Innlent

Hinn slasaði hafði átt við ó­sprungna tívolí­bombu

Atli Ísleifsson skrifar
Úr Heiðmörk. Myndin er úr safni.
Úr Heiðmörk. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Mjög alvarlegt flugeldaslys varð í Heiðmörk í gærkvöldi þar sem maður fann og átti við ósprungna tívolíbombu sem sprakk svo í höndunum á honum.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en sagt var frá málinu í morgunskeyti lögreglunnar til fjölmiðla þar sem talað var um „sprengju“. Hafi hún fundist í rjóðri við göngustíg í Heiðmörk. Um erlenda einstaklinga var að ræða og hafi tungumálaörðugleikar flækt samskipti lögreglu, að því er segir í skeyti lögreglu.

„Maðurinn mun hafa farið að eiga við bombuna (sprengjuna) með þeim afleiðingum að hún sprakk í höndunum á honum. Hann hlaut mjög alvarlega áverka á hendi við sprenginguna,“ segir í færslu lögreglu.

Þar segir að af þessu tilefni sé full ástæða til að vara almenning við að fara að fikta eða eiga við sprengjur eða torkennilega hluti sem þeir kunna að finna á víðavangi eða annarstaðar. „Í þeim tilfellum sem fólk finnur eða kemur að torkennilegum hlutum á tafarlaust að tilkynna það til lögreglu í síma 112. Við viljum einnig biðla til foreldra eða forráðamanna barna og unglinga að ræða þessi mál við börnin sín.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×