Innlent

Taka upp ó­undir­búnar fyrir­spurnir í borgar­stjórn

Atli Ísleifsson skrifar
Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er í pontu.
Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er í pontu. Vísir/Vilhelm

Óundirbúnar fyrirspurnir verða á dagskrá næstu funda borgarstjórnar Reykjavíkur. Um tilraunaverkefni er að ræða þar sem liðurinn verður á dagskrá í upphafi sex funda fram til áramóta.

Morgunblaðið greinir frá þessu en málið var til umræðu á fundi forsætisnefndar borgarinnar síðastliðinn föstudag.

Haft er eftir Pawel Bartozek, forseta borgarstjórnar, að litið hafi verið til þingsins, þar sem þetta sé sá dagskrárliður í þinginu sem hafi vakið „smá athygli“. Vonast hann til að með þessu verði hægt að fá skörp skoðanaskipti eða þá upplýsingagjöf fyrir fundinn.

Óundirbúnar fyrirspurnir verða því fyrst á dagskrá fundar borgarstjórnar á morgun, 1. september.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×