Innlent

Fyrsti silfur­reynirinn til að verða út­nefndur Tré ársins

Atli Ísleifsson skrifar
Silfurreynirinn í Þorskafirði stendur stakur og hefur staðið sig gegn óblíðum náttúruöflum í áratugi, sem sett hafa sinn svip á tréð.
Silfurreynirinn í Þorskafirði stendur stakur og hefur staðið sig gegn óblíðum náttúruöflum í áratugi, sem sett hafa sinn svip á tréð. Aðsend/Böðvar Jónsson

Skógræktarfélag Íslands, í samstarfi við Lambhaga, hefur útnefnt silfurreyni (Sorbus intermedia) í Skógum í Þorskafirði sem Tré ársins 2020. Verður það gert við hátíðlega athöfn næstkomandi laugardag klukkan 14.

Í tilkynningu frá Skógræktarfélaginu segir að þetta sé í fyrsta sinn sem silfurreynir sé útnefndur sem Tré ársins, „þrátt fyrir að vera með elstu nýbúum trjátegunda hérlendis“. Elsta innflutta tré á Íslandi er einmitt silfurreynir sem er að finna í Fógetagarðinum við Aðalstræti í Reykjavík.

Silfurreynirinn í Þorskafirði stendur stakur og hefur staðið sig gegn óblíðum náttúruöflum í áratugi, sem sett hafa sinn svip á tréð.

Skógræktarfélag Íslands útnefnir árlega Tré ársins en útnefningunni er ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa um allt land.

„Við athöfnina munu Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands og Halldór Þorgeirsson, fulltrúi í andlegu þjóðarráði baháʼí flytja ávarp. Hafberg Þórisson, fulltrúi styrktaraðila, afhendir viðurkenningaskjal og skjöldur verður afhjúpaður. Þá fer fram formleg mæling á trénu. Farið verður í gönguferð um skógarsvæði næsta nágrennis og sagt frá tilurð ræktunar á Skógum,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×