Framlengja dvöl sína á Íslandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2020 15:30 Jadon Sancho og Tammy Abraham verða að öllum líkindum í landsliðshópi Southgate sem mætir til Íslands. Robin Jones/Getty Images Enska landsliðið í knattspyrnu spilar gegn því íslenska á Laugardalsvelli þann 5. september næstkomandi í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar. Í stað þess að fljúga strax heim á leið líkt og venja er mun liðið vera tvo daga til viðbótar á Íslandi. Er stefnt að því að nýta tímann til að undirbúa leikinn gegn Dönum sem er þremur dögum síðar á Parken í Kaupmannahöfn. Gareth Soutghate, landsliðseinvaldur Englands, hefur gefið það út að hann muni mæta með eins sterkt lið og mögulegt er í leikina tvö. Víðir Sigurðsson á íþróttadeild Morgunblaðsins greindi frá þessu fyrr í dag. Þar segir hann að samkvæmt heimildum mbl.is þá hafi enska knattspyrnusambandið bókað 65 herbergi á hóteli í Reykjavík frá föstudeginum 4. september til mánudagsins 7. september. Samkvæmt öruggum heimildum Vísis er um að ræða Radisson Blu Saga hótel við Hagatorg í vesturbæ Reykjavíkur. Mótherjar Íslands gista alla jafnan á Grand Hótel sem er í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá Laugardalsvelli. Enska liðið ku hafa valið Radisson þar sem bæði fundar- og matsalur hótelsins eru hlið við hlið. Þá segir í frétt mbl.is að Englendingar finnist öruggara að vera hér á landi heldur en í Danmörku og forráðamenn landsliðsins séu ánægðir með þann aðbúnað sem er á Íslandi vegna kórónufaraldursins. Þjóðadeild UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, fer af stað þann 5. september og leikur Ísland í A-riðli ásamt Belgíu, Englandi og Danmörku. Leikur Íslands og Englands verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport líkt og allir leikir Íslands í keppninni. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020 Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Enska landsliðið í knattspyrnu spilar gegn því íslenska á Laugardalsvelli þann 5. september næstkomandi í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar. Í stað þess að fljúga strax heim á leið líkt og venja er mun liðið vera tvo daga til viðbótar á Íslandi. Er stefnt að því að nýta tímann til að undirbúa leikinn gegn Dönum sem er þremur dögum síðar á Parken í Kaupmannahöfn. Gareth Soutghate, landsliðseinvaldur Englands, hefur gefið það út að hann muni mæta með eins sterkt lið og mögulegt er í leikina tvö. Víðir Sigurðsson á íþróttadeild Morgunblaðsins greindi frá þessu fyrr í dag. Þar segir hann að samkvæmt heimildum mbl.is þá hafi enska knattspyrnusambandið bókað 65 herbergi á hóteli í Reykjavík frá föstudeginum 4. september til mánudagsins 7. september. Samkvæmt öruggum heimildum Vísis er um að ræða Radisson Blu Saga hótel við Hagatorg í vesturbæ Reykjavíkur. Mótherjar Íslands gista alla jafnan á Grand Hótel sem er í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá Laugardalsvelli. Enska liðið ku hafa valið Radisson þar sem bæði fundar- og matsalur hótelsins eru hlið við hlið. Þá segir í frétt mbl.is að Englendingar finnist öruggara að vera hér á landi heldur en í Danmörku og forráðamenn landsliðsins séu ánægðir með þann aðbúnað sem er á Íslandi vegna kórónufaraldursins. Þjóðadeild UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, fer af stað þann 5. september og leikur Ísland í A-riðli ásamt Belgíu, Englandi og Danmörku. Leikur Íslands og Englands verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport líkt og allir leikir Íslands í keppninni. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00