Innlent

Malbikun á Reykjanesbraut í kvöld

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lokað verður fyrir akstur í norðurátt frá hringtorginu við N1 stöðina við Lækjargötu og að þessum gatnamótum við Kaplakrika.
Lokað verður fyrir akstur í norðurátt frá hringtorginu við N1 stöðina við Lækjargötu og að þessum gatnamótum við Kaplakrika. Vísir/Vilhelm

Stefnt er að malbikun á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í kvöld frá klukkan átta og til eitt eftir miðnætti. Götunni verður lokað fyrir umferð í norðurátt frá hringtorginu við Lækjargötu að gatnamótum við Kaplakrika. Opið verður fyrir umferð í suðurátt.

Hjáleiðir verða um Lækjargötu, Fjarðargötu, Reykjavíkurveg, Flatahraun, Hlíðaberg og Hamraberg eins og sjá má á skýringarmynd frá Vegagerðinni að neðan.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Appelsínugular örvar á neðri myndinni sýna hjáleiðir fyrir fólk á leið norður Reykjanesbraut.Vegagerðin


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×