Handtekinn fyrir heiðursmorð eftir tólf ár á flótta Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2020 11:35 Hér má sjá myndir af þær systrum. Facebook/Justice for Sarah and Amina Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna handtóku í gær Yaser Abdel Said. Hann hefði verið meðal tíu efstu manna á lista FBI yfir eftirlýsta menn í sex ár. Said var handtekinn í Texas en hann er grunaður um að hafa myrt dætur sínar árið 2008. Um svokölluð heiðursmorð var að ræða. Said er nú 63 ára gamall. Þær Amina og Sarah fundust skotnar til bana í leigubíl föður þeirra í Irving í Texas. Hann hafði farið með þær á rúntinn undir því yfirskini að þau ætluðu að fá sér eitthvað í borða. Í staðinn skaut hann þær báðar margsinnis. Önnur þeirra í farþegasætinu og hin aftur í. Yaser Abdel Said.AP/Lögreglan í Irving Önnur þeirra dó þó ekki samstundis og náði að hringja í Neyðarlínuna. Hún sagðist vera að deyja og bað um hjálp. Hún gat þó lítið annað sagt vegna sára sinna og lögregluþjónar fundu þær ekki. Um klukkustund eftir símtalið hringdi vegfarandi sem hafði gengið fram á þær í Neyðarlínuna. Amina var átján ára og Sarah sautján. Said sjálfur var horfinn með allt sitt sparifé og skammbyssuna sem hann notaði til að myrða dætur sínar. Hann er sagður hafa verið ósáttur við hegðun dætra sinna og þá sérstaklega það að Sarah hafði farið á stefnumót með stráki sem var ekki múslimi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Móðir þeirra hafði reynt að flýja með þær viku áður. Auk Said handtók lögreglan einnig bróður hans og son. Þeir hafa báðir verið ákærðir fyrir að aðstoða flóttamann. Said var settur meðal þeirra efstu á lista FBI yfir eftirlýsta menn í desember 2014. Í yfirlýsingu frá FBI segir að starfsmenn stofnunarinnar hafi aldrei gefist upp í leitinni að honum. Ekki hefur verið gefið upp hvernig FBI uppgötvaði hvar Said héldi til. Bandaríkin Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna handtóku í gær Yaser Abdel Said. Hann hefði verið meðal tíu efstu manna á lista FBI yfir eftirlýsta menn í sex ár. Said var handtekinn í Texas en hann er grunaður um að hafa myrt dætur sínar árið 2008. Um svokölluð heiðursmorð var að ræða. Said er nú 63 ára gamall. Þær Amina og Sarah fundust skotnar til bana í leigubíl föður þeirra í Irving í Texas. Hann hafði farið með þær á rúntinn undir því yfirskini að þau ætluðu að fá sér eitthvað í borða. Í staðinn skaut hann þær báðar margsinnis. Önnur þeirra í farþegasætinu og hin aftur í. Yaser Abdel Said.AP/Lögreglan í Irving Önnur þeirra dó þó ekki samstundis og náði að hringja í Neyðarlínuna. Hún sagðist vera að deyja og bað um hjálp. Hún gat þó lítið annað sagt vegna sára sinna og lögregluþjónar fundu þær ekki. Um klukkustund eftir símtalið hringdi vegfarandi sem hafði gengið fram á þær í Neyðarlínuna. Amina var átján ára og Sarah sautján. Said sjálfur var horfinn með allt sitt sparifé og skammbyssuna sem hann notaði til að myrða dætur sínar. Hann er sagður hafa verið ósáttur við hegðun dætra sinna og þá sérstaklega það að Sarah hafði farið á stefnumót með stráki sem var ekki múslimi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Móðir þeirra hafði reynt að flýja með þær viku áður. Auk Said handtók lögreglan einnig bróður hans og son. Þeir hafa báðir verið ákærðir fyrir að aðstoða flóttamann. Said var settur meðal þeirra efstu á lista FBI yfir eftirlýsta menn í desember 2014. Í yfirlýsingu frá FBI segir að starfsmenn stofnunarinnar hafi aldrei gefist upp í leitinni að honum. Ekki hefur verið gefið upp hvernig FBI uppgötvaði hvar Said héldi til.
Bandaríkin Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira