Vill að ferðamenn sleppi við sóttkví Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2020 17:54 Sigþór Kristinn forstjóri Airport Associates. visir/vilhelm Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, telur að yfirvöld hér á landi hafi hæglega getið valið mildari útgáfu við skimun á landamærum „án þess að skrúfa fyrir flæði ferðamanna“ með kröfu um tvöfalda skimun og sóttkví. Forstjórinn birti grein á Vísi um helgina þar sem hann viðraði hugmyndir um að allir sem komi hingað til lands verði skimaðir, jafn vel tvisvar, en að látið verði duga að setja Íslendinga og þá sem tengjast landinu einhvers konar böndum í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðu seinni skimunarinnar. Sigþór ræddi greinina og þessa hugmynd í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, og heyra má viðtalið hér að neðan. Þar fór hann nánar yfir hvað lá að baki greininni sem hann birti. „Í sinni einföldustu mynd þá hefur sóttvarnarlæknir alveg frá upphafi útskýrt fyrir okkur að það séu í raun og veru Íslendingar og þeir útlendingar sem búa hérna til lengri dvalar, það eru þeir sem eru að smita inn í íslenskt samfélag,“ sagði Sigþór. Með því að setja þær reglur sem nú gilda um tvær skimanir og sóttkví þess á milli hafi yfirvöld skrúfað fyrir ferðaþjónustu hér á landi, sem á milli 20 til 30 þúsund Íslendingar hafi lifibrauð sitt af. Hæglega hafi verið hægt að taka mildari skref fyrst, líkt og það sem Sigþór hefur lagt itl, og herða tökin nokkrum vikum síðar. „Ég hefði alltaf tekið þetta skref fyrst. Það er búið að útskýra mjög vel að þetta væri til þess að fletja út kúrfuna þannig að við værum með heilbrigðiskerfi sem myndi ráða við vandann. Ég get ekki séð að það sé mjög mikill vandi á Íslandi í dag, hugsanlega einn á spítala. Þannig að það er ekki mikið álag á heilbrigðiskerfinu núna“ Er það kannski vegna þessara hertu aðgerða á landamærunum? „Ég held að við hefðum alveg náð sama árangri þó að við hefðum bara skimað en ekki sett í sóttkví, útlendinga. Þá hefðum við getað samræmt bæði þau skilyrði að nánast að koma í veg fyrir smit með því að setja Íslendingana í sóttkví og tvær skimanir og jafnvel þó að við hefðum tvær skimanir á útlendinga en ekki sóttkví þá held ég að við hefðum alveg náð fyrir vandann,“ sagði Sigþór en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, telur að yfirvöld hér á landi hafi hæglega getið valið mildari útgáfu við skimun á landamærum „án þess að skrúfa fyrir flæði ferðamanna“ með kröfu um tvöfalda skimun og sóttkví. Forstjórinn birti grein á Vísi um helgina þar sem hann viðraði hugmyndir um að allir sem komi hingað til lands verði skimaðir, jafn vel tvisvar, en að látið verði duga að setja Íslendinga og þá sem tengjast landinu einhvers konar böndum í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðu seinni skimunarinnar. Sigþór ræddi greinina og þessa hugmynd í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, og heyra má viðtalið hér að neðan. Þar fór hann nánar yfir hvað lá að baki greininni sem hann birti. „Í sinni einföldustu mynd þá hefur sóttvarnarlæknir alveg frá upphafi útskýrt fyrir okkur að það séu í raun og veru Íslendingar og þeir útlendingar sem búa hérna til lengri dvalar, það eru þeir sem eru að smita inn í íslenskt samfélag,“ sagði Sigþór. Með því að setja þær reglur sem nú gilda um tvær skimanir og sóttkví þess á milli hafi yfirvöld skrúfað fyrir ferðaþjónustu hér á landi, sem á milli 20 til 30 þúsund Íslendingar hafi lifibrauð sitt af. Hæglega hafi verið hægt að taka mildari skref fyrst, líkt og það sem Sigþór hefur lagt itl, og herða tökin nokkrum vikum síðar. „Ég hefði alltaf tekið þetta skref fyrst. Það er búið að útskýra mjög vel að þetta væri til þess að fletja út kúrfuna þannig að við værum með heilbrigðiskerfi sem myndi ráða við vandann. Ég get ekki séð að það sé mjög mikill vandi á Íslandi í dag, hugsanlega einn á spítala. Þannig að það er ekki mikið álag á heilbrigðiskerfinu núna“ Er það kannski vegna þessara hertu aðgerða á landamærunum? „Ég held að við hefðum alveg náð sama árangri þó að við hefðum bara skimað en ekki sett í sóttkví, útlendinga. Þá hefðum við getað samræmt bæði þau skilyrði að nánast að koma í veg fyrir smit með því að setja Íslendingana í sóttkví og tvær skimanir og jafnvel þó að við hefðum tvær skimanir á útlendinga en ekki sóttkví þá held ég að við hefðum alveg náð fyrir vandann,“ sagði Sigþór en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira