Erlent

Sund­kappi fannst eftir átta tíma leit á Ermar­sundi

Atli Ísleifsson skrifar
Leiðin milli Dover og Calais er um 34 kílómetra löng, en sundmenn synda vanalega mun lengri leið vegna áhrifa hafstrauma.
Leiðin milli Dover og Calais er um 34 kílómetra löng, en sundmenn synda vanalega mun lengri leið vegna áhrifa hafstrauma. Getty

Björgunarliði í Bretlandi tókst í gærkvöldi að bjarga sundkappa, sem gerði tilraun til að synda einn og óstuddur yfir Ermarsundið, eftir um átta tíma leit.

Ráðist var í leitina eftir símtal frá vini mannsins um miðjan dag í gær og var notast bæði við þyrlur og björgunarbáta.

Maðurinn fannst að lokum um fimm hundruð metra frá strönd Dover, en hann hafði ætlað sér að synda frá Dover í Bretlandi og til Calais í Frakklandi.

BBC segir frá því að maðurinn hafi verið „kaldur og þreyttur“ er hann fannst og var hann fluttur á sjúkrahús.

Leiðin milli Dover og Calais er um 34 kílómetra löng, en sundmenn synda vanalega mun lengri leið vegna áhrifa hafstrauma.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.