Fótbolti

Neymar náði sér í kórónuveiruna á Ibiza

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Neymar niðurdreginn eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Paris Saint-Germain tapaði fyrir Bayern München, 1-0.
Neymar niðurdreginn eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Paris Saint-Germain tapaði fyrir Bayern München, 1-0. getty/Michael Regan

Brasilíumaðurinn Neymar hefur greinst með kórónuveiruna. L'Équipe greinir frá því að Neymar hafi smitast af kórónuveirunni þegar hann var í fríi á Ibiza.

Argentínumennirnir Ángel Di María og Leandro Parades, samherjar Neymars hjá Paris Saint-Germain, voru einnig á Ibiza og greindust með kórónuveiruna við komuna til Parísar.

Þremenningarnir fara nú í viku einagrun. Fyrsti leikur PSG í frönsku úrvalsdeildinni er gegn Lens 10. september og því óvíst hvort Neymar, Di María og Parades taki þátt í þeirri viðureign.

Leikmenn PSG fengu stutt frí eftir lokatörnina í Meistaradeild Evrópu. PSG komst í úrslit keppninnar þar sem liðið tapaði fyrir Bayern München, 1-0.

Neymar hefur verið hjá PSG síðan 2017 og staðfesti á dögunum að hann myndi leika áfram með franska liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×