Gætu fengið 40 milljónir króna fyrir kórónu Biggie Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 07:37 Biggie Smalls var skotinn til bana 9. mars árið 1997, tæplega 25 ára gamall. Þremur dögum áður hafði hann borið kórónuna við myndatöku. Einn af þekktari hip-hop fylgihlutum sögunnar verður boðinn upp hjá Sotheby's um miðjan næsta mánuð. Um er að ræða kórónuna sem rapparinn Christopher Wallace, Notorious B.I.G., skartaði í síðustu formlegu myndatökunni sinni, en hann var skotinn til bana þremur dögum síðar. Áætlað er að kórónan sé föl fyrir 200 til 300 þúsund dali, eða allt að 40 milljónir króna. Myndin af Biggie með kórónuna hefur öðlast sjálfstætt líf og bregður henni fyrir víða; ekki aðeins á klæðnaði, forsíðum og veggmyndum heldur jafnframt í greni vonda kallsins í Netflix-þáttunum Luke Cage. Myndin ber heitið „Konungur New York“ en þaðan gerði rapparinn út og var borgin fyrirferðamikil í glæparappi hans. Ljósmyndarinn og rapparinn Barron Claiborne áritaði kórónuna með Biggie á sínum tíma, 6. mars 1997. Hann kveðst spenntur fyrir að deila þessu þekkta rappminni með almenningi. „Myndin gerði Biggie Smalls að fyrirmenni eða dýrlingi, sem mun ekki aðeins lifa að eilífu í minningunni sem konungur New York heldur jafnframt konungur hip hop-tónlistar og einn besti listamaður sögunnar,“ segir Claiborne. Þó svo að kórónumyndin sé goðsagnakennd í dag þá segir sagan að P. Diddy, umboðsmaður og vörumerkjastjóri Biggie, hafi verið ósáttur við hana. Honum hafi þótt hún eiga betur við Burger King en rappstjörnu (e. more Burger King than hip hop king). Sem fyrr segir er áætlað að um 300 þúsund dalir fáist fyrir kórónuna en hluti upphæðarinnar mun renna til hinna ýmsu félagslegu úrræða í New York. Meðal þeirra 120 hluta sem boðnir verða upp hjá Sotheby's þann 15. september næstkomandi eru bréf sem annar þekktur rappari, Tupac Shakur, skrifaði þegar hann var sextán ára. Nánari upplýsingar um uppboðið má nálgast á vef uppboðshússins. Tónlist Bandaríkin Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Einn af þekktari hip-hop fylgihlutum sögunnar verður boðinn upp hjá Sotheby's um miðjan næsta mánuð. Um er að ræða kórónuna sem rapparinn Christopher Wallace, Notorious B.I.G., skartaði í síðustu formlegu myndatökunni sinni, en hann var skotinn til bana þremur dögum síðar. Áætlað er að kórónan sé föl fyrir 200 til 300 þúsund dali, eða allt að 40 milljónir króna. Myndin af Biggie með kórónuna hefur öðlast sjálfstætt líf og bregður henni fyrir víða; ekki aðeins á klæðnaði, forsíðum og veggmyndum heldur jafnframt í greni vonda kallsins í Netflix-þáttunum Luke Cage. Myndin ber heitið „Konungur New York“ en þaðan gerði rapparinn út og var borgin fyrirferðamikil í glæparappi hans. Ljósmyndarinn og rapparinn Barron Claiborne áritaði kórónuna með Biggie á sínum tíma, 6. mars 1997. Hann kveðst spenntur fyrir að deila þessu þekkta rappminni með almenningi. „Myndin gerði Biggie Smalls að fyrirmenni eða dýrlingi, sem mun ekki aðeins lifa að eilífu í minningunni sem konungur New York heldur jafnframt konungur hip hop-tónlistar og einn besti listamaður sögunnar,“ segir Claiborne. Þó svo að kórónumyndin sé goðsagnakennd í dag þá segir sagan að P. Diddy, umboðsmaður og vörumerkjastjóri Biggie, hafi verið ósáttur við hana. Honum hafi þótt hún eiga betur við Burger King en rappstjörnu (e. more Burger King than hip hop king). Sem fyrr segir er áætlað að um 300 þúsund dalir fáist fyrir kórónuna en hluti upphæðarinnar mun renna til hinna ýmsu félagslegu úrræða í New York. Meðal þeirra 120 hluta sem boðnir verða upp hjá Sotheby's þann 15. september næstkomandi eru bréf sem annar þekktur rappari, Tupac Shakur, skrifaði þegar hann var sextán ára. Nánari upplýsingar um uppboðið má nálgast á vef uppboðshússins.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira