Smit í skólum og í Hinu húsinu rakin til Hótel Rangár Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. ágúst 2020 19:11 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis. Lögreglan Tveir starfsmenn þriggja skóla og einn starfsmaður Hins hússins á höfuðborgarsvæðinu virðast allir hafa smitast af kórónuveirunni í hópsýkingu á Hótel Rangá. Á sjötta hundrað nemenda komast ekki í skóla eða frístund vegna þess. Sýkingin er rakin til Akraness. Skólasetning var í grunnskólum borgarinnar í dag hjá ríflega 15.000 grunnskólabörnum Víðast hvar var skólasetning með óhefðbundnu sniði, ýmist streymt á netinu eða að tekið er á móti minni hópum nemenda. Sameiginlegur starfsmaður reyndist smitaður Skólasetning frestast hjá Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla um eina til tvær vikur þar sem sameiginlegur starfsmaður skólanna reyndist smitaður af kórónuveirunni og þurftu allir starfsmenn í sóttkví eftir að hafa hitt hann. Starfsmaðurinn virðist hafa smitast á hótel Rangá í síðustu viku. Það á einnig við starfsmann Hins hússins sem greindist með veiruna á fimmtudaginn og þurfti að loka starfseminni þar því helmingur starfsfólks fór í sóttkví. Þá er leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ lokaður eftir að starfsmaður greindist með smit eftir heimsókn á hótel Rangá og allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví. Þá er Barnaskólinn í Reykjavík lokaður eftir að starfsmaður þar reyndist smitaður. Nemendur sem verða fyrir beinum áhrifum vegna raskana á skólahaldi eru um 700 talsins. Rekja má smitin til hópsýkingar sem uppgötvaðist á Akranesi Samkvæmt heimildum fréttastofu smituðust að minnsta kosti 11 manns í hópsýkingunni á Rangá í síðustu viku. Íslenskur gestur sem heimsótti á hótelið fyrir rúmri viku reyndist smitaður og í framhaldinu kom í ljós að margir höfðu smitast. „Það hefur bæst í hópinn. Sérstaklega einstaklingar sem smitast af aðilum sem geta rakið smit sitt þangað,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis. Kamilla segir að þessi hópsýking sýni hversu smitandi veiran sé. „Nánast allt eru þetta innanlandssmit sem við höfum verið að sjá síðan fyrir verslunarmannahelgi“ segir Kamilla og segir hópsýkinguna hafa uppgötvast á Akranesi. „Hún uppgötvast þar og hér á suðvesturhorninu en hefur núna breitt úr sér um allt land,“ sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Tveir starfsmenn þriggja skóla og einn starfsmaður Hins hússins á höfuðborgarsvæðinu virðast allir hafa smitast af kórónuveirunni í hópsýkingu á Hótel Rangá. Á sjötta hundrað nemenda komast ekki í skóla eða frístund vegna þess. Sýkingin er rakin til Akraness. Skólasetning var í grunnskólum borgarinnar í dag hjá ríflega 15.000 grunnskólabörnum Víðast hvar var skólasetning með óhefðbundnu sniði, ýmist streymt á netinu eða að tekið er á móti minni hópum nemenda. Sameiginlegur starfsmaður reyndist smitaður Skólasetning frestast hjá Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla um eina til tvær vikur þar sem sameiginlegur starfsmaður skólanna reyndist smitaður af kórónuveirunni og þurftu allir starfsmenn í sóttkví eftir að hafa hitt hann. Starfsmaðurinn virðist hafa smitast á hótel Rangá í síðustu viku. Það á einnig við starfsmann Hins hússins sem greindist með veiruna á fimmtudaginn og þurfti að loka starfseminni þar því helmingur starfsfólks fór í sóttkví. Þá er leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ lokaður eftir að starfsmaður greindist með smit eftir heimsókn á hótel Rangá og allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví. Þá er Barnaskólinn í Reykjavík lokaður eftir að starfsmaður þar reyndist smitaður. Nemendur sem verða fyrir beinum áhrifum vegna raskana á skólahaldi eru um 700 talsins. Rekja má smitin til hópsýkingar sem uppgötvaðist á Akranesi Samkvæmt heimildum fréttastofu smituðust að minnsta kosti 11 manns í hópsýkingunni á Rangá í síðustu viku. Íslenskur gestur sem heimsótti á hótelið fyrir rúmri viku reyndist smitaður og í framhaldinu kom í ljós að margir höfðu smitast. „Það hefur bæst í hópinn. Sérstaklega einstaklingar sem smitast af aðilum sem geta rakið smit sitt þangað,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis. Kamilla segir að þessi hópsýking sýni hversu smitandi veiran sé. „Nánast allt eru þetta innanlandssmit sem við höfum verið að sjá síðan fyrir verslunarmannahelgi“ segir Kamilla og segir hópsýkinguna hafa uppgötvast á Akranesi. „Hún uppgötvast þar og hér á suðvesturhorninu en hefur núna breitt úr sér um allt land,“ sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira