Grínuðust með það að Sara Björk ætti að fara og taka við silfrinu líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2020 14:00 Sara Björk Gunnarsdóttir faðmar Pernille Harder um leið og Wolfsburg leikmenninrir ganga framhjá. Getty/Sergio Perez Sara Björk Gunnarsdóttir vann í raun bæði gull og silfur í Meistaradeildinni í ár því liðið sem hún endaði tímabilið vann liðið sem hún byrjaði tímabilið með í úrslitaleiknum. Sara Björk Gunnarsdóttir náði langþráðu takmarki sínu með því að vinna Meistaradeildinni með Lyon í gær og innsiglaði sjálf sigurinn með því að skora þriðja mark Lyon á 88. mínútu. Sara Björk Gunnarsdóttir fagnaði titlinum innilega eftir leikinn og það sást líka vel þegar fyrrum samherjar hennar í Wolfsburg föðmuðu hana eftir leikinn. Sara Björk var í fjögur ár hjá Wolfsburg og átti þar mjög góðar vinkonur eins og til dæmis hina dönsku Pernille Harder sem Sara hughreysti sérstaklega eftir leikinn. Sindri Sverrisson spurði Söru um gull og silfur pælinguna í viðtali fyrir Vísi. „Ég veit það ekki og er ekkert að pæla í því. Það var einhver að spyrja mig fyrir leikinn og svo voru stelpurnar í Lyon að djóka í mér í rútunni á leiðinni í leikinn; „Sara, það bara skiptir ekki máli hvernig fer, þú ert búin að vinna sama hvað.“ Ég reyndi bara að halda kúlinu í öllu stressinu. En ef að Wolfsburg hefði unnið leikinn þá hefði ég aldrei sagt að ég hefði unnið keppnina. Ég er núna að spila með Lyon og vinn eða tapa með liðinu. Þetta kemur í ljós. Ég er í ágætri stöðu hérna með gullið,“ sagði Sara. Það sem vakti líka athygli var það sem var í gangi þegar liðsfélagar Söru, voru ásamt henni, búnar að stilla sér upp í heiðursvörð fyrir dómarana og leikmenn silfurliðs Wolfsburg. Þar mátti greinilega lesa í grín liðsfélaga hennar að þær voru að segja Söru að fara með gömlu félögunum og taka við silfurverðlaununum. Sjónvarpsvélarnar voru í nærmynd þegar Lyon stelpurnar voru að fíflast með það að Sara Björk ætti að fara með og taka við silfrinu. Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði sex leiki í Meistaradeildinni á tímabilinu 2019-20 og skoraði í þeim tvö mörk. Sara skoraði 1 mark í 3 leikjum með gullliði Lyon og skoraði 1 mark í 3 leikjum með silfurliði Wolfsburg. Hér fyrir neðan má sjá Lyon stelpurnar grínast í Söru Björk og hvetja hana til þess að fara og taka við silfrinu. Klippa: Grínuðust með það að Sara Björk sætti að sækja sér silfrið líka Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir vann í raun bæði gull og silfur í Meistaradeildinni í ár því liðið sem hún endaði tímabilið vann liðið sem hún byrjaði tímabilið með í úrslitaleiknum. Sara Björk Gunnarsdóttir náði langþráðu takmarki sínu með því að vinna Meistaradeildinni með Lyon í gær og innsiglaði sjálf sigurinn með því að skora þriðja mark Lyon á 88. mínútu. Sara Björk Gunnarsdóttir fagnaði titlinum innilega eftir leikinn og það sást líka vel þegar fyrrum samherjar hennar í Wolfsburg föðmuðu hana eftir leikinn. Sara Björk var í fjögur ár hjá Wolfsburg og átti þar mjög góðar vinkonur eins og til dæmis hina dönsku Pernille Harder sem Sara hughreysti sérstaklega eftir leikinn. Sindri Sverrisson spurði Söru um gull og silfur pælinguna í viðtali fyrir Vísi. „Ég veit það ekki og er ekkert að pæla í því. Það var einhver að spyrja mig fyrir leikinn og svo voru stelpurnar í Lyon að djóka í mér í rútunni á leiðinni í leikinn; „Sara, það bara skiptir ekki máli hvernig fer, þú ert búin að vinna sama hvað.“ Ég reyndi bara að halda kúlinu í öllu stressinu. En ef að Wolfsburg hefði unnið leikinn þá hefði ég aldrei sagt að ég hefði unnið keppnina. Ég er núna að spila með Lyon og vinn eða tapa með liðinu. Þetta kemur í ljós. Ég er í ágætri stöðu hérna með gullið,“ sagði Sara. Það sem vakti líka athygli var það sem var í gangi þegar liðsfélagar Söru, voru ásamt henni, búnar að stilla sér upp í heiðursvörð fyrir dómarana og leikmenn silfurliðs Wolfsburg. Þar mátti greinilega lesa í grín liðsfélaga hennar að þær voru að segja Söru að fara með gömlu félögunum og taka við silfurverðlaununum. Sjónvarpsvélarnar voru í nærmynd þegar Lyon stelpurnar voru að fíflast með það að Sara Björk ætti að fara með og taka við silfrinu. Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði sex leiki í Meistaradeildinni á tímabilinu 2019-20 og skoraði í þeim tvö mörk. Sara skoraði 1 mark í 3 leikjum með gullliði Lyon og skoraði 1 mark í 3 leikjum með silfurliði Wolfsburg. Hér fyrir neðan má sjá Lyon stelpurnar grínast í Söru Björk og hvetja hana til þess að fara og taka við silfrinu. Klippa: Grínuðust með það að Sara Björk sætti að sækja sér silfrið líka
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sjá meira