Gætu fengið 40 milljónir króna fyrir kórónu Biggie Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 07:37 Biggie Smalls var skotinn til bana 9. mars árið 1997, tæplega 25 ára gamall. Þremur dögum áður hafði hann borið kórónuna við myndatöku. Einn af þekktari hip-hop fylgihlutum sögunnar verður boðinn upp hjá Sotheby's um miðjan næsta mánuð. Um er að ræða kórónuna sem rapparinn Christopher Wallace, Notorious B.I.G., skartaði í síðustu formlegu myndatökunni sinni, en hann var skotinn til bana þremur dögum síðar. Áætlað er að kórónan sé föl fyrir 200 til 300 þúsund dali, eða allt að 40 milljónir króna. Myndin af Biggie með kórónuna hefur öðlast sjálfstætt líf og bregður henni fyrir víða; ekki aðeins á klæðnaði, forsíðum og veggmyndum heldur jafnframt í greni vonda kallsins í Netflix-þáttunum Luke Cage. Myndin ber heitið „Konungur New York“ en þaðan gerði rapparinn út og var borgin fyrirferðamikil í glæparappi hans. Ljósmyndarinn og rapparinn Barron Claiborne áritaði kórónuna með Biggie á sínum tíma, 6. mars 1997. Hann kveðst spenntur fyrir að deila þessu þekkta rappminni með almenningi. „Myndin gerði Biggie Smalls að fyrirmenni eða dýrlingi, sem mun ekki aðeins lifa að eilífu í minningunni sem konungur New York heldur jafnframt konungur hip hop-tónlistar og einn besti listamaður sögunnar,“ segir Claiborne. Þó svo að kórónumyndin sé goðsagnakennd í dag þá segir sagan að P. Diddy, umboðsmaður og vörumerkjastjóri Biggie, hafi verið ósáttur við hana. Honum hafi þótt hún eiga betur við Burger King en rappstjörnu (e. more Burger King than hip hop king). Sem fyrr segir er áætlað að um 300 þúsund dalir fáist fyrir kórónuna en hluti upphæðarinnar mun renna til hinna ýmsu félagslegu úrræða í New York. Meðal þeirra 120 hluta sem boðnir verða upp hjá Sotheby's þann 15. september næstkomandi eru bréf sem annar þekktur rappari, Tupac Shakur, skrifaði þegar hann var sextán ára. Nánari upplýsingar um uppboðið má nálgast á vef uppboðshússins. Tónlist Bandaríkin Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira
Einn af þekktari hip-hop fylgihlutum sögunnar verður boðinn upp hjá Sotheby's um miðjan næsta mánuð. Um er að ræða kórónuna sem rapparinn Christopher Wallace, Notorious B.I.G., skartaði í síðustu formlegu myndatökunni sinni, en hann var skotinn til bana þremur dögum síðar. Áætlað er að kórónan sé föl fyrir 200 til 300 þúsund dali, eða allt að 40 milljónir króna. Myndin af Biggie með kórónuna hefur öðlast sjálfstætt líf og bregður henni fyrir víða; ekki aðeins á klæðnaði, forsíðum og veggmyndum heldur jafnframt í greni vonda kallsins í Netflix-þáttunum Luke Cage. Myndin ber heitið „Konungur New York“ en þaðan gerði rapparinn út og var borgin fyrirferðamikil í glæparappi hans. Ljósmyndarinn og rapparinn Barron Claiborne áritaði kórónuna með Biggie á sínum tíma, 6. mars 1997. Hann kveðst spenntur fyrir að deila þessu þekkta rappminni með almenningi. „Myndin gerði Biggie Smalls að fyrirmenni eða dýrlingi, sem mun ekki aðeins lifa að eilífu í minningunni sem konungur New York heldur jafnframt konungur hip hop-tónlistar og einn besti listamaður sögunnar,“ segir Claiborne. Þó svo að kórónumyndin sé goðsagnakennd í dag þá segir sagan að P. Diddy, umboðsmaður og vörumerkjastjóri Biggie, hafi verið ósáttur við hana. Honum hafi þótt hún eiga betur við Burger King en rappstjörnu (e. more Burger King than hip hop king). Sem fyrr segir er áætlað að um 300 þúsund dalir fáist fyrir kórónuna en hluti upphæðarinnar mun renna til hinna ýmsu félagslegu úrræða í New York. Meðal þeirra 120 hluta sem boðnir verða upp hjá Sotheby's þann 15. september næstkomandi eru bréf sem annar þekktur rappari, Tupac Shakur, skrifaði þegar hann var sextán ára. Nánari upplýsingar um uppboðið má nálgast á vef uppboðshússins.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira