Innlent

Skjálfti 3,7 að stærð norð­austur af Grinda­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Grindavík. Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall undanfarinn mánuð.
Frá Grindavík. Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall undanfarinn mánuð. Vísir/Egill

Skjálfti 3,7 að stærð varð skammt frá Grindavík klukkan 13:43 í dag. Skjálftinn fannst víða á Reykjanesskaga, á höfuðborgarsvæðinu og alveg norður á Akranes.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að skjálftinn hafi orðið 2,7 kílómetra austur af Fagradalsfjalli eða um tíu kílómetrum norðaustur af Grindavík. Skjálftahrina hefur verið í gangi á svæðinu, en klukkan 7:10 í morgun varð skjálfti 2,8 að stærð á sömu slóðum.

Skjálftinn varð 2,7 kílómetra austur af Fagradalsfjalli.

„Veðurstofunni hafa borist tugir tilkynninga um það að skjálftans hafi orðið vart á Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðinu og norður á Akranes.

Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall undanfarinn mánuð, en öflug jarðskjálftahrina hófst þar þann 19. júlí. Ríflega 5000 skjálftar hafa mælst á svæðinu síðan þá, sá stærsti 5.0 að stærð þann 20. júlí.

Þessi virkni er líklega af völdum spennubreytinga vegna endurtekinna kvikuinnskota á Reykjanesskaga sem hófst í lok janúar á þessu ári,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×