Innlent

Við­búnaður í Kópa­vogs­höfn vegna „tor­kenni­legs hlutar“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá aðgerðum í Kópavogshöfn.
Frá aðgerðum í Kópavogshöfn. Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með nokkurn viðbúnað við Kópavogshöfn í morgun eftir að vegfarandi tilkynnti um „torkennilegan hlut“ í sjónum. Þar reyndist um stóran ruslapoka að ræða sem færður var í land, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. 

Líkt og áður segir var mikill viðbúnaður í höfninni vegna málsins og voru kafarar frá embætti ríkislögreglustjóra kallaðir til aðstoðar.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í morgun tilkynningu um torkennkilegan hlut í Kópavogshöfn. En þar hafði sést í...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, 31 August 2020


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×