísir/Vilhelm „Þá átti ég þriggja mánaða stelpu,“ segir Sara Snorradóttir um það þegar hún greindist með Hodgkins eitlafrumukrabbamein í ágúst árið 2017. Hún viðurkennir að það hafi verið erfitt að fá þessar fréttir svo skömmu eftir að barnið fæddist. „Ég fór í meðferð við því, þessa fyrstu almennu meðferð sem allir fara í við Hodgkins og klára hana í febrúar 2018. Þá er allt farið og ég á bara að vera laus. En ég næ svo 11 mánuðum á milli en í janúar 2019 þá greinist ég aftur.“ Hreyfingin í fyrsta sæti Sara ræddi þetta erfiða ferli við Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Það var í júlí á þessu ári sem Sara fékk þær fréttir í júlí á þessu ári að hún væri aftur laus við meinið. „Þetta tók aðeins lengri tíma í þetta skiptið, enda var þetta svolítið seigt, vildi ekki fara, vildi ekki yfirgefa mig.“ Þessi seinni meðferð var erfiðari og tók meira á líkamann. „Ég er búin að vera að þessu í þrjú ár, barnið mitt þekkir ekki annað.“ Í viðtalinu ræðir Sara um mikilvægi hreyfingar og endurhæfingar þegar kemur að þessum sjúkdómi. „Mér finnst að hún eigi að vera algjörlega í fyrsta sæti og að gera þetta allan tímann. Það er náttúrulega mismunandi dagsform og allt svoleiðis, en reyna.“ Sjálf stundaði hún mikla hreyfingu og mætti jafnvel í ræktina degi eftir lyfjameðferð. Viðtalið við Söru hefst á mínútu 41:25 í þættinum, sem kallast Af hverju skiptir endurhæfing máli? Þátturinn er á Spotify og helstu efnisveitum og má einnig hlusta á hann í spilaranum hér fyrir neðan. Í fyrri hluta þáttar ræðir Sigríður Þóra við þá Atla Má Sigurðsson og Hauk Guðmundsson. Nýr þáttur af hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein er væntanlegur hingað á Vísi á morgun. Heilsa Heilbrigðismál Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir Hreyfing vanmetinn hluti af krabbameinsmeðferð Líkamleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í bataferli þeirra sem greinast með krabbamein. Hér á landi er til dæmis bæði hægt að sækja þjálfun og æfingar í gegnum félögin Kraft og Ljósið. Þjálfarar segja að það geti verið mjög hvetjandi að æfa með fólki sem hefur einnig greinst með krabbamein. 21. ágúst 2020 07:00 Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira
„Þá átti ég þriggja mánaða stelpu,“ segir Sara Snorradóttir um það þegar hún greindist með Hodgkins eitlafrumukrabbamein í ágúst árið 2017. Hún viðurkennir að það hafi verið erfitt að fá þessar fréttir svo skömmu eftir að barnið fæddist. „Ég fór í meðferð við því, þessa fyrstu almennu meðferð sem allir fara í við Hodgkins og klára hana í febrúar 2018. Þá er allt farið og ég á bara að vera laus. En ég næ svo 11 mánuðum á milli en í janúar 2019 þá greinist ég aftur.“ Hreyfingin í fyrsta sæti Sara ræddi þetta erfiða ferli við Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Það var í júlí á þessu ári sem Sara fékk þær fréttir í júlí á þessu ári að hún væri aftur laus við meinið. „Þetta tók aðeins lengri tíma í þetta skiptið, enda var þetta svolítið seigt, vildi ekki fara, vildi ekki yfirgefa mig.“ Þessi seinni meðferð var erfiðari og tók meira á líkamann. „Ég er búin að vera að þessu í þrjú ár, barnið mitt þekkir ekki annað.“ Í viðtalinu ræðir Sara um mikilvægi hreyfingar og endurhæfingar þegar kemur að þessum sjúkdómi. „Mér finnst að hún eigi að vera algjörlega í fyrsta sæti og að gera þetta allan tímann. Það er náttúrulega mismunandi dagsform og allt svoleiðis, en reyna.“ Sjálf stundaði hún mikla hreyfingu og mætti jafnvel í ræktina degi eftir lyfjameðferð. Viðtalið við Söru hefst á mínútu 41:25 í þættinum, sem kallast Af hverju skiptir endurhæfing máli? Þátturinn er á Spotify og helstu efnisveitum og má einnig hlusta á hann í spilaranum hér fyrir neðan. Í fyrri hluta þáttar ræðir Sigríður Þóra við þá Atla Má Sigurðsson og Hauk Guðmundsson. Nýr þáttur af hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein er væntanlegur hingað á Vísi á morgun.
Heilsa Heilbrigðismál Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir Hreyfing vanmetinn hluti af krabbameinsmeðferð Líkamleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í bataferli þeirra sem greinast með krabbamein. Hér á landi er til dæmis bæði hægt að sækja þjálfun og æfingar í gegnum félögin Kraft og Ljósið. Þjálfarar segja að það geti verið mjög hvetjandi að æfa með fólki sem hefur einnig greinst með krabbamein. 21. ágúst 2020 07:00 Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira
Hreyfing vanmetinn hluti af krabbameinsmeðferð Líkamleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í bataferli þeirra sem greinast með krabbamein. Hér á landi er til dæmis bæði hægt að sækja þjálfun og æfingar í gegnum félögin Kraft og Ljósið. Þjálfarar segja að það geti verið mjög hvetjandi að æfa með fólki sem hefur einnig greinst með krabbamein. 21. ágúst 2020 07:00