Meta hvort heilbrigðiskerfið uppfylli ólíkar þarfir kynjanna Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2020 17:35 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ákvað að láta kortleggja heilsufar landsmanna út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Vísir/Vilhelm Lagt verður mat á hvort heilbrigðisþjónustan taki mið af ólíkum þörfum kynjanna í rannsókn sem heilbrigðisráðuneytið hefur samið við félagsvísindasvið Háskóla Íslands um að gera. Vísbendingar eru um að konur búi að nokkru leyti við lakari heilsu en karlar. Markmiðið rannsóknarinnar er að greina kynbundin mun á heilsufari og í hverju hann felst og hvort þjónusta heilbrigðiskerfisins mæti ólíkum þörfum kynjanna sem skyldi. Við greininguna verður jafnframt horft til þess að fleiri þættir en kyn skilgreina stöðu fólks og geta haft áhrif á heilsufar þeirra. Gagnaöflun vegna rannsóknarinnar er þegar hafin og er búist við að niðurstöður verði kynntar í skýrslu fyrir lok ársins. Finnborg S. Steinþórsdóttir, nýdoktor í kynjafræði, annast rannsóknina, að því er kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Við rannsóknina verður byggt á gögnum úr heilbrigðiskerfinu og almannatryggingakerfinu auk niðurstaðna ýmissa kannana sem tengjast lífsháttum og lýðheilsu. Í greiningunni verða upplýsingar um fjölskyldugerð, efnahag, menntun, neysluvenjur, lyfjanotkun, slys, sjúkdóma, örorku, bólusetningar og margt fleira skoðað. Fyrirmynd verkefnisins eru niðurstöður nefndar heilbrigðisráðherra um heilsufar kvenna frá árinu 2000. Þær voru að konur búi að nokkru leyti við lakara heilsufar en karlar, að þær nýti heilbrigðisþjónustuna meira en þeir, séu sendar í fleiri rannsóknir, fái oftar sjúkdómsgreiningu og meðferð og sé ávísað lyfjum í meira mæli en körlum. Heilbrigðismál Jafnréttismál Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Lagt verður mat á hvort heilbrigðisþjónustan taki mið af ólíkum þörfum kynjanna í rannsókn sem heilbrigðisráðuneytið hefur samið við félagsvísindasvið Háskóla Íslands um að gera. Vísbendingar eru um að konur búi að nokkru leyti við lakari heilsu en karlar. Markmiðið rannsóknarinnar er að greina kynbundin mun á heilsufari og í hverju hann felst og hvort þjónusta heilbrigðiskerfisins mæti ólíkum þörfum kynjanna sem skyldi. Við greininguna verður jafnframt horft til þess að fleiri þættir en kyn skilgreina stöðu fólks og geta haft áhrif á heilsufar þeirra. Gagnaöflun vegna rannsóknarinnar er þegar hafin og er búist við að niðurstöður verði kynntar í skýrslu fyrir lok ársins. Finnborg S. Steinþórsdóttir, nýdoktor í kynjafræði, annast rannsóknina, að því er kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Við rannsóknina verður byggt á gögnum úr heilbrigðiskerfinu og almannatryggingakerfinu auk niðurstaðna ýmissa kannana sem tengjast lífsháttum og lýðheilsu. Í greiningunni verða upplýsingar um fjölskyldugerð, efnahag, menntun, neysluvenjur, lyfjanotkun, slys, sjúkdóma, örorku, bólusetningar og margt fleira skoðað. Fyrirmynd verkefnisins eru niðurstöður nefndar heilbrigðisráðherra um heilsufar kvenna frá árinu 2000. Þær voru að konur búi að nokkru leyti við lakara heilsufar en karlar, að þær nýti heilbrigðisþjónustuna meira en þeir, séu sendar í fleiri rannsóknir, fái oftar sjúkdómsgreiningu og meðferð og sé ávísað lyfjum í meira mæli en körlum.
Heilbrigðismál Jafnréttismál Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira