Fótbolti

Löw hefði valið Neu­er frekar en Lewandowski

Anton Ingi Leifsson skrifar
Joachim Löw.
Joachim Löw. Vísir/Getty

Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins í knattspyrnu, segir að hann myndi kjósa Manuel Neuer sem besta leikmann 2019/2020 tímabilsins.

Lewandowski var magnaður á síðasta ári og skoraði 55 mörk í 47 leikjum og var líklegur til að vinna Ballon d'Or áður en verðlaunahátíðin var blásin af.

Löw er ekki í neinum vafa um hvaða leikmenn hann myndi kjósa sem gullverðlauna Gullboltans.

„Manu var í frábæru formi 2019-2020. Manu var í sérklassa. Ótrúlegur,“ sagði hann í samtali við Kicker.

„Ég hef ekkert á móti Robert Lewandowski. Hann er heimsklassa markaskorari en fyrir mig er besti leikmaður ársins Manuel Neuer.“

„Það sem hann gerði í Lissabon var ótrúlegt. Hann hélt búðinni lokaðri. Hann bjargaði því að Lyon og PSG kæmust yfir eða jöfnuðu í 1-1. Þú hafðir á tilfinningunni að hann væri alls staðar,“ sagði Löw.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.